Vandræði Syrisa-Anel stjórnarinnar fara vaxandi.

Mikil gagnrýni er á athafnir stjórnvalda og margir hafa líkt síðustu gjörðum þeirra við farsa.  Skaðakostnaðurinn sé orðinn óásættanlegur og boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla sé út í hött.  Greinilegt ósamkomulag og klofningur er kominn upp í röðum stjórnarsinna og nú síðast lýstu 3 þingmenn Anel, eða gríska sjallaflokksinns, því yfir að þeir hyggðust kjósa já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.   Það sem m.a. hefur runnið upp fyrir fólki, er að athafnir Syrisa stjórnar fela þá hættu í sér að einhverjir bankanna muni verða að fara í þrot og þá eru fáir möguleikar í stöðunni nema svokölluð Bail-in aðferð sem farin var á Kýpur.  En sú aðferð felst m.a. í hárskurði á innstæðum eða þá öðrum peningastoðum viðkomandi banka.  Svo virðist sem afleiðingarnar af óábyrgri hegðan Syrisa og stjórnarinnar hafi komið mörgum grikkjum verulega á óvart.

newego_LARGE_t_1101_54528836_type12713


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband