Ólafur Ragnar: Forseti getur lagt fram frumvarp á Alþingi.

þetta upplýsti hann núna áðan. Forseti getur lagt fram frumvarp á alþingi, sagði hann. Svo fór hann að snakka um að það hefði ekki þýðingu nema meirihluti alþingis væri fylgjandi o.s.frv. og Sveinn Björnsson og bla bla.

Hvaða tal er þetta? Er þessi maður ekki búinn að vera forseti í 16 ár? Og þekkir hann ekki stjórnarskrána??

,,19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." (Stjórnarskrá Lýðveldisins)

Haha hann GETUR EKKI lagt fram frumvarp á Alþingi. Nott possible. Nema þá að Ráðherra og/eða Ríkisstjórn samþykktu það.

þetta gildir um öll mál stjórnskipunarlega þar sem forseta ber á góma í stjórnarskrá. Halló. Og í samræmi við 13. grein ,,Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."

Undantekningin og það sem má deila um er 26.grein en þar er rétturinn, ef einhver er, ATHAFNALEYSI. Athafnaleysi. En ekki réttur til athafna.

Maður á ekki orð yfir hvert þessi umræða er komin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig voru stjórnskipunarlögin virt í Landsdómsmálinu?

Annað hvort eru stjórnskipunarlög virk eða ekki. Ef þau voru ekki virt í Landsdómsmálinu, þá er komið fordæmi um að ekki skuli farið eftir stjórnskipunarlögum.

Það væri fróðlegt að sjá hvað fólk hefur að segja um þetta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2012 kl. 00:32

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Sjá hér: http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html

Því miður verður þetta ekki í síðasta sinn sem sannast á þig að fara með rangt mál hér sem víðar, Ómar Bjarki Kristjánsson. En hafðu þá bara hátt í staðinn.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 31.5.2012 kl. 03:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, þetta átti að skrifast í mínu nafni.

Jón Valur Jensson, 31.5.2012 kl. 03:52

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskaplegt er að sjá hvernig sáreinföld atriði flækjast fyrir, að því er virðist, fullorðnu fólki.

,,19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum."

Er þetta flókið?

Hann GETUR EKKI lagt fram fumvarp einn! Hann er að gefa í skyn að hann ætli hugsanlega að BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNA!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2012 kl. 09:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

25. gr. stjórnarskrárinnar, orðrétt:

"Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Ómar Bjarki ætti að spyrja Sigurð Líndal út í þetta eða Róbert Spanó., ekki treysta á sitt eigið hlutdræga hyggjuvit.

Jón Valur Jensson, 31.5.2012 kl. 10:15

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

19. greinin fjallar ekki um frumkvæðið að lagafrumvörpum, heldur heldur endastöðina, þegar frumvarp hefur gengið í gegnum þinglega meðferð, verið samþykkt á þingi og síðan í hendur ráðherra, ríkisráðs og forseta.

Jón Valur Jensson, 31.5.2012 kl. 10:17

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. þetta er rangt hjá þér. Kynntu þér mál 0.1% eða meira - Then talk.

Maður eyðir ekki orðum á fólk ef það nennir ekki eða getur ekki kynnt sér mál 0.1% eða meira.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2012 kl. 10:28

8 identicon

Eins og venjulega þá er ekkert að marka það sem  kemur frá JVJ

thin (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:43

9 identicon

Ég held að þú hafir svei mér þá afhjúpað Jóhönnu sem kolólöglegan forsætisráðherra (því auðvitað er þetta svona einfalt).

Hvaða ráðherra skrifaði upp á skipun hennar í embætti?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 20:26

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo braut Jóhanna stjórnarskrána nánast í 1. verki sínu, þegar hún skipaði erlendan mann seðlabankastjóra. Svo segir þar í 20. gr., 2. tl.: "Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt."

Hjárænulegt er svar Ómars Bjarka til mín, 0,1%-svarið, þvert gegn skýrum bókstaf 25. gr. stjórnarskrárinnar, og ekki sannar hann mál sitt með slíkum rakalausum orðaleik. En það er líka allt í lagi, bezt að hann hafi þetta svona!

Jón Valur Jensson, 2.6.2012 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband