Höfundur 26. greinar útskýrir tilurð hennar.

1968 í tilefni þáv. kosninga tók Morgunblaðið viðtal við Bjarna Benediktsson en í rauninn bjó hann til þessa blessuðu 26. grein. Hann útskýrir í stuttu máli afhverju hún var höfð svona sérkennileg. Ástæðan skýrist eingöngu af aðstæðum 1942-1944. Að í stuttu máli, þá þótti mörgu Sveinn Björnsson vera of ráðríkur í hlutverki Ríkisstjóra og ma. voru menn ósáttir við hvernig hann skipaði Utanþingsstjórn 1942. Men óttuðust að innlendur forseti gerðist of ráðríkur og færi að beita neitunarvaldi konungs frá fornum tíma. þarna kemur etv. inní að sumir álitu að Jónas frá Hriflu gæti orðið forseti (þó Bjarni nefni það nú ekki sérstaklega þarna). Að þessi háttur á greininni var hugsaður til bráðabirgða og til í raun að styrkja þingræðið og koma í veg fyrir að forseti færi að beita synjunarvaldi:

,,Ástæðan til þess var sú, að þegar verið var að semja frumvarpið að lýðveldisstjórnarskránni var utanþingsstjórn, sem meirihluti Alþingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þar á meðal ég, að þáverandi ríkisstjóri, hefði við skipun utanþingsstjórnarinnar farið öðru vísi að, en þingræðisreglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna, að innlendur þjóðhöfðingi kynni að beita bókstaf stjórnarskrárinnar á annan veg, en konungur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt fullveldi 1918 - og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrumvörpum alveg gagnstætt því, sem ætlazt er til í þingræðislandi, þar sem staðfesting þjóðhöfðingja á gerðum löggjafarþings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu, að forseti gæti hindrað löglega samþykkt Alþingis með því að synja henni staðfestingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmarkað við það eitt að geta þá komið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 1942­1944 og hefur reynslan síðan bent til að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðulaus. Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess."
(Morgunblaðið 9.jún 1968 bls. 10)


mbl.is Forseti ekki Hrói höttur samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Ólafur viti af þessu?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:36

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held hann viti af þessu - en honum hentar ekki að nefna það. það hentar honum bara að spinna upp einhverja ævintýrasögu um þetta.

það sést strax ef 26.greinin er skoðuð í samhengi við alla stjskr. - að hún passar ekki alveg inní og hún virkar soldið sem einhverskonar redding. Bjarni staðfestir það. Hún var redding sem tók mið af ástandi á íslandi á þeim tíma er skráin var samþykkt.

þetta tal núna um að undirskriftir til forseta eða áskornair oþh. eigi að vera mikilvægar við beitingu greinarinnar - að það er eiginlega gegn greininni eins og hún er fram sett. Eins og greinin er framsett er það algjörlega í hendi forseta að ákveða beitingu hennar. þ.e.a.s. að ef hann beitir henni - þá er hann óhjákvæmilega að taka afstöðu gegn Ríkisstjórn og þingi. það er hans persónulega mat að beita henni og í raun má færa rök að því að forseti megi ekki láta utan að komandi þrýsting hafa áhrif á sig.

Núna er búið að snúa þessu öllu á haus.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2012 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband