Góð úrslit gegn frökkum.

Það gekk eftir er eg minntist á fyrr, að til þess að Ísland gæti sigrað Frakkland, þá þyrfti allt að ganga upp hjá Íslandi en á móti þyrfti Frakkland að leika arfailla.

Jafnvel þó Ísland léki afar vel og Frakkland illa - þá fékkst aðeins jafntefli útúr þessu.  Frakkarnir eru bara svo gríðarlega sterkir.  Manni fannst þeir í dag vera bara á hálfum hraða.  Eðlilegt líklega, því reynsla frakka er mikil og byggt er á strategíu þar sem vaxandi kraftur er keyrður upp eftir því sem líður á mótið.  þeir þurftu ekkert endilega að vinna þennan leik og bara bónus fyrir þá að fá eitt stig.

Ísland var að reyna miklu meira og liðið í heild var á miklu meiri keyrslu og álagi en frakkar.  Frakkar voru mikið að hugsa um að koma þokkalega heilir útúr þessu og óþreyttir.   En það mátti vel sjá, að frakkar áttu auðveldara með að opna íslensku vörnina með spili heldur en Íslandi að opna hina Frakknesku vörn.  

Manni fannst Frakkland stundum geta opnað íslensku vörnina býsna auðveldlega með skörpu samspili.  Ísland var aftur á móti mikið með mörk fyrir utan, langskot eða stunguskot, oft eftir einstaklingsframtak.  

Vantaði aðeins uppá samspilið í sókninni.  Strategían sem Ísland beitti í leiknum er brothætt og þó allt gengi þokkalega upp í dag er alls ekki víst hún gangi jafnvel á morgun.  Franska strategían var á sterkari grunni.  

Enda auðvitað talsverður munur á þessum liðum getulega séð.  Frakkar eru bæði með sterkari einstaklinga og svo er breiddin svo svakaleg hjá þeim að stigsmunur er á þeim og Íslandi.


mbl.is Hefði þegið eitt stig í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband