Samaras formaður Nýs Lýðræðis vill sameiningu Mið-Hægriafla.

Málið snýst um það að það kvarnaðist út úr flokknum í öllu ruglinu undanfarin misseri. Úr því komu ýmsir smáflokkar sem fengu 1-2 prósent og fæstir náðu inná þing. þar ber helst að nefna Doru Bakoyannis fv. Utanríkisráðherra og Borgarstjóra Aþenu en núv. formann Lýðræðisbandalagsins sem vantaði aðeins brot úr prósenti að ná mönnum á þing.

220px-Dora_Bakoyannis_cropped

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var rekin úr Nýju Lýðræði eftir að hún studdi fjárlög PASOK á sínum tíma en Nýtt Lýðræði var þá algjörlega á móti öllum aðhaldsaðgerðum.  það átti bara að eyða meira!  Og redda þannig málum. það má því segja að Nýtt Lýðræði hafi sett af stað snjóbolta lýðskrums sem skilar sér síðan í núverandi stöðu mála.  Alóraunhæfar hugmyndir eins hjá Vinstri Róttækum.  Bókstaflega tal útí bláinn hjá Tsparas enda vildi enginn styðja hann í stjórnarmynduartilburðunum sem voru hálfhlægilegar.

Ennfremur biðlar Samaras til annars klofningsbrots úr Nýju Lýðræði, einhver Bissnessflokkur eða flokkur sem setur verslun og viðskipti á oddinn.  Formaður þess flokks segir þó að hann vilji heldur sameinast flokki Doru.

Jafnframt biðlar hann til meðlima Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur fékk 11% fylgi og marga menn á þing.  Hann biðlar til hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins.  En þó ekki til formannsins.  En það má segja um Sjálfstæðisflokkinn Gríska, að hann er algjörlega útá túni og lýðskrumið yfirgengilegt.  Flokkurinn talar um samstarf við Rússa og síðan setur hann á oddinn - útfærslu Efnahagslögsögunnar.  En málið snýst um að Grikkir hafa aldrei fært út landhelgi sína á vissum svæðum og það snýr aðalega eða eingöngu að Tyrjum.  þar eru einhver óleyst deilumál og þau eru flókin.   Nú er umræða um það í Grikklandi að einhver ósköp af oliu séu á svæðinu.   Sjálfstæðisflokkurinn leggur líka mikla áherslu á að ríkið Makedónía fái ekki að taka upp það nafn.   þetta er algjör lýðskrumsflokkur og vita gagnslaus.

Talið er í Grikklandi að þetta útspil Samaras merki að hann reikni  fastlega með að nýjar kosningar séu á næsta leiti.  Eitthvað tóku menn dræmt í málaleitan hans allavega í fyrstu.  En það er ljóst að ef honum tekst að sameina klofningsbrotin aftur inní ND mun það þýða talsvert sterkari vígstöðu og sennilega tryggja ND sem stærsta flokk Grikklands.

 


mbl.is Tsipras mistókst að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband