Vilhjálmur Bjarnason, eini sjálfstæði Sjálfstæðisflokksmaðurinn, rassskellir framsóknarmenn duglega á þingi. Framsóknarmenn með dónaskap útí sal.

,,Ég ætla að eyða síðustu mínútunum sem ég hef í að segja að þetta kemur kannski ekki á óvart vegna þess afstaða Framsóknarflokksins til alþjóðlegrar samvinnu hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska.

Framsóknarflokkurinn er í meginatriðum einangrunarhyggjuflokkur … (Utanrrh.: Þetta er rangt, Vilhjálmur.) (Gripið fram í: Þetta er ekki rétt.) (Utanrrh.: Skammastu þín.) (Forseti (ValG): Ég bið þingmenn að virða …)

Við getum rifjað upp afstöðu Framsóknarflokksins í þeim efnum sem ég hef nokkurn veginn í kollinum, t.d. afstöðu Framsóknarflokksins til EFTA á sínum tíma, ég er með hana alveg í kollinum. Hvað um það, það er ýmislegt fleira sem ég þarf að ræða hérna en ég var truflaður í miðjum klíðum og tíminn er að renna út.

Ég ætla aðeins að segja að fullveldi er ekki bara það að standa einn og sjálfur heldur er fullveldi líka það að geta samið um framtíð sína. Engin þjóð er eyland og við þurfum að geta samið okkur til réttlætis. Við höfum sótt margt gott til útlanda. Ég segi eins og Jón Hreggviðsson sagði einu sinni þegar honum var ofboðið: Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti. (Forseti hringir.) Ég hef lokið máli mínu."

http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20140313T160806.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband