Skipar Efnahagsbandalagið Íslendingum að hætta Austurviðskiptum?

,,Er það að gerast bak við tjöldin að valdamenn Efnahagsbandalagsins hafi skipað íslensku ríkisstjórninni að ganga rösklega fram í því að eyðileggja austurviðskiptin hverjar svo sem afleiðingarnar yrðu fyrir atvinnulíf og framleiðslu íslendinga og áróðurskastið um sl. helgi sé eins og fyrstu tilburðirnir til að hlýðnast þeirri fyrirskipun og undirbúa almenningsálitið?

(...) baktjaldamakk íslenzku ráðherranna við Efnahagsbandalagið er að komast á nýtt stig, eins og ábyrgðarlaust kjaftæði Emils Jónssonar við erlend blöð bendir einnig til, og þá ekki síður undirtektir annars aðalblaðs ríkisstjórnarinnar, Vísis, við það kjaftæði."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217476&pageId=2796808&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0

Makalausir rugudallar á heimsmælikvarða þarna 1961.   Hugsa sér, að kommúnistar/sósíalistar vildu frekar eiga sem mest samskipti við einræðis og harðstjórnarríki í ,,austurviðskiptum".  Gott ef þeir vildu ekki einna helst ganga í Sovétríkin.  Svo beittu þeir þjóðrembingssvipunni miskunarlaust á almúgann þessu viðvíkjandi og sjá má þess stað enn þann dag í dag.

Að öðru leiti, almennt, eru líkindi andstæðinga evrópusambandsins í dag sláandi við ruglið 1961.  Og það er hvað?  Um 50 ár síðan.  50 ára algjör stöðnun hugarfarslega.

Mikið af því sem haldið er fram í dag er að uppistöðu einhver ofsa ofstækis moðsuða kommúnista á gamla þjóðviljanum!   Með ólíkindum.


mbl.is Allir vilja fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru það ekki kommarnir í dag sem eru að reyna að keyra okkur inn í ESB?

Ég hefði haldið það.

Samfylkingin er sósíalistaflokkur eða fór það fram hjá þér að orðið félagshyggja er bein þýðing á orðinu socialism?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 07:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er miðstýringar og samneysluhugasjón ESB annað en sosíalismi? Hið ókjörna evrópuráð er alveg það sama og æðstaráð sovétkommanna, nema að nú er framkvæmdin með formerkjum bankstera og storfyrirtækja. Sem í raun gerir þetta að hreinræktuðum corporativeisma eða öðru nafni fasisma.

Það er margt líkt með kuk og skít þegar snýr að útópíum og allherjarlausnum.

Kannski að þú farir að pesa þig til í mannkynsögu næst þegar þú hefur klárað pæla þig í gegnum gömul alþingistíðindi.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 07:37

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Grunar að eitthvað hafi misfarist hjá þér lærdómur í sögu, síðuhafi. Flettu nú upp ástæðu þess að milliríkjaviðskiptin voru eins og þau voru hér áður fyr...

Með kveðju og von um að Ísland verði aldrei ESB ríki.

Ólafur Björn Ólafsson, 8.3.2014 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband