Vond ríkisstjórn.

Það er að renna upp fyrir þjóðinni að meirihluti kjósenda kaus vondleika yfir sig síðasta vor.   Þetta sambland,  Sjalla og framsóknarflokkur er alveg herfilega vondur kokteill.  Sérstaklega þegar haft er í huga hve nefndir flokkar hafa báðir stefnt útá ysta jaðar hægrisins síðustu ár.  Framsóknarflokkur nútímans er versta útgáfa sem hægt er hugsa sér af flokki.  Popúlismi andskotans en raunhugmyndafræðin er að moka undir elíturassana á kostnað almennings.  Sjallaflokkur vill svo leggja niður alla samhjálp.  Að meirihuti kjósenda skildi gera landinu og þjóðinni  þetta er átakanlegt og ömurlegt.  Það eru kólguský við sjónarrönd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ert alltaf svo málefnalegur. Hvernig væri að taka fyrir eitthvað mál og útskýra og rökstyðja af hverju ríkisstjórnin stendur sig illa í því? Ertu kannski ekki fær um það?

Vandinn við þessa ríkisstjórn er að hún er of lík þeirri sem fór frá völdum.

Hvað meinar þú með að báðir flokkar hafi stefnt út á hægri vænginn? Opinberi geirinn er í dag álíka stór og hann hefur verið undanfarin ár. Raunverulegir hægri flokkar myndu skera almennilega niður en ekkert slíkt á sér stað. Veruleikinn rímar því engan veginn við það sem þú segir - en þú ert kannski vanur því, eða hvað?

Vilja Sjallarnir leggja niður alla samhjálp? Nefndu dæmi! Er ekki enn t.d. verið að moka fé í listamenn/rithöfunda sem telja það vera fyrir neðan sína virðingu að vinna? Er það ekki samhjálp?

Ég er þó sammála þér varðandi framtíðarsýn þína - það er svart framundan.  

Helgi (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband