Þrælahaldið í Suðurríkjum Bandaríkjanna fyrr á tímum.

Að eg var að horfa á 12 years as a slave, Óskarsverðlaunamyndina, sem byggð er endurminningum manns sem var rænt í Norðurríkjunum og gerður að þræl.  

Auðvitað er þessi saga vel þekkt - en samt sem áður verður maður alltaf steinhissa þegar farið er að skoða nánar eða setja sig ískalt inní aðstæður.  Þá í fyrsta lagi hvernig hægt var að gera mannverur svo algjörlega réttlausar og í raun gera að húsdýrum.  Algjörlega undir valdi eigandans.  Og hvernig menn fóru að því að réttlæta þetta fyrir sér.  En Biblían var m.a. notuð.  Sem dæmi, að Jesú talaði aldrei um að hann væri á móti þrælahaldi o.s.frv.  Þetta var talið eðlilegt fyrirkomulag.  Og lögin tóku af allan vafa enda hægt að veðsetja þræl.  þessvegna eign.  

Í öðru lagi er umhugsunarvert hve þetta er örstutt síðan.  Og það þurfti borgarastríð til að fá þrælahaldarana til að láta af þessu.  En þrælahaldarar eða búgarðaeigendur voru mjög valdamiklir og höfðu meginpósta stórnkerfis á sínu valdi og nógu sterkir á BNA þingi til að ná sínu fram.

Það eru margar hugsanir sem sækja á svo sem, afhverju BNA menn tóku ekki innfædda í þrældóm frekar en að fara að flytja langar leiðir frá öðrum heimsálfum.  

Þá er því til að svara, í mjög stuttu máli, að þeir gerðu það líka, sérstaklega í upphafi.  En því fylgdu ýmis vandamál og erfiðleikar.  Vegna þess aðallega, að innfæddir þekktu landið afar vel eðli máls samkvæmt sem þeir nýttu sér til flótta.  Auk þess höfðu innfæddir oft mjög framandi afstöðu til lífs og dauða.  Þeir voru ekki endilega neitt hræddir við dauðann og frekar en lifa í mjög ókunnuglegum aðstæðum og helsi - þá völdu þeir dauðann framyfir eða hikuðu ekki við að taka áhættuna á flótta og óhlýðni. 

Fólkið sem flutt var frá Afríku var annars eðlis.  Það hafði þolað miklar hörmungar á langri leið og var komið í land þar sem það þekkti ekkert til í.  Og fyrst það lifði af allar hörmungarnar og harðræðið á leiðinni - þá var einhver lífsneisti innra með því.  Oft var það líka úr hópi fólks í Afríku sem hafði þolað undirokun lengi.  Enda þrælahald vel þekkt í Afríku.

Svo festist þetta kerfi smám saman í sessi og nánast ómögulegt er fyrir þrælana að mótmæla einu né neinu eða gera uppreisnir svo neinu næmi.  Bændurnir höfðu samtök á milli sín þar sem hver flóttaþræll var hirtur strax upp og refsað grimmilega.  Þrælarnir höfðu engin vopn.  Auk þess var að því gætt að hafa ekki of marga karlþræla á sama búgarði o.s.frv. nema þá að því fleiri gæslumenn og varðmenn væru til taks ef á þyrfti að halda.

Er nefnilega algjörlega ótrúlegt.  Og það þurfti borgarastríð til að fá menn af þessu háttalagi.  Flestir þekkja svipurnar sem þrælar voru barðir með en færri vita að til voru ýmis fleiri tæki og tól til að nota á þræla.  Það var einfaldlega litið á þræla sem húsdýr.  Hér má sjá járn múlinn sem notaður var ef þrælar voru óhlýðnir.  Heimildir um járn múlinn má m.a. finna í skráðum samtímafrásögnum.  Þetta er líkt múl á hestum eða nautum.

1iron0147m

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband