Framsjallar og LÍÚ munu sennilega semja um makrílinn enda standa þeir ekki í lappirnar og eru kengbognir í hnjánum.

Það er ýmislegt sem bendir til að samningar séu í býgerð.  Og EU kommissarinn segir það bókstaflega.  Viðræður við framsjalla.  Nú, sjávarútvegsráðherra var flengdur af Damanaki um daginn eins og frægt varð.  Augljóslega er nú komið allt annað hljóð í þá LÍÚ-linga og augljóst að þeir eru hræddir.  Þeir eru svo hræddir að þeir hafa ekki enn þorað að byrja að veiða makríll hérna.  Þykjast ,,ekki finna hann" sem kallast.  Sennilegast eru samningar framundan á þeim nótum er alltaf hefur verið talið skynsamlegt.
mbl.is Vill refsiaðgerðir gegn Íslandi án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskaplega ert þú nú greinilega illa gefinn.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 02:17

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég heyrði nú reyndar að Damanaki hafi ekki komið því við að knésetja Sigurð til að flengja hann þar sem hann reyndis of þungur.En Sigurður hafi hins vegar gefið henni léttan skell á bossann eins og gerir við beljurnar jafnan þegar hann er að sæða þær.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.6.2013 kl. 07:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alvara málsins blasir við. Meðan aðildarviðræður voru í gangi þá var öllum ágreingsmálum ýtt til hliðar. Nú færast þeir í aukana sem vilja auka deiluna um makrílinn og við fáum erfiðari andstæðinga fyrir vikið því ekkert heldur aftur af þeim í Bruxell.

Því miður virðist enginn raunsæisstjórnmálamenn vera í ráðherraliðinu. Þetta er fremur reynslulítið ungt fólk sem telur sig geta breytt heimsmyndinni eftir eigin höfði.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 08:06

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei,eigum við ekki bara að standa í lappirnar Guðjón.Við hljótum líka að verða stöðugri þegar við þurfum ekki að burðast með aðildarviðræður í fanginu.Það var ekkert raunsæji heldur í ungliðahreyfingunni sem stóð að síðustu ríkisstjórn.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.6.2013 kl. 08:39

5 identicon

"Meðan aðildarviðræður voru í gangi "
jafnvel félagi Össur fölnaði þegar hann kíkti í pakkann um sjávarútvegsmál.

Sá pakki var því kyrfilega falin lengst undir jólatrénu
en það jólatré er nú löngu búið að missa allt barr og orðið kræklur einar.

Grímur (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 08:45

6 identicon

Ómar kominn með nýjustu stjórnmálaskýringu sína.

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna ásamt LÍÚ að gera í brækurnar af ótta við ESB.

Ómar alltaf með puttann á púlsinum :)

Sigurður (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 09:18

7 identicon

Ómar.. Markríllinn hefur ekki verið að gefa sig hingað til á þessum árstíma, þetta átt þú að vita, við byrjum ekki alvöru veiðar á honum fyrr en um miðjan júlí, þannig hefur það alltaf verið undanfarin ár.

Ég hef heyrt að nokkur skip séu farin að leita og er það bág kvótastaða sem rekur útgerðir í þá aðgerð.

Á þessum tíma fyrir nokkrum árum var ekkert að gera á sumrin, kvótinn búinn, úthafskarfinn búinn svo júlí ágúst voru "down" mánuðir tekjulega séð.

Makríllinn er himnasending með réttri tímasetningu, á mínu skipi erum við að taka 1500 tonn á rúmum mánuði og tekjurnar eru fínar... en þetta er harkaleg vinna á frystitogara.

Vissulega verður að semja um makrílveiðarnar, það er óumflýjanlegt en 150 þús tonn er lágmark að mínu mati sem sjómaður til fjölda ára, kvikindið er eins og engilsprettufaraldur á miðum íslands, við dýfum trollinu niður í nokkrar mínútur og hífum 30 tonn.. þetta er ekkert eðlilegt magn.

En hvað veldur, Ómar Bjarki, hvað veldur að þú tekur umhugsunarlaust alltaf upp handskann fyrir erlenda aðila sem beita sér gegn íslandi ??

runar (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 12:02

8 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er nú ekki flóknara en það að ESB vilja ekkert semja um eitt eða neitt í sjávarútvegsmálum ,menn skulu bara standa eins og við viljum ,það er ekki flóknara en það hjá þeim höfðingjum í Brussel.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.6.2013 kl. 13:15

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef LÍú sendir út frétt um að ,,makríll sé seint á ferð" og/eða að ,,lítið sé af makríl og hann dreifður" - þá bendir það til þess að á undanförnum árum hafi nefndur fiskur komið bæði fyrr og verið í meira magni.

Nú, þetta vandamál, hræðsla þeirra framsjalla við erlent vald sem leiðir til að þeir skjögra um alveg kengbognir í hnjánum og beygja sitt höfuð algjörlega niður í gólf - það verður auðvitað leyst fyrsta kastið með því að að verður veitt mun minna en á fyrri árum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.6.2013 kl. 15:22

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú skulum við athuga góðir hálsar að makríllinn er flökkustofn sem fer um heimshöfin á eigin forsendum að best er vitað. Hann er talinn mjög gráðug alæta og eftir að hann hefur farið um fiskislóðir er lítið sem ekkert sem hann skilur eftir. Makríllinn er eftirsóttur fiskur ekki aðeins fyrir okkur mannfólkið heldur kann súlan, selur og háhyrningar sem fleiri skepnum að meta þennan afburða matfisk.

Eg hefi séð aðfarir við strendur Snæfellsness þar sem tekist er á við makrílinn.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband