Oddviti framsóknarmannaflokks í borginni biðst nánast afsökunnar á að hafa laðað til sín fordómaatkvæði. Segist jafnframt vera óábyrgur stjórnmálamaður.

Þetta er allt í áttina hjá framsóknarmönnum - en þarf þó meira til.  Þarf meira til.    

,,Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi."

...

http://www.ruv.is/frett/andstaedingar-muslima-vedjudu-a-rangan-hest


Sérkennilegt skuldamál Argentínu og langdregið.

Á rætur til amk. um 2000 þegar landið fór í greiðslufall.  Síðan var samið um endurskipulag skulda og tóku um 90% þátt.  Aðrir hafa verið nefndir holdout-sjóðir og sagt er að þeir vilji fá borgað að fullu en það er þó eitthvað óljóst og stundum er sagt að hold-out sjóðirnir hafi talið endurskipulagninguna einhliða og í raun enga samninga.

Talað hefur verið um að þetta kunni að hafa áhrif á önnur dæmi víða í heiminum og þá til framtíðar.   

Dómstólar í BNA hafa neitað því að þetta sé fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál eða þegar önnur lönd endurskipuleggja skuldir eða endursemja um skilmála o.s.frv. Vegna þess, að mér skilst, að í viðkomandi lánasamningum er um óvanalegar klausur að ræða þar sem skýrt er kveðið á um og undirstrikað á allan hátt, að endurskipulag annara skulda eða greiðslufall oþh. geti ekki haft nokkur áhrif á viðkomandi skuldabréf eða lán. Þetta segja þeir vera fyrirkomulag eða klausur sem ákaflega sjaldgæfar eru nú orðið og aðeins lítið prósent af bréfum í BNA hafi slíkt.

Þetta sé því skýrt afmarkað og þröngt mál. 


mbl.is Lækkar lánshæfismat Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband