Á Ísland að borga skuld Nýja Landsbankans við innstæðueigendur í B&H?

Nú er vitað, og upplýst, að Ísland borgar þessa skuld m.a í gegnum Nýja Landsbankann. Samið var um endurgreiðslur til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og talað er um 400 milljarða, að mig minnir.

Verðum ,,við" ekki að fá að sjá þann samning?

Hvernig vitum við hvort Ísland þurfi sérstaklega að borga þetta?

Er ekki hægt að fara bara í mál?

Þjóðaratkvæði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nafni, nú loksins er ég innilega sammála þér.

Takk fyrir að vekja athygli mína á þessari staðreynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 12:58

2 identicon

Nú er ég ekki nógu vel inn í málum. Ef Landsbankinn er einkafyrirtæki, þá er sjálfsagt og eðlilegt að hann borgi sínar skuldir sjálfur. Ef bankinn hefur að hluta til verið þjóðvæddur, þá er það dæmi um stórhættulega þróunn sem bjó til öll hugsanleg grá svæði í þessu máli, og er það þá mikið klúður af hálfu ríkisstjórnarinnar að leyfa það, hneyksli og þjóðarskömm. Bankarnir hefðu átt að fá að falla algjörlega og varanlega, og það hefði ekki átt að endurreisa þá með neinu móti. Helstu fjárglæframennina hefði átt að fangelsa, eða láta borga sektir upp á þær mörgu milljónir sem þeir eiga, og senda síðan þessar sektir beint út. Margir þessir menn geta borgað þúsundum sparifjáreigenda úti beint úr eigin vasa. Að svelltandi ekkjan fyrir utan mæðrastyrksnefnd í mánaðarlok biðröðinni með sín 5 börn eigi að borga þetta gegnum skatta er bara viðbjóður. Að ég og þú eigum að gera það er heldur ekki rétt.

Lárus (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:33

3 identicon

Icesave hneykslið var tilræði gegn saklausu fólki, fátæklingum, láglaunafólki, sjúkum og spítölunum okkar, menntakerfinu og öllu öðru sem hefði fölnað og visnað og kostað mannslíf, bæði eiginlega þegar kemur að sjúkum, og óeiginlega, þegar kemur að glötuðum tækifærum og vannýttum mannauð út af menntakerfi í lamasessi. Ef Svavars samningur hinn fyrsti hefði ekki verið stöðvaður þá væri þessi þjóð endanlega fyrir bý. Hefði númer tvö verið samþykktur hefði þjóðin átt mjög erfitt, mjög lengi. Hefði númer þrjú verið samþykktur hefðum við mögulega sloppið tiltölulega vel, en það hefði verið siðferðilega óréttlætanlegt og ígildi samþykkis þess að saklausir taki út syndir sekra, og stór ríki fái að kúga sér smærri eða fátækari ríki, sem nú þegar er aðalvandamál heimsins og helsta orsök barnadauða í Afríku. Ísland var mun smærra mál, en siðferðileg princip standa.

Lárus (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:36

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú algjörlega staðfest á allan hátt að það að stada við þessa skuld var algjört pínötts í heildarsamhengi skaðans sem varð af Sjallahruninu. Ef ísland hefði staðið við skuldbindinguna má segja að það hefði ekki kostað neitt.

Hinnsvegar er skaðakostnaðurinn hrikalegur af fíflaganginum kringum málið. Mikill skaði og tjón sem landið verður fyrir af þessu háttalagi og álitshnekkir.

þetta liggur allt fyrir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 15:14

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi það hvort Landsbankinn hafi verið ,,þjóðvæddur" þá þarf ekki að hafa mörg orð um það Ríkið á bankann um 80%.

,,Íslenska ríkið er eigandi 81,33% hlutafjár bankans og 18,67% hlutafjár er í eigu Landsskila (eignarhaldsfélag skilanefndar Landsbanka Íslands hf.)

Eiginfjárframlag ríkisins nemur 122 milljörðum króna sem var annars vegar greitt með reiðufé að fjárhæð 775 milljónir króna og hins vegar með skuldabréfi að fjárhæð 121.225 milljónir króna."

http://www.bankasysla.is/eignir/landsbankinn/

þegar rikið eignast bankann mestanpart með yfirtöku og athöfnum í kringum og semafeiðing af Sjallahruninu, þá er samþykkt að borga til baka þessa skuld eða höfuðstólinn og það virðist svo vera samkv. upplýsingum í dag að þessi skuld erði borguð uppí topp með tíð og tíma og vextir til um 2010. 6% vextir minnir mig.

Spurningin er þessi: Hvernig vitum við að það sé rétt að ríkið eða stofnanir þess hafi oftekið eignir uppá 400 milljarða frá gamla bankanum hinum fallna? Hvernig vitum við það?

Svar: Við vitum það ekki. Enda fær enginn að sjá gögnin og samninga. því er haldið leyndu af Sjöllum.

þar sem bankinn er mestanpart í ríkiseigu - þá er ríkið, við, bændur og sjómenn og heilbrigðisstarfsemenn að borga náttúrulega. Við erum að borga Icesaveskuldina.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 15:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nafni, enn og aftur sammála þér.

"Spurningin er þessi: Hvernig vitum við að það sé rétt að ríkið eða stofnanir þess hafi oftekið eignir uppá 400 milljarða frá gamla bankanum hinum fallna? Hvernig vitum við það?

Svar: Við vitum það ekki. Enda fær enginn að sjá gögnin og samninga. því er haldið leyndu af Sjöllum.

þar sem bankinn er mestanpart í ríkiseigu - þá er ríkið, við, bændur og sjómenn og heilbrigðisstarfsemenn að borga náttúrulega. Við erum að borga Icesaveskuldina."

Núna held ég að þú sért kominn í þjóðarliðið gegn fjármagninu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband