Um Breta í kommentakerfum Telegraf.

Seint verða þeir taldir þverskurður bretabúa - nema á mogganum.

þarna eru aðallega öfgahægrimenn sem hafa einkennilegar skoðanir á hlutum og sérstaklega ef Evrópa er nefnd.

þar fyrir utan áttar sig enginn þarna á aðalatriði máls eða það sem dómurinn dæmdi. Umræður í kommentakerfi Tele eru yfirleitt eitthvað bull bara og mikið af ný-nasistum og þess háttar sem hanga þar og bulla.

Dómurinn dæmdi ekkert að að ríki þyrftu ekki að standa við skuldbindingar gagnvart útlendum innstæðueigendum sérstaklega.

Dómurinn dæmdi að það væri engin innstæðurtrygging. Neytendur, almenningur, væru réttlaus gagnvart fjármálaveldinu.

þ.e. að dómurinn sagði að allir fengju jú björgunarvesti (tryggingu í orði) en ef á reyndi þá ætti björgunarvestið ekki að bjarga neinum.

Dómur EFTA vekur hneykslun og furðu hjá öllum sem til þekkja. Staðreynd.


mbl.is Margir Bretar ánægðir með dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý í Bretlandi og er hálfur-Breti að ætterni ég fordæmi fyrirlitleg ummæli þín um lesendur The Telegraph. Þú ert sjálfur rasisti og aumingi. Fyrir utan að vera besserwisser dauðans, sem heldur að þú vitir allt um allt og alla. Flestum í Bretlandi finnst þetta í góðu lagi. Einu sem finnst það ekki sem ég hef talað við, og eru fólk sem ég myndi ekki hitta nema fyrir það að starf mitt krefst þess ég tali við þverskurð samfélagsins, eru einmitt, eins og þú segir rasistar og slíkir. Sama fólkið og þessir sem neituðu Íslendingum um húsnæði í kjölfar þessa máls. Hingað til hef ég hitt 8 slíka menn. 5 voru kjósendur BNP. Hinir 5 hreinræktaðir enskir sveitamenn af ákveðnu tagi. Ég bý í Lundúnum þar sem flestir eru aðfluttir eða blandaðir. Enginn óinnfæddur, óhreinræktaður Breti hefur neitt á móti þessu. Þeir sem eru ekki vissir og finnst þetta eitthvað grátt svæði eru aðfluttir úr einhæfari og meira mónókultural svæðum Bretlands þar sem allir eru hvítir.

God save the Queen (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:43

2 identicon

*Hinir 3.

Bæti við að neikvæð ummæli um aðrar þjóðir eru ekki "acceptable" hér í Bretlandi.

 Bresk grunnskólakennsla og menntaskólakennsla einblínir mikið á arðrán og yfirgang Breta gagnvart öðrum þjóðum og mikilvægi þess að sökkva aldrei aftur niður á þetta lága plan siðmenningar. Bretar iðrast fortíðar sinnar.

Og þeir eru almennt vellesið og glöggskyggt fólk sem sér auðveldlega þegar hún fer að endurtaka sig.

Við Bretar erum líka ekki þess konar menn sem taka ríkisstjórn okkar of alvarlega, við erum miklir einstaklingshyggju menn.

Og Gordon Brown er ekki á neinum stalli hjá okkur. Hann er þvert á móti sá stjórnmálamaður síðari ára sem nýtur minnstra vinsælda, og fleiri en ekki fyrirlíta hann. Einmitt vegna mála eins og Icesave, en það var ekki það eina. Hroki hans og mannfyrirlitning og "self righteousness" af því tagi sem á að einkenna gamla heimsvaldasinna en ekki nútímabreta, á sér engin takmörk og hann kann ekki einu sinni almenna mannasiði og fer oft fyrir brjóstið á venjulegu fólki hér að horfa upp á plebbalega hegðun hans. 

God save the Queen (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:47

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara staðreynd. þessir Tele kommentarar hafa það að starfi að bulla um sem þeir skilja ekki og hafa ekkert vit á en tilgangurinn er aðallega að sinna sínum hægri öfgum. þetta er bara svona og ekkert leyndarmál.

það virðist hinsvegar vera feimnis og leyndarmál hér uppi að almennt ríkir mikil furða og hneygslun yfir dóminum. Bæði hve hann er illa og skringilega rökstuddur og hinsvegar hve óréttlátur hnn er og fótum trður almenning og neytendarétt en tekur sér stöðu þétt við hlið auðmanna og fjárrglæframanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 14:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar þú ert núna búinn að vísa,í eitt og sama blogg evrópskra lögmanna og lögfræðinema. 10 stykki sem skrifa þar og einn af þeim tjáir sig um þetta. Engin komment engin umræða. Þú ert að vísa í eina grama manneskju. Enginn rökstuðningur, bara fjas.

Blessaður hættu að gera þig að fífli og taktu þessu eins og maður. Þú veist ekkert um tíðarandann í Bretlandi þarna við tölvuna þína á útnára í mynni seyðisfjarðar. Einn, innisnjóaður og yfirgefinn looser, sem væntanlega hefur aldrei útfyrir landsteinana komið.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 15:44

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er að það er enginn sem telur þetta góðan eða réttlátann dóm nema hægri öfgamenn og fjármálaveldið.

Allir aðrir eru hissa og finnst rökstuðningur og afstaða dómara óþægileg. það var nánast öllum sem fannst réttlætismál að ísland bæri einhverja ábyrgð þarna. Sérstaklega vegna þess hve málið var ljótt.

Í flestum ef ekki öllum tilfellum hefðu vestræn ríki ekkert farið með svo ljótt mál í Dómsstóla og bera fyrir sig orðhengla og lagakróka.

það furðanlega skeði að EFTA Dómsstóll tók upp alveg nýja stefnu í inni dómaframkvæmd og túlkun laga. Hann tók upp íslensku orðhengilsfræðinna og túlkaði allt fjármálaveldinu í haf en sópaði réttindum almennings ogneytenda léttilega útaf borðinu með margskyns hlykkjum og skrykkjum.

Auðvitað vekur þetta furðu og hneykslan.

Enda er nánast enginn sem tekur dóminn alvarlega. Hann nær bara til Íslands og svo kannski Noregs og Líktenstæn. Að öðru leiti í allri Evrópu eru neytendur varðir gegn fjármálaveldinu að þessu leiti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 16:27

6 identicon

Þetta er það sem Bretar þurfa að lifa með. Þeir vita upp á sökinni að þeir hafa tilhneigingu til að fara illa með aðra. Afhverju voru þeir að þessu fjöldamorði? Það var réttlætt með hagsmunum hins almenna neytanda í Bretlandi. Á þessu og Icesave er auðvitað gríðarlegur stigsmunur, en lítil þjóð sem þessi hefði verið á vonarvöl um aldur og æfi reynandi að borga Icesave I og þeim réttilega lýst sem landráðamönnum, en þó mun frekar sem svikurum við mannkynið og þá sérlega valdaminni um allan heim, hvort sem er út af mannfæð, fátækt eða undirokun, sem studdu Icesave I, og eins þeim sem nú bera því bætur. Slík svik eru alltaf um leið svik við sína eigin sál, samvisku og Guð almáttugan. Og er þá alvarleika málsins ekki fyllilega vel lýst. http://www.youtube.com/watch?v=feNUKtVv5a4

Karl (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 18:37

7 identicon

Mjög nýlegar fréttir, á mælikvarða mannkynssögunar, frá Indlandi, verðandi eitt af þrem stærstu stórveldum heimsins, innan ára en ekki áratuga. Guði sé lof fyrir að Ólafur hefur reynt að vera réttu megin við strikið, og að hann á vitra og margfróða konu. http://www.youtube.com/watch?v=feNUKtVv5a4

Karl (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 18:39

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með að borga þessa skuld þá, eins og eg minnist á í öðrum pistli og útskýri, er Ísland í raun borga þetta. Gerir það í gegnum Landsbankann. Sem er reynar ríkisbanki. þetta dómsmál snerist aðallega um formlegu hliðina og afstöðuna. Afstaða íslands er að troða á almenningi en hygla fjármálaelítunni og óábyrgum pólitíkusum.

Varðandi Indland, að þá hef eg aldrei komið til Indlands en hef átt nokkra kunningja sem hafa farið þangað og ferðast talsvert um. þar sem eg áhugamaður um framandi menningu hef ég spurt alla ítarlega um staðhætti. Lærdómurinn sem eg dróg af því var, að Indland er afar fjarri vestrænum hugsunarhætti og félagslegi þátturinn allt annar en við eigum að venjast og viðhorfið. Við erum náttúrulega að tala um milljarð manna. Við erum að tala um feykilegt landflæmi og feykilegann fjölda fólks á því svæði með mikinn fjölbreytileika milli svæða. Við erum að tala um heimsálfu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 18:57

9 identicon

Ætlaði að linka á þetta, en ekki nýlegri harmleika meðal Sikha. http://www.history.com/this-day-in-history/the-amritsar-massacre. Indland er ekki heimsálfa, og fráleitt að segja slíkt, þó stórt land sé. Indverjar eru eitt af þremur stórveldum framtíðarinnar, og eru aktítvt studdir af öflum hærri og stærri neinum þjóðríkjum til að taka að sér það hlutverk. Bretland verður látið borga til baka hverja einustu krónu sem þeir höfðu af Indlandi. Mannslíf er aldrei hægt að borga til baka. Evrópa spilar aukahlutverk í framtíðinni. Vestrænn hugsunarháttur er af semískum uppruna, frá Súmeríu og Mesópótamíu, þaðan sem hann barst til Egyptalands og síðan Grikklands, og þá Rómarveldis og þaðan til okkar "barbaranna" fyrrum nefndu, hvað veraldlega hluti og uppfinningar varðar, en Hebreskum hvað trú okkar og siðferði varðar, en Hebrar komu líka frá Mesópótamíu. Vestrænn hugsunarháttur svo nefndur er því í grunninn austrænn. Í framtíðinni verður einn heimur með eina menningu og hugtakið vestrænt orðið úrelt með öllu, það úreltist nú þegar hraðar en við náum að greina menningu samtímans.

Karl (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 19:15

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er í vissum skilningi heimsálfa hvað fólksfjölta og fjölbreytileika varðar.

Ennfremur varðandi vestrænann hugsunarhátt, ef svo má að orði komas, þá er eg með í huga samfélagsskipan og skyldur og réttindi íbúa.

Auðvitað er einhversstaðar í firndinni einhver grunnur eða rót, en staðreyndin er að á 19.öld með iðnvæðingunni og borgarmyndun og batnandi efnahag almennt pg fólksdfjölgun - þá varð til að alveg sérstakt viðhorf á Vesturlöndum og má segja að það eigi sér ekki síst uppruna og kraft í Bandaríkjunum.

þessi hugmynd og hugsjón að hver einstaklingur sé jafn mikilvægur og samfélagið beri ákveðna skyldu til að veita hverjum og einum ákv. grunnréttindi og tækifæri í lífinu.

það er alveg sama hvað hver segir , að þessi hugsjón, þessi hugmynd er alveg einstök í sögulegu samhengi. Og að henni skuli hafa verið framfyægt á þann hátt sem raunin er á Vesturlöndum - það er ekkert sjálfgefið að svo sé.

þessvegna fer alltaf hrollur um mann þegar maður sér þjóðrembingsöfga eins og erða má var við á Íslandi og víðar þessi misseri.

Á indlandi, sem dæmi, er á vissum svæðum allt önnur hugmyndafræði varðandi þetta efni. Ekki bara á Indlandi heldur víða á svæðum þessar Jarðar. það er bara þannig.

Ísland á að hafa sem mest og best samskipti við sín náttúrulegu svæði sem er Evrópa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 22:01

11 identicon

Að eitthvað sé heimsálfa þýðir ekki þar sé fólksfjöldi eða fjölbreytileiki. Norður-Ameríku byggðu bara um 5 milljón manns áður en Kólumbus kom þangað. Suðurskautslandið telst heimsálfa og þar er ekki hræða utan einstaka vísindamaður.

Þetta er nú annars meiri menningarremban í þér að bulla og þrugla um að Vesturlönd hafi fundið upp mennsku og göfuglyndi. Flest mannréttindi koma í grunninn frá Miðausturlöndum. Cyrus Persakonungur innleiddi til dæmis trúfrelsi í lög, öldum áður en neinum Evrópumanni datt slíkt í hug, þó fjölmargar aðrar þjóðir hafi auðvitað viðhafið kurteislegt afskiptaleysi, svo lengi sem það var gagnkvæmt, eða ekki haft áhuga á trúboði. Evrópumenn voru mest Barbarar sem voru að "höggva mann og annan" þar til kristinndómurinn kom, og hann er ekki Evrópskur í grunninn, enda fyrstu kristnu þjóðirnar Armenía, Egyptaland og Eþíópía! Þínum eigin forfeðrum fannst, samkvæmt heimildum, í stakasta lagi að drepa og myrða, og skylda ef hæðst var að föður þínum. Það þurfti utan að komandi áhrif til að stöðva þau dráp. Franska byltingin varð svo til fyrir áhrif að austan og sjálft Grikkland er í flestu bara barn Egyptalands sem var barn sér eldri þjóða. Margar þjóðir okkur alls óskyldar þróuðu líka með sér sínar eigin hugmyndir um réttindi manna, sem að sumu leyti standa okkur framar. Vesturlandaremba eins og þú burðast með er stórhættuleg og hefur gert of mikinn skaða nú þegar. Og það er Vesturlandaremban sem er undirstaða allrar þessarar þjóðrembu sem þú röflar stanslaust um, og skilur ekki eru bara mismunandi afbrigði hennar hér um slóðir, og þær allar hennar börn og skaðræðisgripir afþví þær eiga sér sama uppruna.

Halldór (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband