Gott.

Nú er bara að vona að refsiaðgerðirnar gegn LÍÚ verði þannig að þær bíti. það hefur margsýnt sig að táknrænar aðgerðir hafa engin áhrif á LÍÚ. Græðgin er svo mikil og rústalagningareðlið að þeir munu ekki linna látum fyrr en þeir hafa útrýmt makrílnum.

Eg bind aðallega vonir við reglugerð sem verið er að innleiða á EU leveli sem tekur á athöfnum eins og LÍÚ sýnir af sér. það er verið að undirbúa þær og talið er að þeir verði að fullu innleiddar í haust. þar gæti verið um umtalsverðar refsiaðgerðir að ræða gegn LÍÚ. Að vísu eru LÍÚ þá búnir að fá sumarið í sína skemdarstarfsemi.


mbl.is Refsiaðgerðum gegn Íslandi verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Innan við landhelgi Íslands eru auðlindir þjóðarinnar og að mínu mati hennar eign. Ég er ekki aldeilis á þeirri skoðun að ESB eða Norðmenn eigi að geta stjórnað okkar veiðum þó ég hallist frekar að samkomulagi sem kallast raunsætt með okkar hagsmuni í huga. En ég spyr ef við gefum eftir í þessu máli hvernig ætla þessar þjóðir að veiða makrílinn meðan hann er innan okkar lögsögu, ætla þeir að elta hann inn?

Sandy, 20.3.2012 kl. 11:15

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þú ert enn byrjaður að taka hagsmuni ESB fram yfir alþjóðlega lögvarða hagsmuni íslensku þjóðarinnar.

Blinduð ást þín á þessu vonlausa stjórnsýsluapparati ESB virðast enginn takmörk vera sett og birtist marg sinnis í hreinu þjóðhatri þínu !

Þessar veiðar okkar á makríl innan eigin fiskveiðilögsögu eru fullkomlega lögmætar samkvæmt alþjóða lögum og alþjóðlegum sáttmálum sem við sem fullvalda og sjálfsstæð þjóð erum fullgildir aðilar að ásamt ESB, s.s. Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Hótanir ESB valdsins um víðtækar refsiaðgerðir gegn okkur vegna þessara löglegu veiða brjóta líka í bága við alþjóða lög og sáttmála, s.s. Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna og einnig sáttmála Alþjóða viðskiptamálastofnunarinnar.

En hroki ESB Valdsins á sér enginn takmörk svo því verður alveg trúað að þeir brjóti alþjóðalög og taki sér alræðisvöld til þess að berja á okkur.

Mikið held ég að svona ESB aftaníossar og þjóðhatarar eins og þú munið þá fagna, bæði lengi og heitt og innilega.

Gunnlaugur I., 20.3.2012 kl. 12:17

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er eigi í samræmi við alþjóðlega sáttmála að LÍÚ útrými makríl. það er bara þannig. Eigi flókið.

LÍÚ á engan makríl þá hann sé innan við einhverja ímyndaða línu. Sameiginlegur flökkustofn? Halló. Kveikir það á LÍÚ-peru hjá öfgasinnuðum þjóðrembingingum? Nó??

Eg tek alltafstöðu með lífríkinu. það er eigi ásættanlegt að þessir vitleysingar hérna útrými hverjum stofninum a fætur öðrum vegna eigin græðgi.

Varðandi ögfgasinnaða einstaklinga sem fylgja LÍÚ eins og hundur í bandi í sínum ofstopa - þá geta þeir barasta troðið sínum þjóðrembing uppí afturendann á sér. þaðan sem hann kom. það er nú bara svoleiðis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.3.2012 kl. 12:24

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Er 200 sjómílna fiskveiðilögsuga Íslands, bara einhver ómerkileg, "ímynduð lína" samkvæmt þinni skilgreiningu.

Það var svo sem auðvitað þú berð ekki hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti eins og margsinnis hefur komið í ljós.

Þó svo að makríllinn sé að sönnu flökkustofn, þá gilda um hann alþjóðlegar reglur sem ég vitnaði til hér að ofan.

Ekki reglur ESB, nema að við værum orðnir hluti af ESB og þar með sjávarútvegsstefnu þeirra, sem við erum sem betur fer ekki og verðum örugglega aldrei af því að þá myndum við glata þjóðréttarlegum réttindum okkar í sjávarútvegs- og hafréttarmálum til ESB.

Þó svo að ýmislegt megi gagnrýna og setja út á fiskveiðistefnu okkar íslendinga, þá er hún 100 sinnum betri en sá óskapnaður sem ESB hefur boðið uppá í þeim málum.

Sjávarútvegsstefna er gjaldþrota óskapnaður og hefur svo verið í áratugi. Stefna sem hefur leitt af sér ofveiði, brottkasts afla í þúsundum tonna og óafturkallanlegar skemmdir á lífríki sjávar og heilu vistkerfana.

Helmingur allra fiskveiðistofna innan lögsögu ESB er talin í útrýmingarhættu.

Ég er enginn aðdáandi LÍÚ, síður en svo. En ég stend með hagsmunum Íslands í þessu máli sem eru svo miklu stærri og víðtækari en aðeins hagsmunir íslenskra útgerðarmanna !

En það geta svona blindir og öfgafullir ESB aftaníossar eins og þú aldrei hvorki séð eða skilið !

Gunnlaugur I., 20.3.2012 kl. 13:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt rangt sem þér segið enda er það velþekkt þumlputtaregla að þegar Andsinnar segja eitthvað - þá er það 100% rugl og bull.

Hinsvegar er það þannig, og því átta LÍÚ-lingar sig sennilega ekki á, að Færeyingar eru í líklega í sterkari stöðu en Íslandingar. Vegna þess einfaldlega að þeir höfðu meiri kvóta og veiðireynslu. LÍÚ hafði engann! 0%.

það vkur athygli að Danir eru núna dáldið í forsvari hjá EU og þ.á.m. fiskveiðinefndum ýmiskonar á vegum EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.3.2012 kl. 13:22

6 identicon

Það ætti að reka alla yfirlýsta þjóðhatara eins og þig ómar, úr landi!

Hvað rekur ykkur í þetta hatur á eigin þjóð?

Ég bara spyr.

Geir (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 15:08

7 identicon

Löglegar, já Gunnlaugur, en bersýnilega á mörkum þess siðlega.

Páll (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband