Jafnaðarstjórn Jóhönnu og SJS fær mikið lof frá Sameinuðu Þjóðunum. Önnur lönd geta lært af Jafnaðarstjórninni. Gerði allt rétt. Framsjallar búnir að eyðileggja allt.

,,15.desember 2014. Önnur lönd geta lært af því hvernig Ísland brást við fjármálakreppunni, að sögn Óháða sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um erlendar skuldir og mannréttindi.

Sérfræðingurinn, Juan Pablo Bohoslavsky, hélt blaðamannafund í Reykjavík í dag að lokinni viku vettvangsheimsókn til Íslands.

“Virðing fyrir félagslegum og efnahagslegum réttindum var að mestu leyti í heiðri höfð við aðlögun,” sagði Bohoslavsky, “Hins vegar ætti aðgangur að bótum almannatrygginga þegar í nauðir rekur að vera jafn og sanngjarn.”

“Ástæða er til að gefa meiri gaum að erfiðleikum innflytjenda við að laga sig að nýju að vinnumarkaðnum, “ sagði mannréttindasérfræðingurinn. “Sérstakra aðgerða er þörf til að létta á skuldum tiltölulega fámenns hóps fátækra og mjög skuldugra heimila."

“Samfélag sem réttilega er stolt af sínu heildstæða félagslega velferðarkerfi og metur börn og fjölskyldu mikils, ætti ekki að þola að börn vaxi úr grasi við meiri fátækt en fullorðnir,” undirstrikaði óháði sérfræðingurinn.

Bohoslavsky beindi kastljósinu að einstæðum viðbrögðum Íslands við kreppunni, sem fólu meðal annars í sér reikningsskil og þátttöku borgarana. Átti hann þar við að boðað var til kosninga, haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur, bankamenn saksóttir og starf Rannsóknarnefndar Alþingi sem grófst fyrir um orsakir bankahrunsins.

Sérfræðingurinn benti á að íslenska ríkisstjórnin hafi stofnað Velferðarvakt, sérstakan vettvang með fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta, sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, atvinnurekenda og almannasamtaka til að fylgjast með félagslegum áhrifum kreppunnar og senda Alþingi og öðrum stofnunum ráðleggingar með reglubundnu millibili.

“Til þess að forðast að slík kreppa endurtaki sig mætti enn efla regluverk og uppbyggingu eftirlitsstofnana með bankageiranum, efla lög um ábyrgð ráðamanna og styrkja sjálfstæði dómskerfisins,” sagði Bohoslasky.

“Þá er einnig nauðsynlegt að grafast fyrir um hvað leiddi til hinnar tröllauknu yfir-skuldsetningar sem leiddi til þess að heilt ríki varð hruni að bráð,” lagði Óháði sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna áherslu á.

Sérfræðingurinn hitti að máli í rúmlega viku langri heimsókn sinni háttsetta embættismenn ráðuneyta og annara ríkisstofnana, þingmenn, umboðsmenn, forseta Hæstaréttar, Sérstakan saksóknara og fulltrúa Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fulltrúa sveitarfélaga, bankageirans, fyrrverandi bankamenn og lögfræðinga, fulltrúa almannasamtaka og fræðimenn.

Lokaniðurstöður hans og helstu ráðleggingar verða lagðar fram í yfirgripsmikilli skýrslu til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Sjá skýrslu sérfræðingsins að lokinni vettvangsheimsókn í heild hér.

https://www.unric.org/is/frettir/26361-engan-ber-ae-skilja-eftir-utundan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband