LÍÚ eyðileggur hátt í 2000 störf á Írlandi

með ofveiði sinni og yfirgangi ásamt almennri frekju.

,,Mackerel row could "cost Ireland 1,500 fishing jobs"

FISHING leaders in Ireland have warned that overfishing of mackerel by Iceland and the Faroe Islands is putting up to 1,500 fishing jobs at risk.

The claim adds further pressure on the European Union to take stronger action against the two 'maverick' fishing states a - move which would almost certainly be supported by fishermen in Scotland.

Ireland's Minister for Agriculture and Marine Simon Coveney has said that the overfishing of mackerel by Faroese and Icelandic vessels is putting the industry and jobs in Ireland in jeopardy.

He has repeated calls for sanctions over and above what has already been announced to be taken against Iceland and the Faroes who have given themselves for mackerel in defiance of a sustained international outcry.

The warnings come on top of reports of super trawlers from Asia and other parts of the world moving into the northerly mackerel grounds, including the world's largest trawler, the Lafayette, which has been given a licence by the Faroes to fish its waters for mackerel.

Sean O'Donoghue of the Killybegs Fishermen's Association said if the situation was allowed to continue it would decimate the fishing industry in this part of Ireland. He maintained that the actions of Iceland and the Faroe Islands are putting 1,500 jobs at risk in Ireland.
http://www.fishupdate.com/m/fullstory.php/aid/15795/Mackerel_row_could__cost_Ireland_1,500_fishing_jobs_.html

Djöfuls skömm að framferði LÍÚ. það sem maður skammast sín fyrir þetta hyski.


mbl.is Krefjast tafarlausra refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það frekja og yfirgangur að veiða fisk sem er innan okkar lögsögu. Hafðu smá andskotans bein í nefinu og vertu ekki svona fljótur til að styðja yfirgang evrópubandalagsins og Íra

Brynjar (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 13:01

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eitt er að veiða fisk - annað að rústa sameiginlegum fiskistofnum sjávar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2012 kl. 13:08

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er sami yfirgangurinn hjá LÍÚ í þessu makrílmáli gagnvart EB eins og ofbeldið og yfirgangurinn sem þeir ástunnda gegn sjávarþorpunum á Íslandi. Það er hryggilegt að horfa upp á íslenska ráðamenn ganga erinda þessara glæpasamtaka.

Níels A. Ársælsson., 21.2.2012 kl. 13:34

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Bæði ESB og Norðmenn höfnuðu tillögu Íslands um að ALLIR minkuðu kvótna sína um 30% til að koma í veg fyrir ofveiði á meðan ósamið er um makrílkvóta.

Bæði ESB og Norðmenn neita að horfast í augu við þá staðreynd að makrílinn hefur flutt sig norður á bogin í ætisleiðangra og er talið að hann fitni um 600.000 tonn í Íslenskri lögsögu sem gerir um 6.000.000 tonn af lífmassa sem ekki verður notaður í annað á meðan.

Það eru þegar komnar sannanir fyrir því að makrílinn er farin að hrygna hér við land sem ætti að tryggja okkur mun stærri hlut í Norð-Austur Atlantshafs-makrílnum en við höfum nú þegar tekið okkur.

Sá sem er með frekju og yfirgang eru Norðmenn og ESB sem ætla sér í krafti stærðar sinnar að troða á réttindum smáþjóða. 

Eggert Sigurbergsson, 21.2.2012 kl. 14:13

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Við skulum hafa það í huga að Makríll stofninn er ekki ofveiddur.  Rökin eru þau að ofveiddur stofn þarf ekki að æða um norðvestur og norður atlandshafið í ætisleit.  Makrílinn væri áfram á hefðbundnum ætissvæðum ef stofninn væri lítill og í útrýminga hættu.

Stofnstærðarmælingar á Makríl eru svo galnar að það er glæpsamlegt og á ekkert skylt við vísindi.  Nýliðunin er ákvörðuð þannig að það er togað með háf á svæði sem er talið vera hrygningasvæði makríls. Makrílhrognin talin og síðan margfölduð upp með stærð hafsvæðisins.

Ekki er hægt með góðu móti að nota fiskileitartæki til að mæla stofninn því að Makrill endurkastar illa hljóðbylgjunum vegna þess að hann er ekki með sundmaga.

Því er eina vitið að kanna útbreiðslu með veiðum 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.2.2012 kl. 15:19

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitthvað hér sem ekki stemmir! 

Miðað við fréttir hafa ESB og Norðmenn ákveðið makrílkvóta uppá 900 þúsund tonn.  (Þar af taka norskir uþb.370 þúsund tonn).

Hafa ESB og Noregur skert kvóta írskra - beinlínis, vegna veiða íslenskra og færeyskra?  Eða hótað írskum að það verði gert?

Kolbrún Hilmars, 21.2.2012 kl. 16:51

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frekjan í Íslendingum er að þeir vilja ekki sætta sig við 7% av kvótanum. Þetta er frekja i hinn endan og ekki hjá Íslendingum. Þeir fóru úr 17% í fimmtán og það er raunar of lítið. Gott hjá þeim að ansa ekki þessu.

Mælingarnar á makríl eru hrein ágiskun eins og venjulega þegar fiskvísindi eru annarsvegar.

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 18:39

8 identicon

Mikið er sorglegt að lesa svona undirlægjuhátt og aumingjaskap.  Ekki við öðru að búast svosem frá Evrópusambandsbjúrókratbullara.

Niður með ESB!

Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 19:31

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Já það er sorglegt að lesa svona fáráðanlegt bull og vitleisu sem Ómar Bjarki ritar, svona hugsa ESB sinnar,aumingjans fókið sem er svona blint..

Vilhjálmur Stefánsson, 21.2.2012 kl. 23:20

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EU er irrelevant þessu viðvíkjandi. Sjá hvað stendur í ensku fréttini, að framferði Íslands - LÍÚ (ásamt færeyjum en LÍú er nú að verða aðili þar að líka)stórskaðar á annað þúsund manns í Írlandi. Og þá erum við að tala um hugsanlega varanlega.

Snýst ekkert um EU. Snýst miklu frekar um þarna mottóið, það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður - það skulu þér eigi þeim gjöra! Eða hví sjáið þér flísina í auga náungans en eigi bjálkann í yðar eigin?

Sko, ef maður gefur alltaf skít í hagsmuni annarra og sinnir í engu þó athafnirnar bitni á öðrum - þá eru litlar líkur á að einhver hugsi um hagsmuni manns eigin! Litlar líkur.

þessi strategía, þjóðrembingsstrategían - hún er alltaf skaðaleg landi og þjóð til langs tíma litið. Bæði fjárhagslega og atgerfislega. Alltaf skaðleg til langs tíma litið.

Nú nú. þessi faktor, þjóðrembingsfaktorinn, er mjög ríkjandi hérna hjá innbyggjurum sem kunnugt er. það á bara alltaf að vaða yfir akkt og alla maður. Svíkja og pretta vonda útlendinga eins og hægt er. Og þá aðallega vegna þess að íslendingar séu svo genatískt frábærir sem sjálfur forseti landsins fór með sem kenningu útí heim. Og varð sér og landinu til skammar sem vonlegt var. Að, altso, á þennan þjóðrembing spila ýmsar hagsmuna- og sjallaklíkur. Spila á þetta. Æsa þjóðrembinginn upp í innbyggjurum herna - og stinga svo ágóðanum beint í rassvasann! Og fara hlægandi alla leið í bankann.

Soldið tragískt sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 00:15

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þetta er þinn pistill og þú lagðir upp með afstöðu Íra. Núna ertu kominn út í eitthvað allt annað.

HEFUR írskum verið hótað kvótaskerðingu eða ekki? Ef svo er get ég vel skilið að þeir séu fúlir, en þeir eru að gelta upp í skakkt tré ef þeir skella skuldinni á Íslendinga. Ekki úthluta þeir írska kvótanum!

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 14:31

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er sko, altso, að ef framferði LÍÚ verður látið óátalið - þa rústa þeir þessum sameiginlega stofni fjölda ríkja! LÍÚ er að hrifsa til sín barasta stóran hluta heildarkvótanns! þetta er algjörlega siðlaust framferði og á eftir að hefna sín.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 15:38

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er svo sem ekkert í fyrsta skipti sem LÍÚ leikur þennan leik. Að rústa fiskistofnum. Enn er í fersku minni þegar þeir rústuðu komunnanum hérna. Rústuðu honum með frekju og yfirgngi svo stórskömm var að. Ennfremur má nefna níðingsverk þeirr á Smugþorskinum.

Málið er að erfitt hefur verið fyrir önnur ríki að taka á þessu framferði LÍÚ.

Nú er vonandi að Evrópuríki taki af fullri hörku á þessu framferði. Fullri hörku. það er það eina sem þessir menn skilja. Vandamálið er hinsvegar að Evrópuríki hafa verið alltof lin hingað til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 15:42

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég botna nú ekkert í þessum hugsanahangi. Efnahagslögsaga íslendinga út í 200 mílur skapaðu atvinnuleysi og setti fjölda fyrirtækja á hausin í Brimsby og Hull. Ég man ekkert eftir því að neinn væri að fárast yfir því...

Það á aldrei að bakka fyrir hótunum frá EU eða neinni þjóð í svona málum. Þeir eiga að halda sig við þessi 15% og aldrei minna...ég er ekkert sérstaklega hrifin af LÍÚ, enn þeir hafa algjörlega rétt fyrir sér í þessu máli...

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 17:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það að hafa 200 milna lögsögu leggur þá skildu á herðar alvöru ríkis að rústa ekki sameiginlegum stofnum sjávar. Veiðar Breta hérna sneru að staðbundnum þorskstofnum. það var eins og við manninn mælt að þegar bretar hættu að veiða - þá rústðu ísl. þorskstofninum! Hann hefur eigi borið sitt barr síðan. (Og hafa ber í huga að útfærsla efnahagslögsögu var í takt við glóbal þróun og það var ekkert ,,þorskastríð". það er bara mýta. það sem skeði var að íslendingar neituðu sanngjörnum samningstilboðum breta og fóru fram með gamla helv. þjórembinginn og frekjuna. Allt og sumt.)

Ennfremur ber að hafa í huga með makrílinn að krafa LÍÚlendinga er auðvitað að fá að valsa um í lögsögu Evrópuríkja og ryksuga þar allt upp og rústa eftir atvikum. það er krafan. Nú er vonandi að Evrópuríki stoppi þessa vitleysinga í LÍÚ af og síni fulla hörku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 18:22

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég á enga sjens í þessa tegund af umræðu. Ég var sjómaður í tí ár og meðal annar á þem tíma þegar landhelgin var færð út.

Að íslendingar hafi "rústað" stofninum er bara rugl af verstu gráðu og hljómar eins og gerfi skýrsla frá HAFRÓ...Bretar veiddu allt sem hreyfðist og mörg önnur lönd líka.

ESB vita lítið sem ekkert um hafið, fiskistofna og rannsóknir þeirra og forsendur eru algjörlega út í hött. Þú talar eins og að ef ESB verður ekki barnapía fyrir íslendinga í fiskveiðimálum þá útrými íslendingar fiskinum! Alla vega makríl...

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 18:34

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, ef þú nefnir dæmi um hvernig LÍÚ valsar um í lögsögu Evrópuríkja og ryksugar þar allt upp og rústar, þá gæti hugsanlega verið að við skildum hvað þú átt við.

En ef þetta reynist sönn fullyrðing, þá skil ég heldur ekki í því að Evrópuríkin hafi ekki tekið í taumana og sýnt fulla hörku.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 18:48

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað rústuðu þeir þorskstofninum alveg um leið. Eða hefur ekki þorskveiði stórlega minnkað hérna eftir útfærslu landhelgi sem var gerð í samræmi við alþjóðlega þróun? Jú. þar af leiðandi er líklegast að LÍÚ hafi rústað þessu. Eða varla voru það vondir útlendingar sem voru ekkert að veiða! Andskotinn hafi það.

þetta er nú enn ein þjóðrembingsmýtan að íslendingar séu einhverjir snillingar í veiðum. Gérna er eitthvað örfáar hræður með alveg þvílíka lögsögu á besta stað - og hver er afleiðingin? Jú, allt í rugli! Örfáum sjallagreifum gefið einkaleyfi á diskveiðum og leyft að rústa öllu hérna fram og til baka og skaða land sitt algjörlega stórkostlega.

það semer með ólíkindum er, að íslendingum hafi tekist að fara svona illa með sjóinn á bara örfáum árum. það á ekkert að vera hægt fræðilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 18:53

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, slakaðu nú aðeins á og teldu upp að 10 í rólegheitum.

Hugleiddu svo umræðuefnið. Teldu aftur upp að 10.

Snýst það um íslenska fiskveiðilögsögu, evrópska fiskveiðilögsögu eða LÍÚ?

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 18:58

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Talsverður hluti af því sem LíÚ veiðir er útan íslensku lögsögunnar.

þeir hafa fengið þann aðgang með svipuðum kúgunar og ofbeldisaðferðum og þeir ætla nota núna. það er ekki eins og þetta sé frumlegt hjá þeim. þessi taktík í makrílnum er bara kúgun og ofbeldi til að fá að ryksuga allt upp á ryksuguskipum í lögsögu annarra ríkja.

Málið er nefnilega að maður hefur svo margtekið eftir að íslendingar vita nánast ekki neitt um fiskveiðar eða hvernig háttalagið er. það er bara settur upp þjóðrembingshatturinn - og síðan ekki meir.

Nú eiga Evrópuríki að segja stopp! Hingað og ekki lengra.

Og fólk hafi í huga a LÍU getur ekkert veitt makríl svona til lengdar hérna. þeir rústa stofninum á 2-3 árum. þar af leiðandi verður enginn makríll hér. Evrópuríki eiga bjóða ísl. 5% og ekki ljá minnsta eyra við aðgang LÍÚ að annarra lögsögum. Ekki minnsta eyra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 19:03

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki fór ég að tala um landhelgi og EU. það voru þið!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 19:20

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, ertu bóndi? Á sjávarjörð sem fyrrum hafði útvegsréttindi? Sem LÍÚ "stal" frá þér? Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að spjalla við þá þarna á Hafró?

Kolbrún Hilmars, 22.2.2012 kl. 19:24

23 identicon

Endemis bull og kjaftæði er þetta hjá síðuhöfundi. Fylgisspekt við ESB ríður ekki við einteyming hjá sumum! Má ég biðja þig um að flytja úr landi (helst til ESB) og láta okkur um að gæta hagsmuna Íslendinga. Svona fáráðir landráðamenn eiga ekki heima hér!

Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband