Ríkisstjórnin verður að segja af sér.

Það er eigi of mikið sagt að ríkisstjórnin hafi gjörsamlega spilað rassinn úr elítubuxunum síðustu daga og vikur.  Má segja að fallið hafi byrjað þegar svokallaður forsætisráðherra skandaliseraði að eigin frumkvæði á Ruv fyrir um 2 vikum.  Einhverra hluta vegna tók hann það til bragðs að skandalisera þar.  Allur almenningur góndi svoleiðis á drenginn í forundran.

Nú nú.  Eftir þessa skandaliseringu er engu líkara en allur botn hafi dottið úr ríkisstjórninni og hver uppákoman af annarri á sér stað bæði hjá ráðherrum og þingmönnum stjórnarinnar.

Fólk er farið að ganga að því vísu að ef framsjallar opna munninn eða mæta einhversstaðar - þá er skandall.

Þar sem er framsjalli - þar er skandall! 

Þetta er bara búið spil hjá stjórninni og lítið annað að gera en fara frá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nú hefur þú orðið vitni að einhverju sem hefur farið fram hjá mér. Hvað er það, með leyfi?

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2014 kl. 03:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ertu að meina Bjarna Ben,er hann svokallaður,? Svakalega var hann lengi að falla 1/2mán. Á hvern datt hann? Og meiddi hann sig,? eða sá sem hann datt á? Svei mér hvað þú ert duglegur,ef við ættum einn svona. Mundir þú vaða eld og brennistein fyrir Esbésinnana,? Ef já! Ég bíð betur,nægir að vaða á súðum fyrir okkur færð 7 kúlur í rabbat.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 04:47

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af hverju sótti Jóhanna um inngöngu í Evrópusambandið?  Af hverju áttum við að borga Icesave?

Af hverju sagði Jóhanna ekki afsér eftir að landinn hafði hafnað máli í tvígang, sem hún og allir hennar púkar höfðu lagt allan sinn mátt í að nauðga landanum til að sætta sig við að borga?  

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2014 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband