Framsjallar gefa lítið fyrir frábærleika innbyggja við að leysa gjaldeyrishöft með snilldartrikkum.

Hafa núna sett málið í útboð í Englandi. Haha.  Í útboð í Englandi.  Meira djókið þessir elítudrengir.

,,Stjórnvöld ætla að ráða til sín erlenda ráðgjafa sem ráðgert er að hafi beina aðkomu að því að afnema gjaldeyrishöftin. Íslenskir embættismenn hafa rætt við ýmis ráðgjafarfyrirtæki í Lundúnum í gær og í dag.

... 

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa íslenskum stjórnvöldum þegar borist tilboð frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum og ráðgert er að semja um aðkomu þeirra á allra næstu vikum."

  http://www.ruv.is/frett/rada-erlenda-radgjafa-i-afnam-hafta


Og Uganda er að mestu kristið.

,,According to the census of 2002, Christians made up about 84% of Uganda's population. The Roman Catholic Church has the largest number of adherents (41.9%), followed by the Anglican Church of Uganda (35.9%). Evangelical and Pentecostal churches claim the rest of the Christian population. There's a growing number of Presbyterian denominations like the Presbyterian Church in Uganda, the Reformed Presbyterian Church in Uganda and the Evangelical Free Church in Uganda with hundreds of affiliating congregations. The next most reported religion of Uganda is Islam, with Muslims representing 12% of the population"

Að öðru leiti er nú þarna tilefni fyrir þá Sjalla að láta bandaríkjamenn heyra það.


mbl.is Grípur til aðgerða gegn Úgandastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni og Sjallar í hart við þá Bandaríkjamenn.

Formaður þeirra Sjalla hefur nú hótað Bandaríkjamönnum boykotti.  Deilan er til komin vegna einhverra tveggja Sjalla sem vilja endilega drepa hvali og þá afþvíbara.  Drepa munum vér hvali vissulega, segja þeir Sjallar og bæta við nánast að  Bandaríkjamenn geti bara fokkað sér.   

Hvað sem um þessa milliríkjadeilu Sjalla og Bandaríkjamanna má segja - þá er efasamt að vit fylgi ákafa hjá þeim Sjöllum.  Efasamt. 

Skaðsamt mun þetta verða fyrir landið og lýðinn.  

Dýrir verða þeir Framsjallar er upp verður staðið. 


mbl.is Bjarni gagnrýnir bandarísk yfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg spilamennska Kamerún á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Margir urðu undrandi við áhorf á leik Kamerún og Króatíu á HM í Brazil.  Kamerún er að sumu leiti með  léttleikandi lið sem er flinkt með boltann o.s.frv. og þessvegna var jafnvel búist við hinum ágætasta leik.

Annað kom á daginn.

Þeir kamerúnar virtust algerlega úr öllum takti í sinni spilamennsku.  Það komu að vísu kaflar í blábyrjun sem lofuðu sæmilegu uppá framhaldið - enn upp úr því urðu uppákomur sem voru úr öllum takti við tilefnið.

Fór að bera á pirringi sem erfitt var að sjá ástæðu fyrir.  Stundum var þetta ekki síður pirringur innan liðs en út í andstæðingana.    Svo leit út sem einhver handalögmál ættu sér stað milli liðsfélaganna Assou-Ekotto og Benjamin Moukandjo  hjá Kamerún.

Það gerist síðan þarna um miðbik hálfleiks að Króatía fær innkast - að þá kemur einn kamerúngæjinn að innkastsmanninum og bókstaflega ýtir við honum í innkastinu.  Ekki tók maður eftir að dæmt væri neitt á þetta.  Kannski verið gert eftir á.  Afar sjaldgæft að sjá svona hvað þá á HM.

Maður fór að hugsa við þetta atvik:  Eigi lofar þetta góðu og kann eitthvað fleira að fylgja.

Það gekk og eftir.  Rétt fyrir hálfleik nær Króatía boltanum og geysist fram.  Alex Song sýnir þá af sér furðulega framkomu og dúndrar með olnboganum í bak króatans Mandzukic.

Song er frægur og reyndur kappi og atvinnumaður til lengri tíma.

 


mbl.is Stórsigur Króata sendi Kamerún heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddviti framsóknarmannaflokks í borginni biðst nánast afsökunnar á að hafa laðað til sín fordómaatkvæði. Segist jafnframt vera óábyrgur stjórnmálamaður.

Þetta er allt í áttina hjá framsóknarmönnum - en þarf þó meira til.  Þarf meira til.    

,,Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi."

...

http://www.ruv.is/frett/andstaedingar-muslima-vedjudu-a-rangan-hest


Sérkennilegt skuldamál Argentínu og langdregið.

Á rætur til amk. um 2000 þegar landið fór í greiðslufall.  Síðan var samið um endurskipulag skulda og tóku um 90% þátt.  Aðrir hafa verið nefndir holdout-sjóðir og sagt er að þeir vilji fá borgað að fullu en það er þó eitthvað óljóst og stundum er sagt að hold-out sjóðirnir hafi talið endurskipulagninguna einhliða og í raun enga samninga.

Talað hefur verið um að þetta kunni að hafa áhrif á önnur dæmi víða í heiminum og þá til framtíðar.   

Dómstólar í BNA hafa neitað því að þetta sé fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál eða þegar önnur lönd endurskipuleggja skuldir eða endursemja um skilmála o.s.frv. Vegna þess, að mér skilst, að í viðkomandi lánasamningum er um óvanalegar klausur að ræða þar sem skýrt er kveðið á um og undirstrikað á allan hátt, að endurskipulag annara skulda eða greiðslufall oþh. geti ekki haft nokkur áhrif á viðkomandi skuldabréf eða lán. Þetta segja þeir vera fyrirkomulag eða klausur sem ákaflega sjaldgæfar eru nú orðið og aðeins lítið prósent af bréfum í BNA hafi slíkt.

Þetta sé því skýrt afmarkað og þröngt mál. 


mbl.is Lækkar lánshæfismat Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein hjákátleg uppákoma svokallaðra stjórnvalda hérna, framsjallaelítunnar.

,,Ríkisstjórn Íslands firrir sig ábyrgð á málatilbúnaði fyrir EFTA-dómstólnum
Upplýsingafulltrúi segir íslensk stjórnvöld vera aðila máls en ekki ríkisstjórnina"

http://www.dv.is/frettir/2014/6/17/rikid-en-ekki-rikisstjornin-LKDN30/

Haha. Það er hægt að segja um Ójafnaðarstjórnina, að hún minnir soldið á samstarf þeirra Otkells og Skammkells í Njálu.

Skammkatli var m.a. svo lýst: ,,Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn."


Bravissimó, bravissimó!

Gríðarleg ánægja er með það framtak borgarinnar að setja framsóknarmaddömuna í skammarkrókin - þar sem hún heima.   Þar mun hún húka næstu 4 ár við mikinn grát og gnístran tanna fordómaliðsins og innhringjenda á ÚS.   

Nú verða framsóknarmenn að taka afleiðingum gjörða sinna.  Gjörsamlega með allt á hælunum eftir sína ógeðfelldu verknaði og sitt lágkúrulega háttalag.

Næsta skref verður að sparka í afturendann á framsóknarmannaflokki í Landsstjórninni svo hann þeytist þaðan bara eitthvað út í buskann og hverfi.

Að öðru leiti er bara gaman að því hve framsóknarmenn eru gjörsamlega froðufellandi af reiði gagnvart þjóðinni.  

Ef þeir eru ekki steytandi hnefa að þjóðinni eins og hálfvitar vegna skopmynda og ljóða - nú, þá eru þeir hamslausir af bræði vegna þess að enginn vill starfa með þessu ófagnaðarliði sem framsóknarmenn kallast.

Ennfremur er athygisvert hve ýmsir ónefndir afleiðuarmar framsóknarflokks verða gjörsamlega tjúllaðir. 


mbl.is Gagnrýnir útilokun Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njáls saga - kvikmyndabrot.

Eg man nú eitthvað lítið eftir þessari mynd sem var gerð rétt eftir 2000, að eg tel.  En burtséð frá því, þá er furðulegt að íslendingar hafi ekki gert margar myndir uppúr Njálssögu.  Væri allavega ekki verra en sumar þessar steypumyndir sem hafa verið gerðar síðustu ár eða áratugi.

 Miðað við hve erfitt er að færa Njáls sögu yfir í mynd, þá er að mínu mati stutta myndin sem sjá má á eftirfarandi link allt í lagi þannig séð.  Eða barasta með ágætum.   Það er margt alveg þokkalega vel gert.  Sérstaklega vel gert hvernig landslagið er notað í bakgrunni.  Margir leikarana framkvæma eða túlka hlutverk sitt líka sannfærandi, að mínu mati.  Eða alveg nógu sannfærandi.

 Eitt af því merkilega við Njálu er hve hún hefur margar hliðar og hve margar litlar sögur eru inní heildarverkinu.

Í raun minnir Njála á útskurð.  Sem var reyndar mjög í tísku er bókin var skrifuð.  Er soldið eins og flottur útskurður þar sem mörg smáatriði fléttast inní stærra verk.

T.a.m. er kaflinn eða þáttur þeirra Otkells og Skammkells í Njálu alveg kostulegur.  Og Hallkell bróðir Otkells.  Alveg karakterar sér á parti.  Þeim hlutverkum er skilað mjög vel þarna.

Gunnari og Hallgerði eru gerð ágæt skil.   

Að öðru leiti er kannski athygisvert hve myndin gerir söguna sannfærandi.  Búningarnir skipta líka máli og eru sennilega dáldið útpældir.   Maður fer að hugsa:  Jaá. bíddu við - þetta hefði alveg getað verið nokkurn vegin svona og Njáls saga er etv. að mestu leiti sönn o.s.frv. 

Að öðru leiti virkar þetta sem  íslendingar með stuðningi erlendra aðila hefðu getað gert miklu lengri mynd þarna um 2000 um Njálu.  En reyndar veit eg ekki hvort svo var gert eður ei.  Kom mér á óvart að rekast á þetta brot á youtube. 

 

 

 


Eiga framsóknarmenn og þjóðrembingar að fokka sér?

Fátt hefur verið meira til umræðu í þjóðfélaginu undanfarnar vikur en ógeðfelld framkoma framsóknarmannaflokksinns sem virðist hafa stigið skrefið til fulls sem hard core lýðskrumsflokkur í anda Danska þjóðarflokksinns og fleiri slíkra.

Í framhaldi hefur verið rætt um það manna á millum hve málflutningur stuðningsmanna lýðskrums og lýðæsinga hefur verið frámunalega vitlaus og til tals hefur komið hvort þjóðrembingar og fordómasinnar séu hreinlega áunnir vitleysingar.

Til að vinna bragarbót á ofanlýstri hvimleiðu er alveg spurning hvort  áðurnefndir aðilar eigi ekki bara að fokka sér.

Það er vel líklegt að mikil betrumbót yrði á ef nefndir aðilar barasta fokkuðu sér.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband