Það var engin ,,sjálfstæðisbarátta íslendinga við dani". Það er lygi og sögufölsun.

Það var bara barátta innlendrar elítu til að fá að kúga þjóðina.    Í því skyni notfærðu þeir sér hreifingu sem miðaði að þjóðríkjum og var alþjóðleg þróun.  

Verulegur skriður kom á yfirstéttina eftir að þeir danir slógu skjaldborg um alþýðu manna og neituðu elítunni, framsjöllum nútímans, að þeir fengu að böðlast á þjóðinni.

Þetta er sagnfræðilega viðurkennt núna en það á eftir að upplýsa almenning miklu mun betur um þetta og umrætt hefur heldur ekki náð nógu vel inní skólakerfið.  Í skólakerfinu er víða ennþá verið að ljúga að nemendum varðandi Íslandssöguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir að lesa þennan pistil þá verð ég að vera sammála bloggvini mínum Jósefi Smára Ásmundsyni í pistli sem hann skrifar í dag.

Geðeilsuna í forgang.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.5.2014 kl. 19:50

2 identicon

Ekkert nýtt að elítan hafi stjórnað atburðarrás á þessum tíma og hún gerir það auðvitað enn.

Í dag skiptist hún í tvær auðvaldselítur eina samtryggða stjórnmálaelítu og svo menningarelítu sem mergsígur sjóði landsmanna, þar sem svo allir sameinast um að ljúga að almenningi hvar grasið er grænna langt frá hagsmunum almennings.

Eitthvað sem þú kannast við Ómar?

L.T.D. (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 21:46

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei eg kannast ekkert við það.

Eg kannast bata við að svokölluð ,,sjálfstæðisbarátta íslendinga við dani" er haugalygi og sögufölsun.

Það er í raun orðið sagnfræðileg staðreynd.

Það sem er síðan sjokkerandi er að enn er verið að ljúga að börnum og ungmennum þessu viðvíkjandi í skólakerfinu. Það er enn verið að kenna íslandssögu sem er bara lygi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.5.2014 kl. 22:24

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Æ Æ Æ, Ómar Óskup er nú að sjá þennan pistil frá þér, og talandi um elítur, elítur hafa alltaf verið til svo langt sem menn muna, og þær verða alltaf til, það er bara hvaða elítu er best að velja.Ég hugsa með hryllingi til Brussel elítunnar, og það gera flestir Íslendingar að ég hygg. Það er sjokkerandi þegar vitibornir menn koma með svona fullyringar eins og þú! Hvað elíta seldi Íslendingum maðkað mjöl, ekki Íslenska elítan svo mikið veit ég.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.5.2014 kl. 00:53

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Maðkaða mjölið" er lygi innlendrar elítu.

Innlenda elítan, framsjallar nútímans, lugu þessu uppá dani. Lugu þessu eins og fleiru.

Það var aldrei selt hér neitt maðkað mjöl vísvitandi eða í skipulögðum tilgangi þó að sjálfsögðu hafi ein og ein tunna geta skemst í vindum veðrum og slæmum sjólögum eftir atvikum.

Svona er öll íslandssagan sem innbyggjum hefur verið kennd. Haugalygi sem innlend elíta bjó til um dani. Haugalygi.

Það er sem eg hef sagt, að það er alveg kominn tími til að ísland biðji dani opinberlega afsökunnar á allri lyginni sem innlend elíta laug uppá dani.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2014 kl. 01:03

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi böðulshátt elítunnar gagnvart þjóðinni þá var það ekki fyrr en 1893/1894 sem slakað er á þrælaánauðinni að verulegu leiti. Þangað til gat elítan viðhaldið vistabandinu meira og minna á meginþorra manna og kvenna. Þetta er barasta ótrúlegt og fólki er ekki sagt frá þessu í skólakerfinu - fyrr en þá í háskóla.

Það er fyrst rétt fyrir aldamót sem nokkrir innlendir pólitíkusar ss. Skúli Thoroddsen og fl. fóru að nefna að þetta væri nú umtalsvert skrítið þar sem þetta fyrirkomulag þekktist ekki erlendis í okkar nágrannalöndum.

Það kemur vel í ljós í umsögn meirihlutans hve furðulega afstöðu menn höfðu. Einar Jónsson hafði orð fyrir meirihlutanum, held hann hafi verið prestur, og hann gaf lítið fyrir þau rök að slík ánauð elítunnar á almenningi þekktist ekki erlendis. Hvað nefnir hann? Jú, ,,séríslenskar aðstæður"! Haha þetta er alveg sömu röksendir og elítan notar núna til að böðlast á þjóðinni.

Þetta er allt í Alþingistíðindum, sem eru nú ekki á netinu enn að ég tel:

Einar Jónsson um lausamennsku sem kallað var, orðið þýddi í raun að fólk væri frjálst en ekki nánast þrælar húsbændanna. Einar þessi taldi ekki hægt að horfa til nágrannalanda þessu viðvíkjandi: ,,því að ástandið hér er svo sérstaklegt og ólíkt því, sem er í öðrum löndum, að það getur ekki átt saman við hér og þar." (Alþingistíðindi 1893)

Við erum að tala um bara um 1900. Þetta er ótrúlegt. Margir sem eg segi frá þessu - trúa þessu ekki í fyrstu. Halda að eg sé að ljúga þessu. En þá er eg að segja sannleikann en elítan að ljúga. Og svoer logið að börnum og ungmennum varðandi íslandssögunna og fólk fær ekki að vita sannleikann nema smá saman í háskóla og þá aðallega í framhaldsháskólanámi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2014 kl. 01:28

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. hafa ber í huga og nótera vel hjá sér, að vistabandið er ekki afnumið 1893. Það hélt áfram með vissum takmörkunum. Eða menn gátu komist undan því - en það voru ákveðnar hömlur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2014 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband