Beinskeittur leikstíll þjóðverja.

þjóðverjarnir eru sennilega með skemtilegasta leikstílinn á þessu EM móti og jafnvel á heimsvísu þessi misserin. Sóknartilfæringarnar eru svo hreinar, afgerandi og viðvarandi að það heldur áhorfandum við efnið allan leikinn. þá skiptir auðvitað meginmáli að þeir hafa einstaklinga til að standa undir ofanlýstum leikstíl. Liðið er fádæma jafnt að getu og mikil breidd.

Líklega er aðeins eitt lið sem kemst jafnfætis þjóðverjum. það eru Spánverjarnir. þeirra leikstíll er þó annars eðlis. Byggist mun meira á að halda boltanum í reitaspili og þreyta andstæðinginn og leikur þeirra er ekki eins skemtilega beinskeittur fram á við og þjóðverjana og ekki eins fjölbreittur.

það kom þó í ljós á síðasta Heimsmeistaramóti að leikstíll Spánverjana hentaði þjóðverjum illa. Í rauninni gerðist það í þeim leik að Spánverjar héldu boltanum betur og þjóðverjarnir áttu ekki almennilega svar við þéttu og öruggu reitaspili þeirra. Ennfremur sem miðjumenn Spánar voru afar sterkir í þeim leik og gáfu þjóðverjum lítil færi á að byggja upp sóknir. þéttleiki Spánverjana sigraði beinskeitni þjóðverjana í þeim leik. Má segja.

Að mínu mati, enn sem komið er, þá er þýska liðið heldur sterkara en á síðasta heimsmeistaramóti. þeir hafa þróað þennan leikstíl hjá sér enn frekar. það er meiri fjölbreitni og fleiri menn sem geta komið inní liðið og spilað kerfin á vel útfærðan hátt. Spánverjar hafa hinsvegar staðið í stað eða jafnvel gefið aðeins eftir. Jafnvel. þar er lítið nýtt í gangi. það væri áhugavert að sjá Spánverja og þjóðverja eigast við núna.


mbl.is Löw: Frábær frammistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband