Það er óvenju mikið bull og skrum í pólitískri umræðu í aðdraganda kosninga 2013 miðað við margar síðastliðnar kosningar.

Skrumið og bullið er svo mikið í pólitískri umræðunu nú um stundir og borið fram af svo mörgum,  að óumdeilanlega er um met  að ræða.  Það er svo í beinu framhaldi af lýðæsingablaðri og lýðskrumsuppleggi þeirra framsjalla síðustu 4 ár eftir að þeir voru settir út fyrir garð 2009.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Mörgu lofuðu Samfylking og Vinstri græn fyrir kosningarnar 2009 sem þau stóðu ekki við. "Skjaldborgin" gufaði upp! Andstaða VG við Icesave-samninga, AGS og ESB-umsókn sömuleiðis. Þú sérð nú hvernig það leikur flokkinn nú!

Við í KS erum sammála þér (ef þú ert þá þeirrar skoðunar), að flokkar eigi að standa við kosningaloforð sín, sé það fært með eðlilegu móti með heiðarlegu samþykki annarra flokka (svo var ekki um stjórnarskrárandstæða ESB-auðsveipni VG við Samfylkingu 2009 o.áfr.)

JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 14.4.2013 kl. 14:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er allt rangt og eigi við hæfi að kenna sig við kristni og fara svo með slík rangindi og fláttskap. Tökum dæmi, hérna sést vel hver stefna SF var varðandi húsnæðismál. (og þetta tekur bara 0.1 sekúndu gúggl með svokallaðri leitarvél á internetinu. Stefna núv. stjórnvalda hefur verið fylgt 100%. þetta ,,skaldborg" sem er líkingarmál - þetta er blaður útí loftið hjá framsjöllum sem einfeldingar kokgleypa og er beisiklí merkingarlaust. það er ekkert skrítið að þið framsjallar rústið landinu svo reglulega ef fólk er jafn ginkeypt fyrir hálfvitaprópaganda og man tæplega 1 dag aftur í tímann:

,,Vanhugsuð stefnuskrá Samfylkingarinnar

Eygló Harðardóttir, alþingismaður, kom inn á mjög athyglisverða staðreynd á þingi í dag um viðurkenningu Samfylkingarinnar á vanhugsaðri kosningastefnuskrá fylkingarinnar. Hún sagði m.a.:

„Það er búið að vera mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni hérna þar sem hrunaflokkarnir virðast kallast á og kalla hvor annan lýðskrumara.

Hins vegar er það þannig að þó að Samfylkingin vilji ekki kannast við veru sína í ríkisstjórn síðustu 2–3 árin vona ég svo sannarlega að hún kannist við kosningastefnuskrána sína frá því í vor, það er nú aðeins styttra síðan. Í henni var megináherslan á hina svokölluðu velferðarbrú og það átti fyrst og fremst að létta greiðslubyrði heimilanna tímabundið. Þetta átti að gera með hækkun vaxtabóta, lengingu lána og sambærilegum úrræðum, og þau heimili sem ættu í mestum vanda ættu að geta fengið greiðsluaðlögun auk þess sem vinna ætti að eðlilegri verðmyndun á fasteignamarkaði.

Við framsóknarmenn, eins og fólk hefur kannski tekið eftir, töldum þessar tillögur alls ekki ganga nógu langt og höfum þrisvar sinnum lagt fram tillögur um varanlega niðurfærslu á höfuðstól lána og án þess að hafa fengið neinar sérstakar undirtektir frá Samfylkingunni varðandi það — þar til núna um helgina. Þá tók Kristrún Heimisdóttir, tímabundinn aðstoðarmaður félagsmálaráðherra um skuldavanda heimilanna, sig til og sagði í Silfri Egils að hún væri þeirrar skoðunar að kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar hvað varðar skuldir heimilanna hefði verið vanhugsuð og þess vegna væri algjörlega nauðsynlegt að fara í nýjar aðgerðir. Hún kom að þessu máli í byrjun ágúst og hefur verið þeirra skoðunar allan tímann að það væri algjörlega nauðsynlegt að fara í afskriftir eins og hægt væri að gera.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líka sagt að það væri svigrúm til afskrifta á skuldum heimilanna upp á allt að 600 milljarða kr., það þurfi að gera og að ekki sé hægt að túlka greiðslujöfnun sem skuldaleiðréttingu eða -niðurfærslu þó að það gæti hins vegar hugsast að einstaka heimili fengju einhverja niðurfærslu eftir 20–40 ár."

http://nuskalsegja.blogspot.com/2009/11/vanhugsu-stefnuskra-samfylkingarinnar.html

þarna kemu fram að stefnu SF hefur verið fylgt 100%. Afskriftum var hafna að en fólk aðstoðað í greiðsluerfiðleikum með stórauknum vaxtabótum með jöfnunarprinsipp að leiðarljósi auk ýmsinna fleiri ráðstafanna, margliða, því viðvíkjandi. Töfratrikkum hafnað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.4.2013 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband