9.3.2014 | 13:53
Þjóðviljinn 1962: Sovétríkin eru að byggja upp paradísarþjóðfélag.
,,Á næsta áratug 19611970 munu Ráðstjórnarríkin fara fram úr Bandaríkjunum, háþróaðasta auðvaldslandinu, á sviði framleiðslu á hvern íbúa. Fyrirhuguð er mikil aukning á landbúnaðarframleiðslu og miklar kjarabætur. Erfiðisvinna sem slík mun smátt og smátt hverfa. Ráðstjórnarríkin verða land stytzta vinnudags í heimi. Húsnæðismálin verða leyst i öllum aðalatriðum. Í lok þessa áratugs munu allar fjölskyldur Ráðstjórnarríkjanna hafa fengið íbúðir með nýtízku þægindum, og öll nýgift hjón munu fá sína íbúð."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217312&pageId=2794827&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Talandi um óraunsæi í þjóðfélagsumræðu og tal sem stenst illa tímans tönn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2014 | 02:21
Varist innlimunaráróðurinn.
,,Innlimunarmennirnir eru óþreytandi við iðju sína. Viðleitni þeirra á þessu stigi beinist helzt að því, að gera aðild Íslands að Efnahagsbandalaginu sem sakleysislegasta. Og ekki nóg með það, þeir slá alltaf úr og í, allt sé óvíst um þátttöku íslands, hvort af henni verði og hvernig hún verði. Og segja má að flestir sótraftar séu á sjó dregnir þegar farið er að senda hina svonefndu ,,Frjálsu menningu" út af örkinni í þessu skyni, en það er sem kunnugt er einn hræsnisfyllsti og vesalasti félagsskapur á öllu landinu. En bak við þetta áróðursgutl eru svo valdamenn stjórnarflokkanna, menn eins og Gunnar Thóroddsen og handgengnir menn honum í nazistadeild Sjálfstæðisflokksins og ,,hagfræðingar" Alþýðuflokksins og aðrir toppkratar, sem ekki hafa farið dult með þá ætlun sína að íslandi skuli þvælt í Efnahagsbandalagið og sjálfstæði landsins þar með afsalað. Það er þeirra vilji og þeirra ætlan, innlimun íslands í hið nýja Stór-Þýzkaland, það er þeirra framtíðarsýn fyrir íslenzku þjóðina, og að þeim þokkalegu áformum er nú unnið leynt og ljóst í samvinnu við erlenda valdamenn, íslenzkir ráðherrar og ,,sérfræðingar" á þveitingi til Bonn til að taka þar við fyrirmælum, í viðbót við hin bandarísku."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217312&pageId=2794827&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2014 | 19:21
Vér stöndum andspænis ægilegustu hættu, sem vér höfum mætt sem þjóð, frá því íslendingar urðu til.
,,Innlimun vor í Efnahagsbandalagið: ,,jafnrétti" ríkustu auðhringa heims við oss fátæka til fjárfestingar hér, ,,jafrétti" 300 milljóna manna við oss fámenna til búsetu hér, getur táknað endalok íslenzkrar þjóðar. Hún gæti þá horfið sem dropi í þjóðahajið. Einn dýrmætasti og fegursti gimsteinn heimsmenningarinnar, - íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni, - sykki þá í hyldýpi sögunnar. Eftir yrði minningin ein - einnig um þá kynslóð þjóðar, sem brást á úrslitastund. Frá því land byggðist, hzfur engin kynslóð borið svo örlagaríka ábyrgð sem vor. Árið 1962 verður örlagastund hennar og þjóðarinnar, - afstaðan til einhvers konar inngöngu í Efnahagsbandalagið prófsteinninn á ættjarðarást hennar og ábyrgðartilfinningu gagnvart komandi kynslóðum og Islandi."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=282957&pageId=4095795&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2014 | 12:42
Hafa innlimunarflokkarnir fengið ný fyrirmæli?
,,Einn úr nazistadeild Sjálfstæðisflokksins, Davíð Ólafsson, var fyrir nokkrum kvöldum látinn misnota fréttatíma útvarpsins með hinum lúalegasta áróðri fyrir innlimun Íslands í Efnahagsbandalagið. Það er mikið um dýrðir hjá nazistadeildinni vegna þeirrar framtíðarvonar hennar að takist að innlima Ísland í ríki þar sem hið hálfnazistíska Vestur-Þýzkaland verður tvímælalaust langmestu ráðandi. Böndin við þýzku nazistana hafa aldrei rofnað, og Adenauerstjórnin var fljót að finna lyktina af íslenzku nazislunum sem nú vaða uppi í Sjálfstæðisflokknum; hún tók að hengja á þá heiðursmerki og sýna þeim fleiri vinarhót þegar að stríðinu loknu. Og nú streyma ráðherrar og aðrir valdamenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins til Bonn og taka þar við fyrirmælunum eins og foringjar Sjálfstæðisflokksins til nazistanna áður."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217301&pageId=2794695&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Guð minn almáttugur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2014 | 00:28
Skipar Efnahagsbandalagið Íslendingum að hætta Austurviðskiptum?
,,Er það að gerast bak við tjöldin að valdamenn Efnahagsbandalagsins hafi skipað íslensku ríkisstjórninni að ganga rösklega fram í því að eyðileggja austurviðskiptin hverjar svo sem afleiðingarnar yrðu fyrir atvinnulíf og framleiðslu íslendinga og áróðurskastið um sl. helgi sé eins og fyrstu tilburðirnir til að hlýðnast þeirri fyrirskipun og undirbúa almenningsálitið?
(...) baktjaldamakk íslenzku ráðherranna við Efnahagsbandalagið er að komast á nýtt stig, eins og ábyrgðarlaust kjaftæði Emils Jónssonar við erlend blöð bendir einnig til, og þá ekki síður undirtektir annars aðalblaðs ríkisstjórnarinnar, Vísis, við það kjaftæði."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217476&pageId=2796808&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Makalausir rugudallar á heimsmælikvarða þarna 1961. Hugsa sér, að kommúnistar/sósíalistar vildu frekar eiga sem mest samskipti við einræðis og harðstjórnarríki í ,,austurviðskiptum". Gott ef þeir vildu ekki einna helst ganga í Sovétríkin. Svo beittu þeir þjóðrembingssvipunni miskunarlaust á almúgann þessu viðvíkjandi og sjá má þess stað enn þann dag í dag.
Að öðru leiti, almennt, eru líkindi andstæðinga evrópusambandsins í dag sláandi við ruglið 1961. Og það er hvað? Um 50 ár síðan. 50 ára algjör stöðnun hugarfarslega.
Mikið af því sem haldið er fram í dag er að uppistöðu einhver ofsa ofstækis moðsuða kommúnista á gamla þjóðviljanum! Með ólíkindum.
![]() |
Allir vilja fá að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
,,Verði ísland innlimað í Efnahagsbandalagið, þá geta hinir voldugu auðhringar og hvaða erlendir braskarar sem eru eignast hvaða fyrirtæki, sem þeir vilja, haft sama aðgang að auðlindum íslands sem íslendingar. Með öðrum orðum: þýzkir iðjuhöldar t.d. réðu jafnt atvinnufyrirtækjum á íslandi sem í Holstein eða Suður-iSlesvík. Yfirráð íslendinga yfir eigin efnahagslífi væru þar með úr sögunni. Og það var það, sem við börðumst fyrir að fá í margar erfiðar aldir. En ekki nóg með það. Hið drottnandi auðvald Efnahagsbandalagsins krefst þess að fá að flytja fólkið, sem það ætlar að þvæla út í verksmiðjum sínum, hvaðan að sem það vill. Það heimtar að geta flutt inn, jafnt til íslands sem Vestur-Þýzkalands, ef ísland er innlimað í Efnahagsbandalagið, hundruð þúsunda erlendra verkamanna, ef það álítur sig þurfa þeirra við. Verði Ísland innlimað í Efnahagsbandalag auðhringanna, getur svo farið að það verði ekki íslenzk þjóð, sem byggir þetta land í framtíðinni,heldur verðum við hér minni hluti, sem smásaman missir hér öll yfirráð."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217167&pageId=2792995&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Þessir menn ætluðu að gera Ísland aðila að Sovétríkjunum - rétt eins og sumir andsinnar núna vinna að því að þröngva Ísandi að Rússlandi Pútíns og Kína.
Þetta er náttúrulega bara bilun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2014 | 00:23
1961: Verður sótt um inngöngu í Efnahagsbandalagið?
,,Morgunblaðið flutti í gær þá frétt, að samtök allra meginatvinnuvega íslendinga væru hlynnt því, að við leggðum fljótlega fram inngöngubeiðni í Efnahagsbandalag Evrópu (Sameiginlega markaðinn) Fulltrúi Alþýðusambands íslands lagðist einn gegn því að við sæktum um upptöku. Af þessu er ljóst, að mjög almennur stuðningur er við umsókn okkar meðal þeirra, sem kynnt hafa sér málin og bezt þekkja til þarfa atvinnuveganna.
Ástæðan til þess að kunnáttumenn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn inntökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að framtíðarskipan Efnahagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja nú um inngöngu, geta Islendingar haft áhrif á það, hvernig einstökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inntökubeiðni, erum við frá upphafi einangraðir"
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=111657&pageId=1337493&lang=is&q=%FEess%20a%F0%20telja%20a%F0%20ekki%20megi%20draga%20a%F0%20leggja%20inn%20innt%F6kubei%F0ni%20er%20fyrst%20og%20fremst%20s%FA%20a%F0%20Efnahagsbandalagsins%20er%20n%FA%20%ED%20m%F3tun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2014 | 16:41
Það er bara eitt eðlilegt framhald á ESB málinu. Klára aðildarsamning og kjósa þar um.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2014 | 11:58
Það hefur allt gengið eftir sem eg margvaraði fólk við varðandi Elítustjórn framsjalla.
Allt gengið eftir. Á aðeins nokkrum mánuðum hafa elítudrengirnir flett af sér grímunni og þá blasir við ófögur sjón. Meðreiðarsveinar þeirra eru líka svo ókræsilegir að hörmulegt er á að horfa. Framsjallastjórnin hefur ekki sagt satt orð í marga, marga mánuði. Og efasamt er að framsjalla almennt hafi sagt satt orð í mörg ár. Sí-ljúgandi framsjallar. Nú nú. Það kemur líka uppúr dúrnum að meðferð þessa manna á sameiginlegum fjármunum almennings er allur fyrir aftan elíturassinn og sennilega oftast gagnstætt laga og regluverki. Það passar auðvitað því sjóðstæmingaárátta framsjalla ætti að vera öllum vel þekkt. Þeir framsjallar mega hvergi sjá sjóð - þá eru þeir búnir að seilast í hann og moka undir framsjalla.
Ríkisstjórnin hlýtur að segja af sér bráðlega því trúverðugleiki hennar er enginn. Broslegt var að sjá framsóknarforsætisráðherrann svokallaða þegar hann hljóp í fjölmiðla og fór að tala um skuldarniðurfellingaloforðið stórsvikna. Það á að reyna að fleyta sé tímabundið áfram á því.
Ljóst er að mikil upplausn er innan stjórnarflokkanna og menn þar virðast í miklu pati að reyna að redda sér fyrir horn tímabundið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2014 | 13:41
Ástandið og umræðan í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri er soldið lík og í byrjun 20. aldar.
Í byrjun 20.aldar voru þvílíka deilurnar og hræringarnar í íslenskum stjórnmálum. Uppgangur þjóðrembings var mikill og málflutningur stjórnmálaafla oft algjörlega úr takti við raunveruleikann. Átök urðu oft harkaleg og persónuleg. Menn skiptust í fylkingar varðandi málefni og hvikuðu ekki frá sinni stöðu en þegar næsta mál kom upp þá gátu fylkingarnar alveg breyst og mótherjar urðu samherjar og öfugt.
Strategían var oft að blása mál upp án þess að raunverulegt tilefni væri til deilna og þjóðrembingur var mjög gjarnan notaður sem fóður. Á þessum tíma var Ísland í raun að verða fullvalda sem kallast. Ísland varð í raun fullvalda með Heimastjórninni þó ekki væri búið að festa nákvæmlega stöðu þess og skilgreiningu í samhengi við Danmörku.
Nú nú. Íslendingar ættu að kynna sér sögu landsins uppúr 1900. Sjá hve deilurnar voru óskaplegar og gríðarlega harðar og illvígar - og hve margar deilurnar eða helstu deiluefnin voru merkingarlausar eða merkingalitlar þegar þessi fjarlægð er kominn á atburði og tíminn hefur sjatlað mál.
Mestanpart var deilt um framþróun tímans. Hvort það ætti að seinka eða hefta framþróun tímans. Í rauninni.
Í kjölfarið komu svo stéttaátök á 3. og 4. áratugnum. Síðan seinna stríð með algjörri byltingu lifnaðarhátta.
Það sem er m.a. athyglisvert við tímana uppúr 1900 er að margir voru mjög inná þjóðaratkvæðagreiðslum um málefni. Þetta virðist hafa verið gríðarlegt eldsneyti á deilur allskonar. Pólitískir aðilar lögðu mikið uppúr að þjóðin væri að baki þessu eða hinu málinu eða kröfunni.
Vandamálið við slíkt upplegg kom fljótt í ljós á þeim tíma. Nefnilega að það gat breyst afar snögglega hvar meginþorri kjósenda stóð eða hvaða pólitíkusi fólk kaus að fylgja. Einn daginn veifuðu pólitíkusar þjóðarviljafánanum afar hreiknir - næsta dag var svokallaður þjóðarvilji eða afstaða meginþorra manna farinn allt annað. Þetta leiddi til þess að afar vandasamt reyndist að koma fram einföldum nauðsynjamálum.
þ.e.a.s. að þjóðatkvæðagreiðslur og það að pólitíkusar flaggi þjóðarvilja eða að meirihluti kjósenda sé að baki þeim o.s.frv. - það getur verið alveg rosalega tvíeggjað vopn. Alveg hrikalega tvíeggjað.
Þessvegna er eiginlega nauðsynlegt ef íslendingar vilja gera þjóðaratkvæðagreiðslur hluta af stjórnkerfinu, að settar séu sem fyrst reglur og rammi um slíkt fyrirkomulag. Að þjóðin og pólitísk öfl komi sér saman um hvernig fyrirkomulagið á að vera. Td. í fyrsta lagi hvort fólk vill að þjóðaratkvæðagreiðslur séu mögulegar og þá kerfi álíka og í Sviss eða Kaliforníu.
Eins og þetta er núna, er mikið svipmót og af ruglinu uppúr 1900. Menn veifa bara þjóaratkvæðagreiðslum eftir því hvernig pólitískir lýðskrumsvindar blása í það og það skiptið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)