Freki kallinn og kommon sens. Umhugsunarverður pistill Þórðar á Kjarnanum.

,,Það átti ágætlega við að Jón Gnarr tilkynnti að hann nennti ekki í forsetaframboð um helgina vegna þess að hann vildi ekki leggja það á fjölskylduna sína að standa andspænis „freka kallinum“ sem tröllríður íslenskum stjórnvöldum. Freki kallinn hefur sjaldan verið jafn sýnilegur og undanfarna daga. Hann holdgervist nú í utanríkisráðherra Íslands sem segir það bara vera „common sense“ að sniðganga þing, nefndir og þjóð við mótun utanríkisstefnu þjóðarinnar."

...

http://kjarninn.is/2015/03/common-sense-freka-kallsins/?utm_campaign=coschedule&utm_source=facebook_page&utm_medium=Kjarninn&utm_content=%E2%80%9ECommon%20sense%E2%80%9C%20freka%20kallsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá Þórði Snæ. En það alvarlega er að þetta er "common sense", sem of margir innbyggjar viðast ekki hafa. Það er áhyggjuefni.

"Þetta gengur hins vegar ekki lengur. Við, einhver 330 þúsund manna örþjóð, getum ekki verið í innbyrðis stórstríði um allar meiriháttar ákvarðanir sem við þurfum að taka. Við þurfum að finna leið til að ljúka þessum málum, taka ákvörðun á lýðræðislegan máta, og halda áfram. Þá er ekki deilt um umboð og heimildir. Þá liggur niðurstaða einfaldlega fyrir. Til þess þarf freki kallinn að víkja úr íslenskum stjórnmálum, sama hvar í flokki hann situr.

Það er bara „common sense“."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband