Dýr verður Hafliði allur.

Það er eigi ofsögum sagt að Óskapnaðarstjórn framsjalla ætlar aldeilis að láta almenning hérna finna fyrir því.  Beitir þjóðrembingssvipunni miskunnarlaust og mokar svoleiðis feitu bitunum úr þjóðarkjötkatli, færir þá uppá sinn framsjalladisk, og graðkar þeim síðan í sig svo ógeðslegt er á að líta.  Ógeðslegt.

Fyrst var elítunni færðir 10 milljarðar á silfurfati,  námsmenn settir á hugngurdisk, aflétt sköttum á framsóknarsjöllum í ferðaþjónustu. 

Þá var þetta nú bara rétt að byrja.  Einn morguninn vöknuðu innbyggjar við það að framsjallar höfðu troðið 300 milljarða reikningi inum bréfalúgana.  300 milljarða reikningi vegna feitu bita áts úr þjóðarkjötkatli.

Nú, svo kemur mörg hundruð milljóna króna reikninur sérstaklega vegna þess að redda þurft tveim framsjöllum þægilegri innivinnu.

Síðan mun bætast við koll af kolli.

Það er sem eg segi, að það getur barasta ekki verið i lagi með hluta innbyggjara hérna og alveg spurning hvort ekki þurfi sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka það afhverju meirihluti kjósenda kýs þessi ósköp yfir sig.

Ásræðan hlýtur bara að vera heimska.  

Það er eina ástæðan fyrir að ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar.    


mbl.is Tveir ráðherrar kosta 180 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar varstu búin að reikna út hvað öll ráðherraskipti fyrrverandi ríkisstjórnar kostuðu

Sumir fullyrða að eftirlaunaréttur Jóhönnu og Steingríms sé metin á 200 millj fyrir hvort þeirra

sæmundur (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 20:57

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Einnig verður að ath að með öllum ráðherraskiptunum voru í raun allir í síðustu stjórn á ráðherralaunum.... eða biðlaunum.

Er síðan ekki betra að hafa ráðherra yfir smærri málaflokkum, sleppa skrifstofustjórum ráðuneytanna og tryggja þannig að etirlitið sé raunverulegt í stað þess að vera með 1 ráðherra, 5 aðstoðarmenn og enga yfirsýn

Óskar Guðmundsson, 4.7.2013 kl. 21:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta getur eiginlega bara orsakast af heimsku.

Ganga sjálfviljugur í gapastokk elítunnar og vera hýddur þar með þjórembingsvendi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2013 kl. 21:10

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fyrir þá sem eru vel læsir að þá er þingsjal no.15 ágæt lesning enda skýrir það út að í raun var ekki hægt að reikna eftir kerfinu sem síðasta stjórn skildi eftir sig enda upplýsingarnar ekki fyrir hendi.

"Lækkunin" er síðan það sem kallast "jöfnun niður" og var eitt af eftirlætis "töfrabrögðum" síðustu stjórnar.

Óskar Guðmundsson, 4.7.2013 kl. 21:12

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsjallar nú ganga um gátt

með feitan bita í hendi.

Elítan hún hrín við hátt

og flengir þá með vendi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2013 kl. 21:31

6 identicon

Klíkuráðningar og allt því viðkomandi er auðvitað kapítuli útaf fyrir sig.

En það sem er mun alvarlegra og kemur í veg fyrir að sama vitleysan endurtaki sig aftur og aftur, trekk í trekk, er að ráðamenn á klakanum átta sig ekki á eigin mistökum, á eigin axasköftum, á eigin heimsku. 

Þeir eru svo miklir kjánar, ef ekki fæðingarhálfvitar, að þeim er ekki viðbjargandi. Engin endurmenntun í skóla Þorgerðar Katrínar mundi duga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband