Örlítil hugleiðing um Gengisdóma.

Gengistryggingardómar sem hafa iðulega komið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarin misseri eru nokkrir dómar sem fjalla um Gengisbundin lán sem algeng voru á tímabili á fyrsta áratug 21. aldar. Gengisbinding eru ákveðnir lánaskilmálar sem of langt mál er að útskýra hér.

Nú nú. Að eftir síðasta dóm þá var strax farið að tala um núverandi Ríkisstjórn. Talað og talað um núveradi Ríkisstjórn. . Málið er hinsvegar það sko, að í öllum Gengisbindingardómunum þessi misserin, þá er Hæstiréttur að tala útfrá Lögum um vexti og Verðtryggingu frá 2001 nr. 38 26. maí.

þarna tekur maður strax eftir að lögin eru frá 2001. Núveradi Ríkisstjórn var ekkert við völd 2001. Menn geta bara flett því upp á Wikipedia að þá var allt önnur Ríkisstjórn hérna.

Hæstiréttur er að reyna að fá botn í þessi mál sín útfrá lögum um vexti og Verðtryggingu frá 2001 nr. 38. Hæstarétti er alveg augljóslega slétt sama um núverandi Ríkisstjórn. Sléttsama.

That said, hvað eru menn þá alltaf að tala um núverandi Ríkisstjórn í þessu samhengi? það er alveg óskiljanlegt. Hæstiréttur og þar til gerðir lagaspekingar og fræðingar allrahanda eru bara að reyna að fá botn í þessi Gengismál sín öll útfrá ofannefndum lögum.


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Það virðist enn finnast fólk sem er ánægt með núverandi ríkisstjórn.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.2.2012 kl. 15:08

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er irrelevant þessu viðvíkjandi hvort ánægja með núverandi Ríkisstjórn er til staðar eður ei.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2012 kl. 15:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snýrðu öllu á hvolf maður?

Dómurinn fél á grundvelli almenns kröfuréttar og stjórnarskrárbundins eignarréttar, sem eins og dómurinn áréttar er ekki stefnuvirkur.

Vaxtalög voru algjört aukaatriði í þessum dómi.

Það er hinsvegar rétt að sökina bera ekki núverandi stjórnvöld ein, heldur öll þau stjórnvöld sem hafa trassað að framfylgja lögum í þágu neytenda.

Mesta skömm bera þó Arnór Sighvatsson og Gunnar Andersen sem í júní 2010 fyrirskipuðu hærri vexti og hlunnfóru lántakendur þannig um 350 milljarða samkvæmt inngangi forstjórans að ársskýrslu FME 2011.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 17:57

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Nákvæmlega.

Hér er búið að koma því að, að vaxtalögum 2001 sem allir dómarnir um gengislán tala útfrá, eru reistar ákveðnar skorður eins og gefur að skilja.

Það er þannig með allt sem smíðað er, að því eru reistar ákveðnar skorður.

Að Hæstiréttur hefur byggt dómanna alla hingað til á vaxtalögum 2001 en það nýja núna er, að það kemur í ljós að byggingunni eru reistar ákveðnar skorður sem vonlegt er.

M.a. kemur kröfuréttur inní dæmið auk þess Stjórnarskráin. (En þeir minnast ekki á Evrópulög sem náttúrulega reisa þessari smíði einnig skorður.)

,,Vaxtalög voru algjört aukaatriði í þessum dómi."

Nei. Ekki samkvæmt ofansögðu öllu. Vaxtalögin eru áfram í grunni. það kemur bara fram að á þeim eru ákveðnar skorður eða það sem er smíðað útfrá þeim eru sett ákveðin takmörk. Eðlilega.

Eða hvernig ætla menn að reikna lánamál án þess að hafa vaxtalög sem grunn? það er enginn annar grunnur til! Hæstiréttur hefur margsagt að vaxtalög séu grunnur og leggi drög að arkitektúr öllum varðandi Gendisdómasmíðina.

Á kannski að seja manni næst að síðasti dómur hafi þurrkað út alla fyrri dóma hæstaréttar og Hæstiréttur hafi þar af leiðandi dæmt sjálfan sig brotlegan!? Eh bara sorrý! Dreg stórlega í efa að Hæstiréttur hafi svo gert. Að Hæstiréttur hafi dæmt að það sé ekkert að marka hvað hann dæmi? Trúi því eigi.

Enda segir hvergi í dóminum að vaxtalög gildi ei meir. Hvergi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2012 kl. 18:33

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En þeir minnast ekki á Evrópulög sem náttúrulega reisa þessari smíði einnig skorður.

Athyglisvert að þú skildir nefna það, því samkvæmt lögum um neytendalán sem innleidd voru vegna EES-samningsins, kveða á um enn betri rétt neytenda en þann sem hæstiréttur hefur nú staðfest. Mikilvægt er að fram komi að þetta á jafnt við um verðtryggðu lánin líka, en á það hefur enn ekki reynt fyrir dómi.

Ég ætla ekki að þræta við þig að hversu miklu leyti vaxtalög spila inn í þetta. Það er vissulega á grundvelli þeirra sem gengistrygging er yfir höfuð ólögleg, og eftir þeim hefur verið dæmt í fyrri dómum. Það var hinsvegar ekki á grundvelli þeirra sem dómurinn á miðvikudaginn féll. Það er rétt að sá dómur ógildir ekki vaxtalög, enda hef ég aldrei haldið því fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 19:10

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvort Evrópulög, sem allir eru sammála um að gildi hér landi gegnum EES Samninginn, gefi betri rétt en síðasti Gengisdómur skal eg eigi fullyrða um á þessu stigi málsins. Og þá aðallega vegna þess að enginn fæst til að segja hvað eiginlega síðasti dómur Háttvirts Réttar eiginlega segir.

En þetta með að vaxtalög komi síðasta dómi ekki við eða hann sé ekki til grundvallar síðasta nefndum dómi - að eg ekkert alveg tilbúinn til að taka undir þá skoðun. Að mínu ati hafa þeir hann til hliðsjónar. þeir eru að meta hvað reisi vaxtalögum frá 2001 skorður.

Td. get eg bent á strax í aðfararorðum dómsinns:

,,Með dómi Hæstaréttar hafði verið skorið úr um að lán sem hjónin S og M tóku hjá F hf. væri í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla og að um vexti af skuldbindingum þeirra samkvæmt lánssamningnum færi eftir 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001." ('Ur aðfararorðum síðasta gengisdóms)

þarna er aðalatriði ,,Með dómi Hæstaréttar hafði verið skorið úr um...,, að ,,... um vexti af skuldbindingum þeirra samkvæmt lánssamningnum færi eftir 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001."

Halló?! Og þetta er síðan farið yfir í lengr máli síðar í dóminum.

Ergó: Þeir eru að samþyggja að vaxtalög sé grunnur. Benda á grundvöllin sem Hæstiréttur hafði mótað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2012 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband