Óútskýrt hljóð heyrðist í Klaksvík, Leirvík, Götu og víðar í Færeyjum í gærkvöldi.

Talað er um að það líktist hljóði frá flugvél sem flýgur mjög lágt eða frá hraðskreiðum báti.   Vandamálið er að ekki var skráð nein flugvél á þessum tíma yfir Færeyjum og íslenskir flugstjórnendur vissu heldur ekki um neitt flug.  Þetta þykir hið undarlegasta og nokkrir í kommentakerfi Portal.fo tala um HARP eða UFO.

,,Enn eitt ókent ljóð: Fólk standa spyrjandi Hvat var tað, sum larmaði so illa yvir Klaksvík í gjárkvøldið? Og yvir Húsum. Og Leirvík. Og Gøtu Og Eiði. Hendan spurning hava nógv fólk sett sær, síðan tey um 11-tíðina í gjárkvøldið hoyrdu eitt ljóð, sum millum annað kundi tulkast sum eitt flogar. Ella sum ein skjóttgangandi bátur, sum larmaði illa. Svein Rógva Nielsen Ljósstein var ein teirra, sum eitt sindur fyri midnátt í gjárkvøldið hoyrdi okkurt, sum sambært honum heilt vist var eitt flogfar. Tað skrivaði hann á Facebook nakrar fáar minuttir áðrenn midnátt.

...

Onnur hava eisini hoyrt óljóðið, og tað sum er løgið er, at fólk í so nógvum ymiskum bygdum hava hoyrt óljóðið samstundis. Tí er talan um eitt lágt flúgvandi flogfar yvir Klaksvík, hví hava tey so eisini hoyrt tað í Gøtu? Og á Eiði? Ber tað í heila tikið til?

Á flogvøllinum standa tey líka spyrjandi sum tey m.a. gera í Klaksvík. Tá flogvøllurin í Vágum er opin skal tornið hava at vita um øll flogfør, sum flúgva yvir Føroyum, annars eru tað íslendsku flúgvimyndugleikarnir, sum hava eftirlit við flogførum yvir Føroyum. Og hvørki í Vágum ella í Keflavík hava tey skrásett nakað lágt flúgvandi flogfar yvir Føroyum í gjár. Tað sigur Kári Mikkelsen, sum starvast í torninum hjá AFIS-tænastuni. - Vit hava tosað við íslendsku myndugleikarnar um tað, og tey hava einki skrásett av nøkrum. Og tí kunnu vit als ikki hjálpa við upplýsingum, sigur Kári Mikkelsen.

...

http://aktuelt.fo/grein/enn_eitt_okent_ljd_flk_standa_spyrjandi


Var þetta eitt megin upplegg háttvirts þingmanns fyrir kosningarnar 2013?

Mig minnir að meginupplegg hans hafi verið að senda kjósendum sínum feitan tjékka.  Mig minnir það endilega.   Framsóknarmannaflokkurinn er siðrof íslensks þjóðfélags.    Varðandi ,,bótasvik" þá er mesta hættan þar, samkv. tilvitaðri skýrslu í frétt, að fólk skrái sig sem einstæða þó þeir séu það ekki endilega í raun og veru eða skrái ekki breitingar strax á högum sínum o.þ.h.  Það verður kostulegt að fylgjast með þeim framsóknarmönnum liggja á gluggum hjá fólki næstu ár.  Þeir vilja afnema allt íþyngjandi eftirlit af auðmönnum og kostunaraðilum sínum og senda allt liðið í að liggja á gluggum hjá heimilum í landinu hérna.  Það er bara orðið dagaspursmál hvernær þessu flokksræksni verður fleygt frá kjötkötlunum.  

 


mbl.is „Veldur óþolandi siðrofi í þjóðfélaginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar skýringar finnast á því afhverju færeyski togarinn Gullberg sökk í sumar.

Talið er hugsanlegt að aldrei finnist neinar skýringar á því.

Skipstjórinn og maskínumaðurinn hafa gefið skýrslu og eru sammála um að ekki hafi gefist tími til eins né neins nema að forða sér frá borði.  Eftir að leki kom að skipinu sökk það á innan við klukkutíma.

Vélamaðurinn hafði verið á venjulegu eftirlitstékki í vélarúminu og varð einskis óvenjulegs var.  Stuttu seinna heyrðist í viðvörunnarbjöllum.   Hann fór strax í vélarrúmið og sá þá að kominn var mikill leki og mat það svo að um 25 tonn af sjó hefðu verið komin inní skipið á örfáum mínútum.   Vélamaður kallar á skipherrann og hann ákveður að allir eigi að fara frá borði strax og hafði samband við nálæg skip sem komu til aðstoðar og ekki gerðist þörf á að sjósetja björgunarbáta Gullbergs.

http://kvf.fo/Archive_Articles/2013/09/17/helst-ongantid-greitt-hvi-gullberg-sakk

myndin-4914_r_600_0


Frosti ,,málefnalegi" og feiti tjékkinn.

,,Hafi menn þegar fengið leiðréttingu þá eiga þeir ekki að fá hana aftur, þetta er mín afstaða" sagði Frosti."

http://visir.is/fyrri-leidrettingar-dragast-fra-leidrettingum-lana/article/2013130919221

Hahahaha. Frosti fyrir kosningar: ,,Feiti tjékkinn kemur strax"

Þvílíkar andskotas hálfvitar sem kusu þetta hyski til einvalda. Svo eru menn hissa á að elítan tæmi hér alla sjóði og rústi landi og lýð reglulega. Eigi er eg hissa.


mbl.is Ræða um bætt samskipti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telegraph+EU = Rugl.

Maður hélt að það þyrfti tæplega að segja neinum að það er eðlisfræðileg staðreynd og alþekkt að ef Telegraph tjáir sig um EU þá er útkoman rugl.   Maður hélt að allir vissu þetta.  En nei!  Ekki LÍÚ Moggi og íslenskir andstæðingar Evrópusamvinnu.  Þeir vita það eigi.

Á þetta stökkva síðan einangrunnar og öfga-hægrimenn hérna uppi eins og sársoltnir hundar á bein.

Jafnframt er fyrirsögnin og inngangur fréttar augljóslega ekki í samræmi við það sem kemur fram í meginfrétt.  það eitt og sér ætti að kveikja viðvörunnarljós hjá Andsinnum.  Enda auðvitað allt slitið úr samhengi í einhverjum kjánaöfgaþjóðrembingi og ofstopa eins og Andsinnum er tamt.

Orð Hr. Rompuy, í raunveruleikanum og réttu samhengi, eru auvitað bara ósköp eðlileg þar sem hann bendir m.a. á vandamál sem fylgja óheiðarlegum fjölmilum ss. Telegraph og jafnframt sem hann hvetur til dýpri umræðu en Andsinnar bjóða uppá - og í framhaldinu bendir hann á við endurskoðun EU reikninga hafi allt reynst nánast 100% öruggt og algjör toppeinkunn þar á.

Þetta eru nú öll ósköpin.

http://www.consilium.europa.eu/uedocs/cms_data/docs/pressdata/en/ec/138728.pdf

Einstaklega kjánalegt af Andsinnu að stökkva alltaf á einhverjar fyrirsagnir úr LÍÚ Mogga eða Telegraph,  froðufellandi af bræði.  Hahaha.  Það er ekki hægt annað en skellihlægja að því hve Andsinnar eru helv. vitlausir og láta spila auðveldlega með sig.   


mbl.is Gefi betri mynd af Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðrembingsgoðsögnin at it again.

Það á ekki að heyrast lengur og hvað þá sjást á prenti að á Íslandi hafi verið eitthvað sérstakt ,,blómaskeið" frá 1000-1200.  Það er bara mýta og typikal þjóðrembingsgoðsögn sem einhverjir gæjar hérna útí bæ kokkuðu upp yfir morgunkaffinu á þjóðrembingsflippi í kringum árið 1900.

Í raunveruleikanum er þetta þannig, að þegar Ísland gerist aðili að Evrópska Kristnisvæðinu uppúr 1000,  þá verða ákveðin umskipti menntunarlega og varðandi þráðbeinna tengsla við Evrópu sem byggir smám saman upp ákveðinn grunn menningarlega.   

Gæðin sem Ísland nýtur af aðildinni að Kristnisambandinu fara svo stigvaxandi uppúr 1200 má segja. 

Nú,  Með eflingu Konungsvalds  í N-Evrópu, þá nýtur Ísland líka góðs af því um og eftir 1200 og alveg til 1400 en þá kemur bakslag við Svarta dauða, eðli máls samkvæmt.  Hvað skeður eftir 1400 verður ekki fjallað um hér, en þar er líka að mörgu að hyggja.  Efnahagslega má alveg færa rök að því að þá hefjist mikið blómaskeið með tengslunum við Hansasambandið.

Það er ekkert sem bendir til að þjóðarbúskapur hafi verið betri á Íslandi fyrir 1200 en eftir 1200.  Ef eitthvað er, þá eru mikil og sterk rök sem hníga að því, að miklu mun betra búsældar- og efnahagslega séð hafi verið eftir 1200.  Enda voru þá skrifaðar margar Íslendingasögur, sem dæmi, og helstu og stærstu sögurnar eru skrifaðar um 1300 eða eftir það jafnvel.  

Og það að líklega hafi verið búsældarlegra í efnahagi landsins eftir 1200 er þeim mun athyglisverðara ef haft er í huga að sennilegast var gengið á náttúruleg gæði landsins fram að 1200.  Landnemarnir gengu miskunarlaust á landsins gæði.  Landið var byggilegra fyrst í stað vegna gróðurfars og gæði þess smá eyddust er aldirnar liðu og þarf varla að rekja þá sögu.

Þetta með Grænland og tengsl þangað og í framhaldi  að Ísland hafi verið einhver miðstöð á Norðurslóðum er eins og hvert annað píp.  Skipti engu í stóra samhenginu þessar 2-3 rostungstennur sem menn voru að bögglast með frá grænlandi á sínum tíma.  Neðanmálsgrein við neðanmálsgrein í stóra samhenginu.

Aðal- og megin útflutningsvara Íslands á þessum tíma var vaðmál.

 


mbl.is Vita meira um tunglið en Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um hve fjölmiðlar í Færeyjum eru að sumu leiti miklu mun betri en þessir svokölluðu fjölmiðlar hér.

Það er verið að ræða þennan vitleysisgang færeysku stjórnarinnar varðandi rányrkju þeirra á sameiginlegum stofnum sjávar svo sem síld og makríl.  Þar dregur fjölmiðlamaðurinn fram þá staðreynd, að ekkert er vitað eða gefið upp hver krafa færeyinga í raun er.  Og í framhaldi verður þá efnið þannig, eðli máls samkvæmt, að viðsemjendurnir vita það ekki heldur.  Þegar uppleggið er þetta - þá náttúrulega eru núll prósent líkur á að hægt sé að semja.  

Þetta dregur fjölmiðlamaðurinn fram og stillir ráðherranum bókstaflega upp við vegg þannig að kjánalegheitin eru öllum auðsjánleg og undireins skiljanleg.  Markmið færeysku stjórnar er þá bara að veiða og veiða eins mikið og hægt er. Og semja ekki.  Hægt að sjá þetta hérna:  

http://kvf.fo/netvarp/sv/2013/09/13/es-tinglimir-vilja-herda-tiltokini-moti-foroyum

Nú, þetta er auðvitað alveg sama uppleggið og hjá LÍÚ hérna uppi í elítuklíkufásinni.

Aldrei nokkurntíman hefur nokkrum fjölmiðlamanni hér dottið í hug að benda á þessa einföldu staðreynd.  Ekki einu sinni hafa þeir ymprað á ofanlýstu.  Svo undirgefnir og kengbognir eru þeir gagnvart veldi LÍÚ-klíkunnar. 


Það voru mistök að fjölga liðum í 12 í úrvalsdeild boltasparksins.

Þetta eru alltof margir leikir og Ísland, land á mörkum hins byggilega heims,  stendur einfaldlega ekki undir þessari fjölgun leikja og alls álagsins sem verður á leikmenn fjárhagslega veikari liða.  Það er kannski í lagi að leika 1-2 leiki í september en svona fjöldi meikar engan sens auk þess sem mótið er allt sundurslitið og ferlega þreytt þegar líða fer á haust.

Nú, þar fyrir utan skilur maður nú ekki hvað er að gerast á Akranesi.  Það er eins og akurnesingar hafi aldrei heyrt talað um varnarleik.    Viti ekki hvað það er.   Allavega hafa skagamenn sýnt einhverja furðulegustu útgáfu af varnarleik sem maður hefur séð.   Varnaleikur þeirra líkist einna helst því, að þeir fari bara í kaffipásu ef boltinn berst uppað eigin vítateig.   Að þá sé bara hringt í kaffipásu. 

 


mbl.is Sjálfsmark réði úrslitum í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk búið að reikna út hve feitan tjékka það fær frá forsætisráðherra Framsóknarmanna?

Það vakti athygli að  forsætisráðherra Elítustjórnarinnar sagði í drottningar og viðhafnarviðtali í Kastljósinu:

http://www.ruv.is/innlent/sigmundur-david-situr-fyrir-svorum

að fólk gæti í raun áætlað stærð feita tjékkanns sem það fær frá framsóknarmönnum útfrá því sem kæmi fram í stjórnarsáttmála Elítustjórnarinnar. 

Þetta er alveg kostulegt háttalag.  Vel-lygni Bjarni hafði miklu mun meiri trúverðugleika en þessi svokallaði forsætisráðherra.

Það sem vekur furðu stóra er, að íslendingar skuli láta þetta yfir sig ganga.   


Hin fræga mynd af meintum fótsporum yeta eða snjómannsins ógurlega.

Yeti komst nýlega í umræðuna, enn og aftur,    eftir að  David Attenborough sagði að hann teldi að snjómaðurinn gæti hugsanlega verið til.

Nú, umræðan um Yeta er náttúrulega sjálfstæð fræðigrein sem á sér langa sögu og mikla.

Ein þekktasta vísbendingin um mögulega tilvist einkennilegrar skepnu við Himalayafjöll er býsna fræg mynd sem tekin var 1951 af fjallagörpunum  Eric Shipton og Michael Ward.  Það var reyndar Shipton sem tók myndina sem er yfirleitt kölluð Shipton myndin af fótsporum yeta.

yeti2L2609_468x322

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sínum tíma var öllum efasemdum um áræðanleika myndarinnar hafnað vegna þess hve virtir þeir Ward og Shipton voru.  

Ýmsar kenningar hafa komið fram um hefðbundinn uppruna þessa fótspors eða fótsporum og er þar helst að nefna Bjarnarspor eða e.t.v. aðra dýrategund,  sem sólbráð hafi líklega aflagað með þessum afleiðingum.  Því eins og íslendingar vita vel geta fótspor í snjó breyst við bráðnun. 

Eigi hafa allir orðið sáttir við þá skýringu og sumum þykir hún ófullnægjandi.   Einhverjir hafa bent á að myndir af slíkum fótsporum verði alltaf að teljast nánast merkingarlausar einar og sér vísindalega séð og því tilgangslaust að ræða um eða velta fyrir sér uppruna meintra fótspora.

En eins og áður er minnst á þá var öllum vangaveltum um fals hafnað á sínum tíma og nefnt afhverju.

Þegar tíminn leið hafa þó slíkar vangaveltur komið uppá yfirborðið og Shipton helst lent undir smásjána.  Ward er yfirleitt tekinn útfyrir sviga og bent á að Shipton hefði alveg getað sett leik á svið án vitundar Wards.

Því viðvíkjandi er bent á að Shipton tók aðra mynd af slóð sem margir trúa að séu líka eftir yeta og jafnvel fleiri en einn yeta:

article-1039150-02B52B05000004B0-978_224x423

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þrátt fyrir þá almennu trú að þetta sé líka mynd af yeta sporum - þá sagði Ward (og einnig Shipton að ég tel) seinna að þetta væru alls ekkert spor eftir meintan yeta heldur væru þetta spor eftir fjallageitur og þeir hefðu alltaf vitað það.  

 Þarna sést líka strax að þessi spor eru ekki alveg í samræmi við víðfrægu myndina af fótspori yeta með haka við hliðina.

Ofannefnt hefur samt, á seinni tímum, orðið tilefni til grunsemda.  þ.e.a.s. að þessi ruglingur hafi verið með sporin í byrjun og að í raun sé ekki til mynd af slóð yetafótspora.

Kenningin um fals gengur þá útá að Shipton hafi sjálfur lagað til eitt eða tvö  fótspor eða  svo án vitundar Wards.  Þar er líka bent á, að á myndinni frægu með hakanum, þá sést í annað fótspor - og það virðist hafa önnur einkenni en aðalfótsporið og alls ekki eins greinileg mót sem líkjast tám o.s.frv.

Plús ofannefndar röksemdir um fals er dregið fram eða því haldið fram, að Shipton, þrátt fyrir virðinguna, vísindin og fjallagarpsmennskuna - hafi í raun verið dáldill grallaraspói ef hann vildi svo við hafa. 

Þá er nefnt að hann átti til að segja undarlegar og/eða ósannar sögur, jafnvel um fjallgöngufélaga sína.  Ennfremur að hann hafi haft sérkennilegan húmor og verið nokkuð óútreiknanlegur.

Maður sem þekkti til Shipton á þessum tíma var spurður eitt sinn hvort hann teldi að Shipton hefði verið trúandi til að laga til fótspor í þeim tilgangi að búa til óþekkt fótspor.  Þá sagði maðurinn eitthvað á þá leið:  Já, algjörlega.  Þetta hefði Shipton þótt fyndið.  Þetta hefði verið akkúrat hans húmor.

Stephen_Venables_main

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eric Shipton. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband