Vér stöndum andspænis ægilegustu hættu, sem vér höfum mætt sem þjóð, frá því íslendingar urðu til.

,,Innlimun vor í Efnahagsbandalagið:   ,,jafnrétti"   ríkustu auðhringa heims við oss fátæka til fjárfestingar hér, ,,jafrétti" 300 milljóna manna við oss fámenna til búsetu hér, getur táknað endalok íslenzkrar þjóðar. Hún gæti þá horfið sem dropi í þjóðahajið. Einn dýrmætasti og fegursti gimsteinn heimsmenningarinnar, - íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni, - sykki þá í hyldýpi sögunnar. Eftir yrði minningin ein - einnig um þá kynslóð þjóðar, sem brást á úrslitastund. Frá því land byggðist, hzfur engin kynslóð borið svo örlagaríka ábyrgð sem vor. Árið 1962 verður örlagastund hennar og þjóðarinnar, - afstaðan til einhvers konar inngöngu í Efnahagsbandalagið prófsteinninn á ættjarðarást hennar og ábyrgðartilfinningu gagnvart komandi kynslóðum og Islandi."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=282957&pageId=4095795&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband