Framsóknarmenn öflugir við að efna kosningaloforð sín. Feitu tjékkarnir á kostnað almennings koma - ekki lengur með pósti - nei með SMS!

,,Sigmundur veitti fimm milljóna styrk með SMS.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, veitti Fljótsdalshéraði fimm milljóna króna styrk úr ríkiskassanum með SMS-skilaboðum til forseta bæjarstjórnarinnar, Stefáns Boga Sveinssonar. Í samtali við DV segir Stefán Bogi, sem er oddviti Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu, að engin formleg umsókn hafi verið lögð fram um styrkinn og að samskipti hans og Sigmundar Davíðs hafi farið fram með SMS-skilaboðum. Um var að ræða styrk vegna veghleðsna."

... 

http://www.dv.is/frettir/2014/3/4/sigmundur-veitti-fimm-milljona-styrk-med-sms/


Framsóknarflokkurinn efnir kosningaloforð. Sendir feita tjékka í pósti.

 

styrkur-540x528

http://www.akv.is/akvbl/frettir/2014/03/04/tvaer-milljonir-i-othekkt-ahugamannafela/

Framleiðsla matvæla á Íslandi í molum. Lítið sem ekkert eftirlit og húsbúnaður ófullnægjandi. Örverur í matvælum hugsanlega til staðar.

,,Annmarkar eru á opinberu eftirliti með framleiðslu alifuglakjöts hér á landi, samkvæmt nýrri skýrslu sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA birtir í dag. Stjórnvöld þurfa að bæta eftirlitið til að tryggja að það samræmist EES reglum um matvælaöryggi.

ESA gerði úttekt á þessum málum hér á landi í nóvember. Opinbert eftirlit með framleiðslu alifuglakjöts er sagt í samræmi við EES-löggjöfina. Starfsfólki hefur verið veitt ahliða þjálfun og gæðastjórnunarkefi sett upp.

Úttekt ESA leiddi engu að síður í ljós ákveðna annmarka á þessu eftirliti.Samkvæmt skýrslunni er eftirlit í sláturhúsum, fyrir og eftir slátrun, á hendi starfsfólks sláturhúsanna sem hefur ekki fullnægjandi þjálfun til verksins og án þess að opinberir dýralæknar séu viðstaddir og sinni eftirliti. Að auki höfðu starfsleyfi verið veitt án þess að skilyrði EES-löggjafar væru að fullu uppfyllt.

Þá bendir ESA á að hönnun og viðhaldi bygginga og búnaðar sé ábótavant, sem og verkferlum við þrif. Eftirlit með örverum í alifuglakjöti og öðrum afurðum sé ófullnægjandi. Þá sé innra eftirlit matvælaframleiðenda með eigin framleiðslu einnig ófullnægjandi. Sumir af þeim annmörkum sem ESA tilgreindi höfðu ekki uppgötvast við opinbert eftirlit Matvælastofnunnar. Stofnunin hefur hins vegar brugðist við athugasemdum ESA og sett fram tímasetta aðgerðaáætlun til að bregðast við tilmælunum."

http://www.ruv.is/frett/eftirlit-med-alifuglaraekt-ofullnaegjandi


Enn einn framsóknarráðherrann gerir sig að athlægi og stórkostulegu fífli.

Framkoma utanríkisráherra gagnvart þjóð sinn er svo yfirgengileg og gerræðisleg að orð fá tæplega lýst því.  Hann vill fá að ritskoða fréttir.  Þetta er bara eins og pútín-rússlandi sem virðist orðið fyrirmynd framsjallastjórnarinnar ásamt Kína.  En rússlandi hefur verið lýst sem ,,mafíu-ríki".  Að sjá svo stuðningsmenn þeirra framsjalla vera pungsveitta að verja einræðistilburðaframferði svokallaðs utanríkisráðherra - er svo dapurlegra en nokkur orð fá lýst.   Ljóst er að hluti þessar þjóðar er þannig innstilltur - að stóralvarlegt er uppá framtíð Íslands.  Stóralvarlegt og viðvörunarbjöllur hringja.

Broslegir andstæðingar Evrópusambandsins.

Það verður að segjast alveg eins og er, að andstæðingar Evrópusambandsins hafa spilað rassinn rækilega úr buxunum undanfarana daga og vikur.  Þeir hafa opinberað ofstæki sitt svo gríðarlega að öllu hugsandi fólki má vera ljóst að þessum mönnum er tæplega röklega eða staðreyndarlega sjálfrátt.  Andstaðan við ESB hjá þeim er bara einhver svona trú sem þeir tóku í gamla daga og rök og gögn skipta þá engu máli.  Ekki nokkru.  Á milli þess sem þeir hamra á einhverri margafsannaðri vitleysu, þá taka þeir dýfu útum allt net í kjánalegum dramaköstum og algjöru málefnaleysi.

Kallagreyin. 


Enn stritast fjölmiðlar við að þegja yfir merkum ummælum varaformanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB.

Björg Thorarensen upplýsti að að hennar mati fengi Ísland hugsanlega stöðu eða skilgreiningu álíka og ,,Ystu svæði" (Outermost Regions) í aðildarsamningi og við aðild landsins að ESB.  Fjölmiðlar hafa tíundað nánast allt annað er varformaðurinn mælti í þættinum vikulokin á rás 1.  En einhverra hluta vegna kjósa þeir að þegja yfir þessu.  Varaformaðurinn sagði jafnframt að þetta hefði þegar verið rætt eða sett fram af hálfu Íslands í samningunum - og hefði ekki verið hafnað af ESB!   Stórmerk tíðindi. Stórmerk.

Björg Thorarensen sagði í Vikulokunum á rás1 að hugsanlegt væri að Ísland yrði skilgreint líkt og ,,ystu svæði" við aðild að ESB.

Ljóst er að þessi hennar ummæli eru þvert á gaspur andsinna og sjálfskipaðra ,,sérfræðinga" framsjalla sem bulla og bulla um ESB án nokkurar þekkingar eða vitglóru.  Enda kunna þeir ekkert í landafræði.  Hvað þá að þeir kunni önnur skil á ESB.  Ljóst er að ef Ísland gæti fengið skilgreiningu sem ,,Ystu svæði"  (Outermost Regions) að það eitt og sér galopnar alla stöðu og samninga.  

Eg segi fyrir minn hatt, að eg er orðin umtalsvet leiður á lygum andsinna.  Þeir ljúga bara og ljúga.  Eigi þarf að minnast á sannleikslevel framsjalla.  Þar innanbúðar er framsjallalegur siður að ljúga og svíkja sig til valda.  Önnur þeirra ummæli eru svo eftir því náttúrulega. 


Deilan um lögmæti verðtryggðra lánasamninga snýst um túlkun á tveimur orðum.

Nefnilega ,,óbreytt verðlag".   Sumir telja að skilja eigi orðin sem að miða eigi við að vísitalan verði á sama leveli út lánstímann og þegar lánið var veitt.  En Íslandsbanki vill meina að orðin þýði í raun að gengisvísitalan breytist ekkert eða verði í raun núll.

Þetta er merkileg deila.

Sumir segja að aðrir bankar hafi haft svipað fyrirkomulag og Íslandsbanki.  

Það sem er samt ljóst, að rétt eins og í gengistryggingar hringavitleysunni, þá er verið að tala um tæknilega útfærslu á pappírnum. 

Nú er sjálfsagt misjafnt hvernig lánasamningar líta út í öðrum atriðum - en það er alveg rosalega langsótt að halda því fram að fólk sem tók slík lán hafi ekki vitað að verðtrygging reiknaðist inní dæmið. Alveg rosalega langsótt.  

En jú jú, þetta snýst um ákveðið smáatriði og reynt er að fella allt dæmið á nefndu smáatriði.

Ljóst er að ef td. dómsstólar fallast á að um ,,ólöglegheit" er að ræða - þá verður nú svokölluð ,,skuldaniðurfelling framsóknarflokksinns" heldur hjáróma. 


mbl.is Segist engin lög hafa brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin - er búin að vera.

Það er búið.  Botninn er suður í Brussel.  Svo ekki er kyn að keraldið leki.  Allur meginþorri fólks er á harðahlaupum undan stjórn elítunnar til Brussel.  Það er bara þannig.   Núna er ekki um neitt annað að ræða fyrir ríkisstjórnina en labba sér útá nes og láta garminn fá afsagnarbréfið.  Jú jú, þetta er ósköp leiðinlegt að horfa uppá hvernig ríkisstjórnarflokkarnir hafa gjörsamlega klúðrað öllum sköpuðum hlutum á aðeins nokkrum mánuðum - en sumir vöruðu fólk við þessu.  Sögðu við fólkið:  þessir menn eru óvitar og gætu rústalagt land og lýð.  Nú nú, það gengur og eftir fullkomlega.  Það er algjört einsdæmi að ríkisstjórn á Íslandi eftir Heimastjórn hafi verið skipuð svo lítt hæfum aðilum og hreinlega pólitískum óvitum.  Svona er þetta nú bara.  Afsögn eftir helgi.

 

 


Samtök norskra útvegsmanna vilja bætur frá Íslandi vegna lítils loðnuafla.

Þeir vilja meina að athafnir stjórnvalda hafi hindrað þá í loðnuveiðum og benda m.a. á að íslensk skip fái áfram að veiða loðnu en nojarar ekki.  Og í framhaldi að Ísland standi í raun ekki við fiskisamninga milli landanna.  Þeir hafa skrifað bréf til norskra yfirvalda og vilja fá málið tekið upp:

,,Vil ha loddekompensasjon.

Fiskebåt mener at Island har en stor del av ansvaret for at norske fartøyer ikke har kunnet fiske den tildelte loddekvoten i Islands økonomiske sone. Norske myndigheter bør kreve kompensasjon fra Island, mener Fiskebåt. I et brev til Nærings-og fiskeridepartementet viser Fiskebåt til at det norske loddefisket ved Island er slutt for denne sesongen. Totalt har norske fartøyer fisket 6.031 tonn lodde av den norske kvoten på 40.869 tonn i islandsk sone. Av den norske kvoten er 34.921 tonn relatert til Smutthullavtalen. Fiskebåt konstaterer at dette innebærer at nesten hele smutthullkomponenten av lodde står ufisket.

Norge legge til rette-Island lager hindringer.

Fiskebåt mener at Island har en stor del av ansvaret for at norske fartøyer ikke har kunnet fiske den tildelte loddekvoten. Dette skyldes både begrensninger i området det er anledning for norske fartøyer å fiske i, og når det er tillatt å fiske lodde for norske fartøyer. Det er et stort paradoks at islandske fartøyer fortsetter loddefisket ved Island i år, mens norske fiskere er utestengt. Dette står i skarp kontrast til hvordan Norge legger til rette for at Island kan fiske torskekvoten de er tildelt i NØS gjennom Smutthullavtalen.

... 

http://www.fiskebat.no/Default.asp?page=9242&item=58164,1&lang=1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband