Það er ljóst að andstæðingum Evrópusambandsins er mjög brugðið eftir útkomu vandaðrar skýrslu sem núllar allan málflutning anti-ESB sinna.

Það er ljóst að málflutningur Andsinna í mörg, mörg ár er núll.  Það var ekki eitt atriði rétt hjá þeim varðandi Evrópusambandið og/eða aðild Íslands þar að.   Allt rangt.

Hinsvegar ber skýrsla Alþjóðastofnunar í megin línum saman við minn málflutning.  Allt rétt sem eg sagði um Sambandið og eðli aðildar Íslands þar að.

Hvernig getur heil stofnun eins og heimssýnarsamtökin með mikið fjármagn á bakvið sig og skipulegt kerfi o.s.frv. haft rangt fyrir sér varðandi umrætt efni í öllum málum?  Og þá er gott að hafa til hliðsjónar að eg, almúgamaðurinn sem leitaði upplýsinga á netinu, hafði rétt fyrir mér?

Ja, reikni hver sem vill - en umtalsverðar líkur eru á að heimssýn hafi vísvitandi verið að ljúga.  Vísvitandi.  Nema að menn vilji meina að liðið þar sé svo helv. heimskt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vönduð skýrsla ritar þú. ! ! Upplýsingarnar til háskólasérfræðinganna á íslandi kemur frá nafnlausum sérfræðingum frá ESB YFIR-valdinu,,,nei þetta er ekki vandað,nú skal allt reynt frá öllum hliðum innlimunarsinnanna að troða þjóðinni inní þetta hrðbandalag sem ESB,er.

Og afhverju þurfti að gera aðra skýrslu um þetta mál,önnur skýrsla er til sem var gerð nýlega af þessum sérfræðingum beggja megin Atlantshafs.Engan skal undra ef einhver önnur skýrsla sem einhver JÁ samtök panta og panta að sjálfsögu einnig útkomuna líka ,líkt og þessi skýrsla er . Semsagt panta rannsókn og einnig panta hvernig útkoma hennar er .

Númi (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband