Þýskaland gegn Brazil 2014, tímamótaleikurinn mikli.

Þetta var í undanúrslitum HM og flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik.  Brazil á heimavelli og hafði svo sem ekki sýnt neinar rósir í keppninni aldrei þessu vant en höfðu gert það sem þurfti að gera.  Varnarleikur þeirra hafði verið með ágætum.  Höfðu leikið þennan nútíma S-Ameríska varnarleik, agaðann og einbeittann.

Þegar leikurinn síðan byrjar fékk maður strax á tilfinninguna að eitthvað merkilegt gæti gerst.  Brazil breytti útaf frá fyrri leikjum í keppninni, voru með vörnina framarlega og virtust ætla að setja þjóðverja undir pressu.  Strategían sennilega að reyna að setja þá úr jafnvægi, koma á óvart o.s.frv., vel studdir á heimavelli.

Þessi strategía Brazil var dáldið brött.  Og minnti á strategíu Argentínu gegn þjóðverjum á HM 2010 þegar Maradonna var þjálfari.  Þjóðverjar rúlluðu þá yfir Argentínu 4 eða 5 núll og mörkin hefðu getað orðið fleiri.  Maradonna fékk þá mikla gagnrýni á sig eftir leikinn og sumir sögðu hann hafa látið liðið leika barnalega taktík.

Vegna þess að mörg undanfarin ár hefur sýnt sig að það sem 21. aldar liði þjóðverja líkar best er að fá mótherjann uppá völlinn þannig að myndist stór svæði á bakvið.  Sjálfir eru þeir með þéttan varnarpakka en sækja svo snöggt fram á mörgum mönnum og inní auðu svæðin.  Það hafði oft sýnt sig að þetta mátti alls ekki bjóða þjóðverjum.

Nú nú.  Leikurinn byrjar og Brazil bara virtist ætla stefna á blússandi sóknarleik.  Viðvörunarbjöllur hringdu og þýskarar greinilega í toppformi,  ekkert stressaðir, gríðar hraðir og mikil hreifing og færslur á liðinu,  allur völlurinn notaður.

Það var eins og Brazilmenn yrðu hálf hissa og gerðu mistök á mistök ofan.  Í raun færðu þeir þjóðverjum hluta markanna hálfpartinn að gjöf.  Gerðu flest rangt, fóru alltof oft út úr stöðum sem mátti alls ekki gera ofaní leikaðferð þeirra.

Fyrst Brazil ætlaði að spila vörnina svo framarlega þá var krúsíalt að menn væru agaðir og héldu sínum stöðum og svæðum.  Útkoman gat varla orðið önnur en að þýskarar sundurspiluðu lið Brazil aftur og aftur og það stóð ekki steinn yfir steini.

Það er alveg umhugsunarvert að svo reynt lið sem Brazil er og fær þjálfari, að þeir skildu hreinlega leggja í leikinn eins og þeir gerðu.  Þeir hefðu þurft að mæta í leikinn af mikilli hógværð sem litla liðið, má segja.  

Brazil hefði þurft að leika aftarlega, sérstaklega í byrjun, vera þéttir og alls ekki gefa þjóðverjum færi á að koma svo hratt á þá og fá svo stór svæði.  Þannig hefðu þeir hugsanlega getað unnið sig inní leikinn hægt og bítandi með stuðningi áhorfenda eins og veikari lið gera oft gegn sterkari liðum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband