Faktað: Hlutabréfavísitölur hækka - Evran stendur í stað.

Sérkennileg þessi árátta í fleiri fleiri misseri og ár að flytja fréttir af lækkunum hlutabréfa og að Evran sé að lækka og/eða hrynja þegar, eins og í þessu tilfelli, hlutabréf einmitt hækka og Evran stendur beisiklí í stað og hefur gert ég veit ekki hvað lengi þó hún í breiða samhenginu styrkist alltaf gagnvart dollar. Maður skilur ekki svona. það er ekki eins og það sé erfitt að finna þetta út. Hérna bara á BBC:

http://www.bbc.co.uk/

þarna stendur nú barasta skýrum stöfum að DAX vísitalan í Frankfurt hafi hækkað í dag. Nei nei, þá verður það hérna uppi í fásinninu að hún hafi lækkað! Aðrar tölur standa nánast í stað en einhver smá lækkun á spáni (samkv. mogga en eg ábyrgist það ekki).

Ennfremur stendur Evran nánast í stað. Eitthver örlítil breiting eins og gengur en heilt yfir stendur í stað. Ekki heldur erfitt að finna það út. Bara gúggla. þá kemur þetta:

http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html


mbl.is Spænsk hlutabréf ekki lægri í níu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viltu þá ekki senda þeim bréf og leiðrétta þennan miskilning Einstein.  Tveir hlutir sem falla á sama hraða eru náttúrlega ekkert að falla. Þeir standa í stað í afstöðu til hvers annars en falla samt. 

Ef dollarinn fellur hraðar en Evran, þá er evran náttúrlega á uppleið gagnvart dollar eða hvað? Endilega skýrðu þessi frábæru vísindi þín fyrir mönnum. Þú hefur greinilega fundið einhverja stórmerkilega nálgun upp, sem þú ættir að deila með umheiminum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2012 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband