Bretar þrýstu á Framsjalla - Framsjallar lyppast niður og borga Icesave upp í topp plús álag. Fara síðan í frí. Af forseta hefur eigi frést en indefens er upptekið við ritskoðun.

,,Andrea Leadsom, undirráðherra fyrir efnahagsmál í breska fjármálaráðuneytinu, segist hafa þrýst á íslenska ráðherra að hraða endurgreiðslu á fé breskra skattgreiðenda sem þeir áttu inni hjá þrotabúi gamla Landsbankans. Hún staðfesti í gær að bresk stjórnvöld hefðu fengið rúmlega 257 milljarða króna greidda úr þrotabúinu, en krafa þeirra er tilkomin vegna greiðslu þeirra á innstæðutryggingu til þeirra Breta sem áttu fé á Icesave-reikningum Landsbankans fyrir hrun."

http://kjarninn.is/breskur-radherra-thrysti-a-islenska-radherra-ad-hrada-icesave-greidslum

Þessi sá um þrýstingsstjórnun fyrir hönd Breta á þá Framsjalla:

Andrea-Leadsom-MP-150x150

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi Andrea getur þá kannski líka útskýrt hvers vegna Bretastjórnvöld vildu ekki setja þessa margumræddu Icesave-reikninga í dótturfélag í Bretlandi, eins og um hafði verið samið milli Íslands og Bretlands fyrir hrun?

Það er ekkert nýtt, að Bretastjórnvöld kúgi stjórnmálamenn til hlýðni. Alister Darling getur útskýrt það betur í réttarhöldum yfir heimsveldis-glæpamönnum!

Það verður fróðlegt að hlusta á þau réttarhöld?

Spurning hverjir eiga að stjórna þeim réttarhöldum?

Krossfararnir, (frímúrara-dómaraglæpagengi heimsveldisins), ráða nefnilega ennþá öllu ferlinu, eins og áður í sögunni. Skömmin er og verður þó ávalt stjórnenda heimsveldiskúgana skuldlausa synd og glæpur gegn mannkyni.

Sú mafía gefur friði ekki möguleika! Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2014 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband