Færeyingar við framsóknarmenn og LÍÚ: Veriði úti!

,,Norðmenn gerðu tvíhliðasamning við Færeyinga í miðri makríldeilunni sem útilokar Íslendinga frá því að veiða í lögsögu Færeyinga. Sjávarútvegsráðherra er afar ósáttur og segir Norðmenn hafa þvingað Færeyinga til saminga.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum tvíhliðasamning sem sendinefnd Noregs og Færeyja undirritaði í Lundúnum þann 12. mars síðastliðinn. Samningurinn gefur Færeyingum kost á að veiða í norskri lögsögu og öfugt.

Einnig er í samningnum skýrt kveðið á um að aðeins þau ríki sem eiga aðild að samkomulagi strandríkja og ESB, sem samþykkt var þann 12. mars síðastliðinn, fái að veiða í lögsögu Norðmanna eða Færeyinga. Íslendingar voru ekki með í því samkomulagi og samkvæmt þessum samningi fær Ísland ekki að veiða í lögsögu Færeyinga."

http://www.visir.is/-fullkomlega-oedlileg-framganga-af-halfu-fraendthjodar-/article/2014140329083


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband