Eru tómir vitleysingar í ríkisstjórninni?

Það verður að segjast eins og er að viðbrögð ráðamanna við mótmælunum í gær eru afskaplega sérkennileg.  Það er engu líkara en ráðamenn séu bæði veruleikafirrtir og vitlausir.  

Það er eins og þeir hafi orðið alveg steinhissa yfir að þjóðin er brjáluð vegna óheiðarleika og lygi framsjalla.  Samt hef eg margsagt mönnum þetta hér.  Það er allir brjálaðir útí ykkur, hef eg sagt.  

Jú jú, hugsanlega hef eg dregið heldur úr lýsingunum á reiði þjóðar útí framsjalla frekar en hitt.  Eg tek þá sök á mig.  Að hafa farið of mildum höndum um framsjallaóbermin.

Skynsamlegast væri fyrir stjórnvöld að segja af sér áður en eitthvað verra hlíst af.  

Eg er td. hræddur við ef framsóknarmenn fara að ausa um 100 milljörðum úr ríkiskassanum til vel stæðra einstaklinga undir verkstjórn Brynjars og þeirra sjalla.  Það gæti barasta framkallað byltingu.

Þessvegna vil eg biðja framsjalla fallega:  Segið af ykkur og boðið til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Slakaðu aðeins á - Þessi ríkisstjórn B og D tveggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar hefur fullt og óskorað lýðræðislegt umboð þjóðarinnar, alveg sama hvað þú bölsóttast hér eða annars staðar.

Hún er að gera mjög góða hluti og það er mjög bjart yfir efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar og kjör almennigs og heimila og fyrirtækja eru að stórbatna.

Ríkisstjórnin mun því að sjálfssögðu sitja út þann tíma sem hún var kjörin til þ.e. til maí 2017 - Ætli þú verðir ekki flúinn til einhverra ESB landanna þá?

Varla ferðu til EKKI ESB landsins Noregs?

Bendi þér samt á að samkvæmt nýjustu tölum EUROSTAT hagstofu Evrópusambansins þíns háæruverðuga þá eru 24% íbúa ESB landanna undir fátæktarmörkum eða í stórhættu að falla í félagslega útskúfun. En það merkilega er að samkvæmt sömu tölum EUROSTAT þá er ÍSLAND með einungis 13% í þessum slæma áhættu flokki eða lang lægst allra Evrópuríkjanna. Þú hlýtur að fagna þessum sannleika EUROSTAT, eða hvað? 

Gunnlaugur I., 4.11.2014 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband