Þetta er náttúrulega ekki nákvæm frásögn hjá Fred.

Staðreyndin í málinu er sú, að það sem Fred framherji þeirra brasilíumanna gerir, er einfaldlega það sem síalgengara er að sjá sóknarmenn í fremstu röð gera.  þ.e. að ef möguleiki er á vítaspyrnu - þá láta menn sig einfaldlega falla í teignum.

Í þessu tilfelli var sá möguleiki vel fyrir hendi.  Fred veit vel af varnarmanninnum að baki sér og um um leið og hann finnur snertingu þá lætur hann sig falla með tilþrifum og þannig að það líti út sem kippt sé talsvert harkalega í eða hann rifinn niður.

Hitt er svo önnur umræða, að sá króatíski býður Fred alveg inná gafl með þetta.  Hann segir barasta:  Láttu þig falla Fred og nældu í vítaspyrnu, ég skal klappa þér aðeins.  Og Fred tók boðinu og framkvæmdi hið góða boð ágætlega.

 


mbl.is Fred kemur sjálfum sér til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit ESB á svokölluðu verðtryggingarmáli fyrir EFTA Dómsstól.

Að í raun snýst þessi fyrirspurn til EFTA að visu aðeins að hluta til um verðtryggingu per se.  Mikilvægara, að mínu mati, er fyrirspurnin um útreikning heildarkostnaðar, en samkvæmt því máli er um ræðir var reiknað með 0% verðbólgu.  Hvort allir verðtryggðir  lánasamningar hafi það form skal eg eigi fullyrða um.  

Í stuttu máli, þá gerir  ESB athugasemd við að miðað skuli vera við 0% verðbólgu í útreikningum.

ESB telur að verðtrygging út af fyrir sig sé ekki bönnuð í lánasamningum.  Það kemur skýrt fram. 

Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð.  Því þá kemur til álita hvort umrætt fyrirkomulag varðandi heildarkostnað  metist sem ósanngjarnir skilmálar í samningum samkvæmt þar til gerðu dírektífi.

Þar er að mínu mati mikið vafamál.   Og spurning hvort  ESB sé ekki að segja, að ef tekið er fram í lánasamningi að upphæð geti breyst í takt við þar til gert viðmið eða vísitölu, að hvort það dugi ekki þá - og þó.  Er dáldið erfitt að sjá það nákvæmlega út, við fyrstu sýn.

En það vekur athygli, að það er einmitt tekið fram í samningnum, vel að mínu mati, að lánið sé tengt við index eða vísitöluviðmið og breytist samkvæmt því.

 

http://www.visir.is/assets/pdf/XZ1547612.PDF

Súrnun sjávar ógnun við fiskstofna.

,,A WARNING has been issued about the growth of acid deposits in the North Atlantic - and the impact it could have on fish stocks.

It has come from Hrönn Egilsdóttir, a doctoral student in geology at the University of Iceland, who has said the problem is likely to have negative consequences for the ocean eco-system if it was not dealt with quickly. She added that the seas around her own country were also at risk.

Her warning comes soon after the president of Iceland, Mr Olafur Grimsson, said the aggressive melting of the sea ice was creating a new ocean and affecting fish stocks."

... 

http://fishupdate.com/news/fullstory.php/aid/21226/Warning_of_acid_threat_to_fish_stocks.html


Forsetagarmurinn forðar sér.

Það er skiljanlegt.  Þjóðfélagið er allt meira og minna úr lagi gengið eftir hann og hans aftaníossa og spunamenn.  Ofsa- og öfgamenn vaða uppi og elítan er með heljartök á alþýðu manna hvarvetna.  Svokallaður forseti sumra íslendinga á ekki síst þátt í því óeðlilega fyrirkomulagi sem samfélagið er nú í, sjálfur guðfaðir framsjallaelítunnar,  sem lúskrar á amenningi með þjóðrembingssvipunni.  Stórlegur fjármunir færðir til hinna betur stæðu en skuldaklafi á herðar alþýðu, bænda, sjómanna OG hjúkrunarkvenna.  Það er hálf skerí þjóðfélag sem svokallaður forseti sumra skilur eftir sig og eðlilegt að hann forði sé með skottið á milli pútínslappanna.

Árásaraðilarnir í LV voru sennilega rasistar.

Það eru nokkrar árásir tengdar slíkum hópum í LV að undanförnu,  þ.e. neo-nazi og álíka haturs-hópum.

,,A man and a woman who shot two police officers and then a civilian in Las Vegas on Sunday may have been white supremacists, according to Las Vegas newspapers.

The Las Vegas Sun quoted neighbors at the couple’s apartment complex saying that the two “had a reputation for spouting racist, anti-government views, bragging about their gun collection and boasting that they’d spent time at Cliven Bundy’s ranch during a recent standoff there between armed militia members and federal government agents.”

The Las Vegas Review-Journal reported that police found Swastika symbols in the apartment. If the two are involved with neo-Nazi or white supremacists groups, the Vegas slayings would be one of several linked to hate movements."

http://www.washingtonpost.com/news/morning-mix/wp/2014/06/09/report-swastikas-found-in-apartment-of-las-vegas-cop-killers/?hpid=z1


mbl.is Árásarfólkið öfgafullt gegn yfirvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram með fordómaumræðuna og sennilega nota hana fyrir næstu Alþingiskosningar.

Það kom fram í kostulegu viðtali við framsóknarframboðið í dag.  Nú ætla framsóknarmenn að fara að setja dagskrá fyrir aðra flokka.  Nú eiga allir flokkar að fara taka upp fordómaumræðu samkvæmt þeim framsóknarmönnum.

Eigi eru þeir framsóknarmenn menn til að horfast í augu við gjörðir sínar heldur halda þeir áfram spunaþvælu og samhengislausum ruglanda á milli forkastanlegs málflutnings.

Það segir nú alla söguna, að fyrst eftir að framsóknarframboðið setti út fordómaspilið og þá komu viðbrögð sem vonlegt var - þá herti framsóknarframboðið á málflutningnum!  Fyrsti maður setti á facebooksíðu sína eftirfarandi:

,,Ég tel eðlilegt að borgarbúar fái að greiða atkvæði um svo umdeilt mál, en Samfylkingin taldi málið hins vegar of viðkvæmt. Pólitískur rétttrúnaður varð þess valdandi að Samfylkingin gat keyrt málið í gegn." (facebooksíða framsóknarfyrstamanns sem nú er horfin eða læst)

Eða skrifaði fyrsti maður framsóknar þetta kannski ekki?

Ef fyrsti maður framsóknar skrifaði þetta ekki - hver skrifaði það þá?


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsjallaelítan sér um sína.

,,... Vert sé að gefa því gaum að meðdómandi í málinu er bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Ólafur er meðal annars ákærður fyrir meint umboðssvik í Al Thani-málinu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir líklegt að Aurum málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Dómur féll í málinu 5. júní síðastliðinn í héraðsdómi og voru fjórir sakborningar sýknaðir. Ólafur segir vert að gefa því sérstakan gaum að sérfróður meðdómandi í málinu er bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Ólafur er meðal annars ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum í Al Thani málinu sem nú er til meðferðar fyrir Hæstarétti."

http://www.ruv.is/frett/domari-brodir-sakbornings-i-al-thani-mali

Eigi heyrist mikið í framsóknarmönnum þessu viðvíkjandi né própagandaörmum þeirra ss. HH.


Múslimaandúð nútímans vs gyðingaandúð fyrri tíma.

,,Á fyrri hluta 19. aldar var gyðingaandúð í Evrópu að mestu réttlætt á grundvelli hugmynda um að trúarbrögð og menning gyðinga væri ósamræmanleg vestrænum gildum. Gyðingar kynnu ekki að aðlagast og með fjölgun þeirra myndi óhjákvæmilega verða til „ríki í ríkinu“.

Þessi hugsunarháttur birtist til dæmis í skrifum heimspekingsins Bruno Bauer sem lagðist gegn því að gyðingar fengju að njóta mannréttinda til jafns við aðra nema þeir snéru baki við trúarbrögðum sínum, enda samræmdust þau ekki hinni veraldlegu samfélagsskipan.

Það var ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar sem gyðingahatur var réttlætt á vettvangi stjórnmálanna með vísan til félagslegs darwinisma og rasisma. Fyrst þá voru hugmyndir um erfðafræðilega galla gyðinga teknar alvarlega og líffræðimýtur um æðri og óæðri kynþætti náðu verulegri útbreiðslu."

http://www.dv.is/frettir/2014/6/7/muslimaottinn-minnir-fyrsta-stigs-gydingahatur-i-evropu/


Enn tekur Madelein McCann málið óvænta stefnu.

Nú gerist það að breska lögreglan er farin að leita á opnum svæðum nálægt sumarhúsastaðnum.  Portúgalska lögreglan er í samstarfi við þá bresku.  Í upphafi átti að rannsaka jarðveg í nokkra daga en nú hefur komið beiðni frá lögreglunni um að framlengja fram í næstu viku.

Nefnt mál hefur í öll þessi ár frá hvarfinu verið til umfjöllunnar á spjallborðum og til eru forum þar sem ótrúlega miklum upplýsingum hefur verið safnað saman og kemur upp umræða af og til.

Sumir fjölmiðlar vilja meina að fundist hafi fatnaður og verið sé að rannsaka hvort  það tengist hugsanlega hvarfinu.

Öllu þessu er mikið velt fyrir sér á spjallborðum ýmsum.

Nokkrir telja að það sé eftirtektarvert hve megin-fjölmiðlar fjalli almennt lítið um þessa stefnu málsins.

Breska lögreglan hefur haft málið til rannsóknar talsvert lengi og sumir vilja segja að fáir hefðu búist við að rannsókn hennar myndi leiða til slíkrar athugunnar á jarðvegi svo nálægt staðnum er Madeleine hvarf.   Reiknað er að um sé að ræða aðeins fárra mínútna gang frá húsinu.

Lögreglan hefur haldið öllum upplýsingum þétt að sér og svo virðist sem enginn leki komi,  um hvað uppgröfturinn eða jarðvegsrannsóknin  nákvæmlega snýst eða hvaða vísbendingar leiddu til þessa.

Frétt birtist í portúgölsku blaði um að vísbendingar hefðu komið um að hvarfið tengdist hugsanlega 3 portúgölum sem hefðu brotist inn í sumarhúsið og orðið Madeleine að bana.  Þeir voru sagðir viðriðnir eyturlyfjasölu og bætt var við að mögulega væri eyturlyfjahringur með mikil viðskipti á svæðinu.   Þetta vildi breska lögreglan ekki staðfesta.

Sumum finnst þetta einkennileg tenging og jafnvel fjarstæðukennd  og álíta að sé bara skáldskapur portúgalska blaðsins til að setja þrýsting á lögregluna um að gefa einhverjar upplýsingar. 

Allan þennan tíma hefur annað slagið verið uppi orðræða í þá átt að McCann hjónin hljóti að vita meira um málið en látið var uppi og öll sagan geti tæplega hafa verið sögð.

Einhverjir telja að þessi nýja stefna, þ.e. að breska lögreglan telji að mögulegt sé að Madelein hafi kannski verið grafin þarna svo nálægt hótelinu,  hljóti að beina kastljósinu aftur að McCann hjónunum og/eða hópinum sem var með þeim í fríinu. 

 Enn aðrir telja að þetta sé aðeins breska lögreglan að sýna lit, þ.e. að eftir alla rannsóknina verði hún þó að gera eitthvað.  Settir hafa verið miklir peningar í rannsóknina og jarðvegsathuganir núna virðast umfangsmiklar.

 


Skáld yrkir ljóð - framsóknarmenn froðufella af hamslausri bræði.

Það er íslendingum í fersku minni þegar þeir framsóknarmenn trylltust yfir einhverri skopmynd sem gæji útí bæ teiknaði.    Þeir alveg svoleiðis steittu hnefana framan í þjóðina hamslausir af bræði.

Þegar reiði framsóknar er ekki enn runnin vegna skopmyndarinnar þá gerist það að annar gæji útí bæ yrkir ljóð - hvað gerist?  Jú, framsóknarmenn gjörsamlega froðufella!   Gjörsamlega froðufella.

Enginn hefur ennþá fundið út afhverju framsóknarmenn eru svona reiðir því erfitt er að skilja orðin sem þeir frussa útúr sér í bræðisköstum sínum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband