Röksemdir Íslands halda ekki í Skuldarmálinu fyrir EFTA Dómsstól

að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. RUV upplýsti þetta:

,,Greinargerð framkvæmdastjórnar ESB er skriflegur málflutningur hennar í Icesave-málinu gegn Íslandi. Hún var lögð fram fyrir nokkrum dögum. Evrópusambandið krafðist fyrr á þessu ári meðalgöngu í málinu. Dómstóllinn samþykkti þá kröfu. Það er ESA, Eftirlitsstofnun EFTA sem rekur málið gegn íslenskum stjórnvöldum. Í greinargerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er í öllum meginatriðum tekið undir sjónarmið ESA varðandi Icesave málið, til dæmis um meinta mismunun stjórnvalda hér gagnvart erlendum eigendum innistæðna í íslensku bönkunum.

ESA hefur hafnað röksemdum íslenskra stjórnvalda um að óviðráðanlegar ástæður, það sem kallað er force majeur, hafi gert það ómögulegt að veita erlendum eigendum aðgang að innistæðum sínum hér á landi. Þeirri skoðun er framkvæmdastjórn ESB sammála."
http://www.ruv.is/frett/esb-gefur-litid-fyrir-roksemdir-islands

Eg hefði viljað kanna hvort ekki væri hægt að birta greinargerðina opinberlega og líka upplegg UK og Hollands. Eg hefði haldið að áhugamenn um lagalega aftöðu þessa máls sem heimtuðu að þetta færi fyrir dómsstóla myndu vilja sjá þessar greinargerðir. En nei! Þá vilja þeir það nú eigi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiptir engu máli úr því sem komið er enda hefur þesi dómstóll enga lögsögu, í besta falli verðum við Ísland rekið úr EES!

Stefán Fúli (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 18:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, hefur lögsögu hér og það samþykkt og viðurkennt fyrir löngu ma. af Hæstarétti. Ef EFTA dæmir greiðsluskyldu - þá er komin Dómsskuld. Brotthverf eða rekstur úr EES afnur eigi þá Dómsskuld enda stofnaðist til hennar og dómsupphvaðing á meðan landið var aðili að samningnum - auljóslega.

Eg er bara soldið hissa að þetta sé ekki birt opinberlega - verið að fela eitthvað? EU samsæri?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 19:10

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Brotthverf eða rekstur úr EES afnemur eigi þá Dómsskuld enda stofnaðist til hennar og dómsuppkvaðing á meðan landið var aðili að samningnum - auljóslega.

það er alveg öruggt að Dómsstóllinn dæmir Ísland brotlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband