Framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram með fordómaumræðuna og sennilega nota hana fyrir næstu Alþingiskosningar.

Það kom fram í kostulegu viðtali við framsóknarframboðið í dag.  Nú ætla framsóknarmenn að fara að setja dagskrá fyrir aðra flokka.  Nú eiga allir flokkar að fara taka upp fordómaumræðu samkvæmt þeim framsóknarmönnum.

Eigi eru þeir framsóknarmenn menn til að horfast í augu við gjörðir sínar heldur halda þeir áfram spunaþvælu og samhengislausum ruglanda á milli forkastanlegs málflutnings.

Það segir nú alla söguna, að fyrst eftir að framsóknarframboðið setti út fordómaspilið og þá komu viðbrögð sem vonlegt var - þá herti framsóknarframboðið á málflutningnum!  Fyrsti maður setti á facebooksíðu sína eftirfarandi:

,,Ég tel eðlilegt að borgarbúar fái að greiða atkvæði um svo umdeilt mál, en Samfylkingin taldi málið hins vegar of viðkvæmt. Pólitískur rétttrúnaður varð þess valdandi að Samfylkingin gat keyrt málið í gegn." (facebooksíða framsóknarfyrstamanns sem nú er horfin eða læst)

Eða skrifaði fyrsti maður framsóknar þetta kannski ekki?

Ef fyrsti maður framsóknar skrifaði þetta ekki - hver skrifaði það þá?


mbl.is Segir umræðuna viðbjóðslega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Líttu í eign barm og þinna flokkssystkina.     Ekkert er verra en sjálfskipaðir rétttrúnaðarmenn í netheimum sem vilja troða líkt og einræðisherrar fyrri áratuga einhliða áróðri og skoðunum ofan í fólk.   Sjálfskipaðir einstaklingar sem telja sig hafa rétt til þess að ákveða skoðanir fyrir heila þjóð og helst veröldina alla, án þess að hafa svo mikið sem smá brot af efasemdum um eigið ágæti og skoðana sinna.   Ég þekki ekkert stjórnmálaafl á Íslandi smátt sem stórt þar sem einstakir meðlimir, forystumenn eða aðrir, hafa ekki látið út úr sér orð og setningar sem farið hafa fyrir brjóstið á einhverjum og oft mjög mörgum í þjóðfélaginu.   Ef þú veist um einhverja gjörsamlega hvítþvegna af þessu þá væri gaman að fá upplýsingar um slíkt.

Tekið skal fram að ég er ekki flokksbundinn neinum stjórnmálaflokki, þó svo ég hafi tekið þátt í framboði eins stjórnmálaafls sem ekki á fulltrúa á Alþingi við síðustu kosningar.

Jón Óskarsson, 9.6.2014 kl. 04:49

2 identicon

Sæll.

Mikið er hatur þitt á framsókn en mun minna um efnislega umræðu. Ertu kannski ófær um hana?

Helgi (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 05:05

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir með Sveinbjörgu. Umræðurnar voru viðbjóðslegar og eru það reyndar enn hjá sumum. Margir mættu skammast sín, en kunna það væntanlega ekki.

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2014 kl. 07:31

4 identicon

Aer Salmann Tamimi forsvarsmadur muslima og sa sem vill höggva

hendur af thjofum, sa hinn sami Salmann Tamimi sem er thridja nafn a lista Dögunar til nyafstadinna borgarstjornarkosninga i Reykjavik? Thetta samkvaemt kosningavef innanrikisraduneytisins thar sem listi Dögunar er birtur.

S.H. (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 07:43

5 identicon

Já, S.H., þetta eru einn og sami maður. Það er sorgleg staðreynd að lög um hatursorðræðu ná ekki yfir að fara með það sem líta má á sem óbeinar hótanir til fátækra séu menn í framboði sem stjórnmálamenn sem fara með vald yfir lögum. Mönnum sem láta svona út úr sér sem beinist að fátækum og ógæfufólki ætti að meina aðgang að stjórnmálum. Ummælin eru algjörlega sambærileg við að segjast vilja hengja vændiskonur, það er ekkert skárra að ganga um handalaus og reyna að halda uppi fjölskyldu en vera bara dauður, og þjófnað stunda menn oftast ekkert af meiri gleði og fúsum og frjálsum vilja heldur en vændi.

Jón (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 11:25

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg vil biðja framsóknarmenn að hafa hemil á öfgum sínum hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2014 kl. 11:40

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jæja þá er ÓBK farinn að biðja menn að gæta hófs í orðavali.

Það er eins og að stórveldin færu að banna íslendingum að vera með flugelda i fórum sínum á gamlárskvöld.

En auðvita veit ÓBK hvað öfgar í orðavali eru. Þar er hann á heimavelli.

Benedikt V. Warén, 9.6.2014 kl. 11:59

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er að beina tilmælum til ykkar að þið hafið aðeins hemil á ykkur.

Það er orðið þannig að þegar maður sér framsóknrmann, þá er hann alveg hamslaus af bræði, nánast froðufellandi, steitandi hnefann að þjóðinni.

Þið verðið að fara að hugsa ykkar gang. Vilja framsóknarmenn virkilega ganga þennan veg o.s.frv.

Hegðan framsóknar er komin út fyrir allt velsæmi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2014 kl. 12:10

9 identicon

Ómar Bjarki, mesti netsóði landsins farinn að hvetja fólk til að gæta orða sinna?

Frostið í helvíti hlítur að vera við alkul núna, það er allavega líklegra en að Ómar kenni fólki mannasiði á netinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 12:26

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarmenn, rósa sig i öfgunum, so so so, róa, róa.

Eru öfgarnar virkilega komnar á þetta stig hjá flokknum?

Þið eruð bara líkt og viti ykkar fjær.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2014 kl. 12:42

11 identicon

Glerhýsið hans ÓBK hlýtur að vera orðið að dufti einu saman.

Bjarki (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 13:47

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ofsaöfgarnar innan framsóknarflokksinns eru sennilega komnar á mun verra stig en eg ætlaði.

Að öðru, vita framsóknarmenn hver skrifaði eftirfarandi?

,,Ég tel eðlilegt að borgarbúar fái að greiða atkvæði um svo umdeilt mál, en Samfylkingin taldi málið hins vegar of viðkvæmt. Pólitískur rétttrúnaður varð þess valdandi að Samfylkingin gat keyrt málið í gegn." (facebooksíða framsóknarfyrstamanns sem nú er horfin eða læst)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2014 kl. 14:00

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er orðið þannig að þegar maður sér framsóknrmann Ómar Bjarka, þá er hann alveg hamslaus af bræði, nánast froðufellandi, steitandi hnefann að þjóðinni.

- Sko, ég lagaði þetta fyrir þig ! 

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2014 kl. 15:39

14 identicon

Pólitískt séð eru Íslendingar óþroskaðir. Hugsa um flokkinn eins og fótboltalið og haga sér oft eins og hooligans. Þessu veldur eymennska, þröngsýni og almenn fáfræði. Asnaleg þjóðremba er einnig farin að hafa áhrif. "We are different", eins og forseta ræfillinn hrópaði.

Þetta kemur skýrt í ljós í flestum ef ekki öllum ummælum hér fyrir ofan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 17:27

15 Smámynd: Landfari

ÓBK, Þitt einnlegg hér hefur ekkert upplýsingagildi að öðru leitir en því að ljóst er að þú setur alla framsóknarmenn undir einn hatt.

Sama vitleysan að setja alla muslima undir einn hatt.

Spurningamerkið sem fólk setur við þessa moskubyggingu gengur þvert á alla hópa. Þú getur fundið þar fólk í allskonar stjórnmálaflokkum, félögum og með mismunandi trúarskoðanir, meira að segja muslima líka.

Landfari, 10.6.2014 kl. 11:29

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarflokkurinn höfðaði til ákveðins fordómahóps.

Flokksræksnið hefur sennilega metið það svoað þarna væru 3000-4000 atkvæði sem væru heit og með að spila úr umræddu spili - væru þessi atkvæði líkleg til að skila sér meira og minna burtséð frá öllum öðrum málefnum.

Það reyndist rétt mat hjá PR mönnum og spunafirmum framsóknar.

Það sem er eftirtektarvert við framsóknarmenn er þessu viðvíkjandi - að nánast enginn almennur framsóknarmaður mótmælir obermisframferði reykjavíkurframboðsins.

Þvert á móti styðja þeir það! Halló.

Jú jú, það fannst einhver einn framsóknarmaður austur á fljóstdalshéraði sem mótmælti.

Aðrir studdu ákaft eða með þögninni.

Framsóknarflokkurinn hefur breyst í nokkurskonar íslenska útgáfu að Danska Þjóðarflokknum.

Svona er þetta bara og það er ekki mér að kenna þetta óbermisframferði framsóknarmanna.

Eg bendi aðeins á framferðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2014 kl. 12:40

17 Smámynd: Landfari

ÓBK, þessi moska er umdeild, það þarf ekkert annað en kíkja á netmiðlana til að sjá það. Frambjóðandi framsóknar segist vilja endurskoða þessa lóðaúthlutun með tilliti til staðsetnigar og aðrir taka sterkar til orða. Jafnvel svo að jaðri við fordóma. Mestu fordómarnir koma samt frá þeim sem haldnir eru fordómum fyrir umræðunni. Þetta sé bara mál sem ekki meigi ræða.

Þrátt fyrir lélegan málstað að mati gagnrýnenda er hrópað "rasistar rasistar" í staðin fyrir að rökræðuna. Hugtökin rasisti og mannréttindi í meira en örðu hvoru bloggi þó hvorugt þessara hugtaka komi málinu beint við.

Sumir bera kvíðboga fyrir þessari mosku vegna þess að þeir vita ekki hvað fer þar fram. Aðrir kannski af því þeir telja sig vita það. Í stað þess að nota tækifærið þegar málið er komið upp og taka upplýsandi umræðu um málið byggist gagnrýnin öll á upphrópunum og hneykslan yfir að þetta skuli yfirleitt rætt þeir beinlínsi níddir sem það vilja. Þannig er alið á vanþekkingu og ótta sem gæti haft alvarlegri afleiðingar síðar.

Þú segir t.d.: "Framsóknarflokkurinn höfðaði til ákveðins fordómahóps."

Hér fullyrðir þú að allir sem vilja ræða þessa byggingu á þessum stað séu haldnir fordómum. Væntanlega þá gagnvart muslimum og þeir muslimar sem vilja ræða þetta þá haldnir fordómum gagnvart sjálfum sér.

Það hefur komið berlega í ljós í þessari umræðu að þeir fordómafyllstu eru ekki framsóknarmenn heldur þeir sem vilja þagga umræðuna niður og telja sér allt leifilegt í þeim efnum.

Landfari, 11.6.2014 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband