Færeyingar og ESB semja um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir.

Færeyska samninganefndin:  Frá vinstri,  Jógvan Jespersen, Ingibjørg Thomsen, Herluf Sigvaldsson formaður samninganefndar menntaður í Diplomacy og International Negotiations frá háskólanum í Lundi ,   Jóannes V. Hansen, Hanus Hansen, og Anna E. Hofgaard.  

37023_r_705_0

 

,,Føroyar og ES undirritaðu í gjár eina fiskivinnusemju í føroysku sendistovuni í London.

Semjan er galdandi fyri 2014 og hevur við sær, at Føroyar fáa atgongd at fiska 46.000 tons av føroysku makrelkvotuni í ES-sjógvi. Tað svarar til 30% av føroysku makrelkvotuni.

Eisini fáa Føroyar atgongd at fiska 25.000 tons av føroysku svartkjaftakvotuni í ES-sjógvi.

Somuleiðis fær ES atgongd at fiska 46.000 tons av sínari makrelkvotu og 25.000 tons av sínari svartkjaftakvotu í føroyskum sjógvi.

Harumframt er semja eisini gjørd um býtið av ymiskum fiskasløgum við ávísum broytingum í mun til fiskivinnuavtaluna frၠ2010." http://www.nordlysid.fo/foroyar+og+es+gjort+semju+um+fiskiraettindi.h 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegt að þegar hinir réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu (að eigin sögn) Íslendingar víkja frá borði þá eiga hinir ekki í neinum erfiðleikum með að ná frábærum samningum sem þeir hagnast allir á. Getur verið að minnimáttarkenndin og hræðslan við að gefa eitthvað eftir sá að gera okkur eftirbáta grannþjóðanna og óhæfa til samstarfs og samvinnu á þeim sviðum sem skipta okkur mestu máli?

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 03:10

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tvímælalaust, að mínu mati. þ.e. ,,minnimáttarkenndin og hræðslan við að gefa eitthvað eftir" þýddi í raun að Ísland var getu og viljalaust til þess að semja. Auk þess sem LÍÚ hefur allt of sterk tök og eru sterkari en ríkisvaldið.

Jafnframt er augljóst að Ísland hefur ofmetið stöðu sína. Hrokinn blindaði mönnum sýn.

Ísland virðist hafa litið svo á að með getu og viljaleysi sínu gætu þeir siglt öllum samningum í strand.

Það er eins og Ísland eða stjórnvöld hafi alls ekki tekið eftir gríðarþungum og sterkum vilja hinna partanna til að komast að niðurstöðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2014 kl. 03:30

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Útskýringar" stjórnvalda núna á þessu, eru líka enganvegin frambærilegar. Það hefur alveg legið í loftinu lengi og verið vitað að Norðmenn hafa viljað svara auknum veiðum Íslands árum saman - með því sama! þ.e. að auka einfaldlega veiðar sjálfir.

Það þurfti engan Magnus Carlsen til að sjá þennan leik nojara fyrir. Eðlilegur og afar fyrirsjánlegur leikur. Eina furðan að hann hafi ekki komið mun fyrr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2014 kl. 03:33

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Sú staða sem upp er komin í makríldeilunni þar sem Ísland stendur eitt og berskjaldað án samnings er grafalvarleg. Ábyrgðin liggur ekki Færeyingum, Norðmönnum eða öðrum þeim sem sömdu sín í milli og sniðgengu okkur. Stærst er ábyrgð utanríkisráðherrans sem var svo önnum kafinn við að ofbjóða þjóð sinni með tuddaskapnum að hann gleymdi að gæta þjóðarhagsmuna. Þessi maður er á ábyrgð allra þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Í þroskuðu lýðræðisríki yrði hann settur af vegna afglapa sinna."

http://www.dv.is/leidari/2014/3/14/afglop-radherrans/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2014 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband