Grænland hefur fiskað 77.000 tonn af makríl. Ætla nú að snúa sér að síld.

Þetta er merkilegt.  Það virðist þokkaleg makrílveiði við Austur-Grænland og svo virðist sem aukning sé á fleiri fiskitegundum svo sem síld.  Grænlenski þjóðarbúskapurinn hefur verið slakur uppá síðkastið og Grænlendingar vilja nýta sér þessa fiskigengd.

http://www.sandportal.fo/gronland-hevur-fiskad-77-000-tons-av-makreli/

Eg verð að segja fyrir minn hatt, að eg skil tæplega hvaða hlutverk LÍÚ-framsjallar eru að leika í þessu dæmi.

Það síðasta sem fréttist af Grænlandi frá þeim LÍÚ-mönnum var að Brimnesið var tekið og ákært fyrir ólöglegar síldveiðar á Grænlandi - af ísl. gæslunni. Ekki þeirri dönsku eins og sumir sögðu.

Þetta virkar hálfpartinn sem skipulagt kaos þetta leikrít LÍÚ. Ef Grænlendingar mega veiða makríl - þá hljóta þeir að mega veiða síld líka ef hún er til staðar.

Boðar ekki gott að LÍÚ og sjallar með framsóknarmenn sem vikapilta ætli að fara að hringla í málum á Grænlandi. Ljóst er að þeir eru þegar búnir að missa tökin á þessu.

Á meðan er hvergi hægt að finna upplýsingar hér um hve mikið Ísland hefur veitt af kvótanum sem LÍÚ setti sér.

Afhverju er það svona mikið leyndarmál? Meikar engan sens. Á að segja manni að það sé ekki vitað hve mikinn makríl LÍÚ er búið að veiða hér? Eitthvað gruggugt við þetta.


Bloggfærslur 20. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband