Auðvitað var sovétríkjadýrkun sósíalista/kommúnista á sínum tíma stórfurðuleg og meikaði engan sens.

Talsvert hefur verið rætt um Kaldastríðið undanfarið og áhrif þess á Íslandi.  M.a. hefur komið til umfjöllunnar undarleg sovétríkjadýrkun þeirra sem töldust lengst til vinstri.

Um það þarf ekkert að tala hljóðlega, að í heildina og í samhengi við eða í afstöðu við raunveruleika þess tíma og önnur mál er uppi voru - þá var þetta sovétríkjadekur stórundarlegt og meikaði engan sens.

Þessi furðulega afstaða þeirra sem töldust lengst til vinstri á pólitísku línu á Íslandi kom sérstaklega vel fram í Þjóðviljanum og náði alveg fram á 7. áratug síðustu aldar.  Löngu eftir að öllum hlaut að vera ljóst að sovétríkjastjórnarfarið var ein hörmung.

Þessi afstaða ofannefndra manna var í raun til bölvunnar fyrir almenning, að mínu mati.  Leiddi til þess að almenningur fékk minni áhrif en hann hafði rétt á.  Vegna þess að svo mikil tortryggni var útí þá sem lengst töldust til vinstri - að fáir vildu vinna með þeim.  

Og má nefna að Jónas frá Hriflu fór að halla sér sífellt meir að sjöllum því hann leit svo á að sósíalistar/kommunistar væru lítið annað en framlenging á Stalín.  Eðlilegt hefði verið og rökrétt að framsóknarflokkur þess tíma (allt annar flokkur en óskaparflokkurinn núna með sama nafni) hefði starfað með Jafnaðarmönnum.

Þessi Sovétafstaða þeirra sem lengst töldust til vinstri var þeim mun undarlegri sem þeir sáu bókstaflega rautt ef minnst var á samvinnu og samstarf við vestræn lýðræðisríki og okkar helstu nágrana og vinaþjóðir.  

Ef minnst var td. á samstarf við Evrópsk lýðræðisríki - þá trylltist þjóðviljinn og sjálfskipaðir lengst til vinstri menn, sáu rautt og höfðu uppi stóryrði.  Svo sneru þeir sér við - og þá var engu líkara en þeir vildu bara ganga í sovétríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband