Vér stöndum andspænis ægilegustu hættu, sem vér höfum mætt sem þjóð, frá því íslendingar urðu til.

,,Innlimun vor í Efnahagsbandalagið:   ,,jafnrétti"   ríkustu auðhringa heims við oss fátæka til fjárfestingar hér, ,,jafrétti" 300 milljóna manna við oss fámenna til búsetu hér, getur táknað endalok íslenzkrar þjóðar. Hún gæti þá horfið sem dropi í þjóðahajið. Einn dýrmætasti og fegursti gimsteinn heimsmenningarinnar, - íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni, - sykki þá í hyldýpi sögunnar. Eftir yrði minningin ein - einnig um þá kynslóð þjóðar, sem brást á úrslitastund. Frá því land byggðist, hzfur engin kynslóð borið svo örlagaríka ábyrgð sem vor. Árið 1962 verður örlagastund hennar og þjóðarinnar, - afstaðan til einhvers konar inngöngu í Efnahagsbandalagið prófsteinninn á ættjarðarást hennar og ábyrgðartilfinningu gagnvart komandi kynslóðum og Islandi."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=282957&pageId=4095795&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0


Hafa innlimunarflokkarnir fengið ný fyrirmæli?

,,Einn úr nazistadeild Sjálfstæðisflokksins, Davíð Ólafsson, var fyrir nokkrum kvöldum látinn misnota fréttatíma útvarpsins með hinum lúalegasta áróðri fyrir innlimun Íslands í Efnahagsbandalagið. Það er mikið um dýrðir hjá nazistadeildinni vegna þeirrar framtíðarvonar hennar að takist að innlima Ísland í ríki þar sem hið hálfnazistíska Vestur-Þýzkaland verður tvímælalaust langmestu ráðandi. Böndin við þýzku nazistana hafa aldrei rofnað, og Adenauerstjórnin var fljót að finna lyktina af íslenzku nazislunum sem nú vaða uppi í Sjálfstæðisflokknum; hún tók að hengja á þá heiðursmerki og sýna þeim fleiri vinarhót þegar að stríðinu loknu. Og nú streyma ráðherrar og aðrir valdamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins til Bonn og taka þar við fyrirmælunum eins og foringjar Sjálfstæðisflokksins til nazistanna áður."

 (þjóðviljinn 1962)

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217301&pageId=2794695&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0

Guð minn almáttugur. 


Skipar Efnahagsbandalagið Íslendingum að hætta Austurviðskiptum?

,,Er það að gerast bak við tjöldin að valdamenn Efnahagsbandalagsins hafi skipað íslensku ríkisstjórninni að ganga rösklega fram í því að eyðileggja austurviðskiptin hverjar svo sem afleiðingarnar yrðu fyrir atvinnulíf og framleiðslu íslendinga og áróðurskastið um sl. helgi sé eins og fyrstu tilburðirnir til að hlýðnast þeirri fyrirskipun og undirbúa almenningsálitið?

(...) baktjaldamakk íslenzku ráðherranna við Efnahagsbandalagið er að komast á nýtt stig, eins og ábyrgðarlaust kjaftæði Emils Jónssonar við erlend blöð bendir einnig til, og þá ekki síður undirtektir annars aðalblaðs ríkisstjórnarinnar, Vísis, við það kjaftæði."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217476&pageId=2796808&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0

Makalausir rugudallar á heimsmælikvarða þarna 1961.   Hugsa sér, að kommúnistar/sósíalistar vildu frekar eiga sem mest samskipti við einræðis og harðstjórnarríki í ,,austurviðskiptum".  Gott ef þeir vildu ekki einna helst ganga í Sovétríkin.  Svo beittu þeir þjóðrembingssvipunni miskunarlaust á almúgann þessu viðvíkjandi og sjá má þess stað enn þann dag í dag.

Að öðru leiti, almennt, eru líkindi andstæðinga evrópusambandsins í dag sláandi við ruglið 1961.  Og það er hvað?  Um 50 ár síðan.  50 ára algjör stöðnun hugarfarslega.

Mikið af því sem haldið er fram í dag er að uppistöðu einhver ofsa ofstækis moðsuða kommúnista á gamla þjóðviljanum!   Með ólíkindum.


mbl.is Allir vilja fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband