Framleiðsla matvæla á Íslandi í molum. Lítið sem ekkert eftirlit og húsbúnaður ófullnægjandi. Örverur í matvælum hugsanlega til staðar.

,,Annmarkar eru á opinberu eftirliti með framleiðslu alifuglakjöts hér á landi, samkvæmt nýrri skýrslu sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA birtir í dag. Stjórnvöld þurfa að bæta eftirlitið til að tryggja að það samræmist EES reglum um matvælaöryggi.

ESA gerði úttekt á þessum málum hér á landi í nóvember. Opinbert eftirlit með framleiðslu alifuglakjöts er sagt í samræmi við EES-löggjöfina. Starfsfólki hefur verið veitt ahliða þjálfun og gæðastjórnunarkefi sett upp.

Úttekt ESA leiddi engu að síður í ljós ákveðna annmarka á þessu eftirliti.Samkvæmt skýrslunni er eftirlit í sláturhúsum, fyrir og eftir slátrun, á hendi starfsfólks sláturhúsanna sem hefur ekki fullnægjandi þjálfun til verksins og án þess að opinberir dýralæknar séu viðstaddir og sinni eftirliti. Að auki höfðu starfsleyfi verið veitt án þess að skilyrði EES-löggjafar væru að fullu uppfyllt.

Þá bendir ESA á að hönnun og viðhaldi bygginga og búnaðar sé ábótavant, sem og verkferlum við þrif. Eftirlit með örverum í alifuglakjöti og öðrum afurðum sé ófullnægjandi. Þá sé innra eftirlit matvælaframleiðenda með eigin framleiðslu einnig ófullnægjandi. Sumir af þeim annmörkum sem ESA tilgreindi höfðu ekki uppgötvast við opinbert eftirlit Matvælastofnunnar. Stofnunin hefur hins vegar brugðist við athugasemdum ESA og sett fram tímasetta aðgerðaáætlun til að bregðast við tilmælunum."

http://www.ruv.is/frett/eftirlit-med-alifuglaraekt-ofullnaegjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband