Grænland hefur fiskað 77.000 tonn af makríl. Ætla nú að snúa sér að síld.

Þetta er merkilegt.  Það virðist þokkaleg makrílveiði við Austur-Grænland og svo virðist sem aukning sé á fleiri fiskitegundum svo sem síld.  Grænlenski þjóðarbúskapurinn hefur verið slakur uppá síðkastið og Grænlendingar vilja nýta sér þessa fiskigengd.

http://www.sandportal.fo/gronland-hevur-fiskad-77-000-tons-av-makreli/

Eg verð að segja fyrir minn hatt, að eg skil tæplega hvaða hlutverk LÍÚ-framsjallar eru að leika í þessu dæmi.

Það síðasta sem fréttist af Grænlandi frá þeim LÍÚ-mönnum var að Brimnesið var tekið og ákært fyrir ólöglegar síldveiðar á Grænlandi - af ísl. gæslunni. Ekki þeirri dönsku eins og sumir sögðu.

Þetta virkar hálfpartinn sem skipulagt kaos þetta leikrít LÍÚ. Ef Grænlendingar mega veiða makríl - þá hljóta þeir að mega veiða síld líka ef hún er til staðar.

Boðar ekki gott að LÍÚ og sjallar með framsóknarmenn sem vikapilta ætli að fara að hringla í málum á Grænlandi. Ljóst er að þeir eru þegar búnir að missa tökin á þessu.

Á meðan er hvergi hægt að finna upplýsingar hér um hve mikið Ísland hefur veitt af kvótanum sem LÍÚ setti sér.

Afhverju er það svona mikið leyndarmál? Meikar engan sens. Á að segja manni að það sé ekki vitað hve mikinn makríl LÍÚ er búið að veiða hér? Eitthvað gruggugt við þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

LÍÚ-útgerðarklíkan er búin að stela makrílnum ásamt fleiri fiskitegundum til Grænlands.

Þess vegna fá smábátaútgerðamenn á Hólmavík og Snæfellsnesi ekki að veiða makrílinn í september! Fitan á makrílnum á að fara norður, og úr landi með ræningjaliði LÍÚ-útgerðarinnar! Og Grænlandsræningjarnir Íslensku, sem eru að ræna Grænlendinga og Íslendinga, sjálftöku-ráða öllu!

Sveitarfélögin verða þannig af lífsbjörginni, og "ríkið" vælir um að sveitarfélögin eigi að bera allan kostnað af framfærslu banka/lífreyrssjóðsrændra íbúa! Sýslumenn keppast svo við að stela híbýlum fólks, svo það getur ekki varist vindum og veðrum! Egill Helgason ætti að líta sér nær, frekar heldur en að fara til fortíðarsögu Kanada-íslendinga!

Það er skömm að þessu öllu, svo ekki sé meira sagt.

Og Brynjar Níelsson sagði á fiski-fundi í Kópavogi fyrir stuttu, "við ráðum þessu ekki". Ekki efast ég um að þingmenn og jafnvel ráðherrar ráða þessu ekki. En Brynjar Níelsson þorði að sjálfsögðu ekki að segja frá því hverjir ráða þessu! Og enginn þorði að spyrja svo eldfimrar spurningar!

Það er umhugsunarvert, svo ekki sé meira sagt!

Ég bíð bara eftir næsta fundi, til að fá meiri upplýsingar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2014 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband