Oddviti framsóknarmannaflokks í borginni biðst nánast afsökunnar á að hafa laðað til sín fordómaatkvæði. Segist jafnframt vera óábyrgur stjórnmálamaður.

Þetta er allt í áttina hjá framsóknarmönnum - en þarf þó meira til.  Þarf meira til.    

,,Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi."

...

http://www.ruv.is/frett/andstaedingar-muslima-vedjudu-a-rangan-hest


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef sjaldan hlýtt á annað eins bull eins og þetta viðtal í hádegisútvarpi RÚV. Hún bullar þvílíkt þessi kona að Vigdís Hauksdóttir er orðin eins og settlegur hæstaréttardómari við hliðina á henni. Sveinbjörg þessi á bara einn leik í stöðunni, en leikur hann vafalaust ekki, hún er of siðblind til þess. Sá leikur er að segja af sér sem borgarfulltrúi, biðjast afsökunar á því að hafa farið í framboð á fölskum forsendum og hætta með öllu afskiptum af stjórnmálum. Það var mannsbragur að því hjá Degi B. Eggertssyni að lýsa því yfir að framsókn væri ekki stjórntækur flokkur meðan svona fólk representeraði hann í borgarstjórn. Nú vantar bara að Bjarni Benediktsson slíti stjórnarsamstarfinu við framsókn og haldnar verði kosningar að nýju. Þessi þjóð hefur þegar þolað meiri hremmingar af völdum þessa bófaflokks en nokkur sanngirni er í að bjóða henni upp á.

E (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 14:57

2 identicon

Ekki við öðru að búast af framsóknarfjósi.

Fullkominn sigur rétthugsunarfasismans.

Réttmæt gagnrýni á gjöf dhimmitrúða til 300 manna hóps til útbreiðslu á mannfjandsamlegustu þvælu sem mannkynið þjáist af ruglað saman við rasisma.

"Góða fólkið" runkar egóinu yfir stuðningi við illskuna.

immalimm (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 15:27

3 identicon

Það er ekki aðeins óheiðarleikinn og óhreinskilnin sem blasir við manni í pólitík Framsóknar, heldur og ekki síður lágkúran, "banality" þessa fólks.

Hvaða uppeldi fékk það í æsku og hvaða menntun?

Þetta er nefnilega grafalvarlegt, ekki síst þegar þessar týpur fara í stjórnmál og ná kjöri.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 17:02

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Einmitt. Það er rétt. Það er þegar þetta kemur saman, óheiðarleiki og lágkúra, þar sem þetta verður svo svaklegt.

Minnir á Skammkel í Njálu.

Skammkatli var m.a. lýst svo í Njálu: Skammkell hét maður. Hann var bæði illgjarn og lyginn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2014 kl. 23:51

5 identicon

Mér sýnist Dögun hafa staðið sig ennþá verr en Framsókn í fordómavæðingunni með að ota þessum manni í framboð. Í þessu viðtali við Ísland í Dag á Stöð 2 segir hann samkynhneigð synd, að samkynhneigðir múslimar séu ekki velkomnir og að rétt sé að höggva hendur af þjófum, ef samfélagið Islamvæðist fyrst (sem hann hlýtur að vona). Með því að gera þennan mann meira áberandi en hann er býr Dögun til ranghugmyndir um hvernig venjulegir múslimar séu.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC76DD228A-0605-4B46-8D47-4404E221A45B

R (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband