Hahaha það eru nú meiri jólajepparnir þessir andstæðingar Evrópusambandsins.

Skrautleg heimsókn á samkomu andstæðinga Evrópusambandsins.  Þetta segir alveg ákveðna sögu.  Það er ekki hægt annað en hlægja að þessu.  Hver furðufuglinn af öðrum, íhaldsskunkar og almennir bullukollar ásamt fyrrverandi sovétdýrkendum.  

,,Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu stóðu nýverið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir heitinu „Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn."

Harmageddon skellti sér auðvitað á staðinn en samkoman var haldin á fallegum laugardegi á Hótel Sögu og var öllum opin meðan húsrúm leyfði.

Ráðstefnustjóri var Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá afraksturinn af því þegar Harmageddon heyrði hljóðið í nokkrum af forsvarsmönnum baráttunnar gegn aðild Íslands að ESB."

http://www.visir.is/-eg-geri-tha-krofu-ad-thu-hleypir-mer-hedan-ut!-/article/2014140409680


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alltaf skal þér takast bezt að lýsa í reynd sjálfum þér fremur en öðum með þínum fáfæma-fordómafullu skrifum, Ómar Bjarki.

En les þetta nokkur nema þú og ég?! (tveir gestir frá miðnætti).

My condolances.

PS. Og ekkert þarf ég að skammast mín fyrir viðtalið við mig þarna á Harmageddon, af ráðstefnunni; að vísu var stýft aftan af því, þannig ekki nutu öll rök mín sín til fulls.

En merkilega var hann hlutdrægur þessi sem sá um allt prógrammið, hélt greinilega með ESB og gerði sér far um að láta sjást sem minnst í yngra fólkið á svæðinu (ég gæti nafngreint ýmsa).

Ekki að furða að síðasti viðmælandinn spurði Harmageddon-manninn: "Eruð þið frá Samfylkingunni?"!

Jón Valur Jensson, 4.4.2014 kl. 00:59

2 identicon

Var að horfa á myndbandið. Oh my God!

Þvílík drauga-samkoma. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 05:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband