Maður rekinn úr vinnu í Alkóa fyrir að vera í jólasveinabúning.

Þetta hringir öllum viðvörunarbjöllum.  Þeir voru nógu miklir smjaðrarar þessir alkóa-sjéffar þegar þeir stungu fæti sínum þarna niður.  Fólk al-kóaði með, aðallega framsóknarmenn.   Síðan smá herða þeir tökin.  Fólk er barasta rekið þarna sitt á hvað nú þegar, - og þeir eru aðeins rétt byrjaðir að herða þumalskrúfuna.  Eiga eftir að herða meira.  Skattfrjálsir og haga sér bara eins og þeim sínist.:

,,Aldrei hafði mér dottið í hug að ég ætti eftir að verða rekinn úr vinnu. Hef ætíð lagt mig fram við alla vinnu sem ég hef unnið um dagana og oftast unnið talsvert umfram það sem ætlast var til af mér. Fáa daga hef ég legið heima veikur og aldrei hefur mér dottið í hug að tilkynna mig veikan þegar ég hef ekki verið það. Hef ætíð lagt mig fram um að koma vel fram við vinnufélaga og vinnuveitendur, sama hvort mér hafa þótt þeir skemmtilegir eða leiðinlegir. Man reyndar ekki eftir nema skemmtilegum samstarfsmönnum og reyndar mörgum alveg hrikalega skemmtilegum. En sem sagt nú kom að því.

Rekinn frá Alcoa Fjarðaáli eftir tæplega fjögurra ára starf. Reyndar tókst mér á einhvern óskiljanlegan hátt að fara svo í taugarnar á mínum yfirmönnum að þeir ráku mig tvisvar með skömmu millibili. Það hlýtur að vera met."

...

http://www.austurfrett.is/umraedan/3252-thu-ert-drekinn

alcoa_valger_ur


Bloggfærslur 2. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband