Er ríkisstjórnin að reyna að koma Íslandi inní Evrópusambandið?

Um fátt er nú meira rætt manna á meðal en undarlegt háttalag ráðamanna hérna svokallaðra.  Hver stórundarlega uppákoman af annari eins og menn þekkja og þarf ekki að fara yfir þau ósköp.  

Skýringin á undarlega háttalaginu er kannski að ríkisstjórnin er að reyna að koma Íslandi inní Evrópusambandið. Þannig mundi háttalag ráðherranna meika einhvern sens.

Þ.e.a.s. að haga sér sem afkáranlegast í alla staði og spillingast svoleiðis að erfitt er að lýsa.

Eg sé ekki betur en ríkisstjórnin sé að reyna að snúa öllum innbyggjum til fylgis við Evrópusambandið með þessum undirfurðulega ráðslagi eða öllu heldur ráðleysis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú mátt skiljanlega vera smeykur við það.

http://youtu.be/C8xAXJx9WJ8

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2015 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband