Vilhjálmur Bjarnason, eini sjálfstæði Sjálfstæðisflokksmaðurinn, rassskellir framsóknarmenn duglega á þingi. Framsóknarmenn með dónaskap útí sal.

,,Ég ætla að eyða síðustu mínútunum sem ég hef í að segja að þetta kemur kannski ekki á óvart vegna þess afstaða Framsóknarflokksins til alþjóðlegrar samvinnu hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska.

Framsóknarflokkurinn er í meginatriðum einangrunarhyggjuflokkur … (Utanrrh.: Þetta er rangt, Vilhjálmur.) (Gripið fram í: Þetta er ekki rétt.) (Utanrrh.: Skammastu þín.) (Forseti (ValG): Ég bið þingmenn að virða …)

Við getum rifjað upp afstöðu Framsóknarflokksins í þeim efnum sem ég hef nokkurn veginn í kollinum, t.d. afstöðu Framsóknarflokksins til EFTA á sínum tíma, ég er með hana alveg í kollinum. Hvað um það, það er ýmislegt fleira sem ég þarf að ræða hérna en ég var truflaður í miðjum klíðum og tíminn er að renna út.

Ég ætla aðeins að segja að fullveldi er ekki bara það að standa einn og sjálfur heldur er fullveldi líka það að geta samið um framtíð sína. Engin þjóð er eyland og við þurfum að geta samið okkur til réttlætis. Við höfum sótt margt gott til útlanda. Ég segi eins og Jón Hreggviðsson sagði einu sinni þegar honum var ofboðið: Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti. (Forseti hringir.) Ég hef lokið máli mínu."

http://www.althingi.is/altext/raeda/143/rad20140313T160806.html


Koma ESB andstæðingar og þjóðrembingsrugludallar í veg fyrir að Ísland geti samið um makrílinn?

Með það í huga að LÍÚ ætlar að setja sér sama kvóta einhliða og það sem samið var um að Ísland fengi eftir að svokölluð samninganefnd hljóp heim - þá er líklegast að þessir samningar af hendi Íslands hafi verið í gíslingu ESB andstæðinga og almennra þjóðrembinga og sérhagsmunaklíka,  LÍÚ og Bændasamtökin, og nota eigi þetta sem þjóðrembingssvipu til að berja á innbyggjum. Þ.e. sjáiði bara? Allir vondir við okkur! Einelti! O.s.frv. Notað sem einangrunnartöng eða einangrunarþumalskrúfa sem sérhagsmunaklíkur og þjóðrembingsrugludallar geta svo hert að vild á líkama þjóðarinnar.

Ruglaðir ríkisstjórna-framsjallar ásamt LÍÚ.

Býðst að gerast aðili að samningi og fá 150.000 tonna kvóta í makríl - en vilja það ekki og ætla að setja sér einhliða kvóta uppá 150.000 tonn af makríl.

,,Í samningi Evrópusambandsins, Færeyja og Noregs um makrílveiðar er ákveðið hlutfall af heildarkvóta skilið eftir fyrir önnur strandríki. Ljóst virðist að íslendingar gætu gengið inn í samkomulagið og fengið tæplega 150 þúsund tonna kvóta fyrir þetta ár..."

http://www.ruv.is/frett/hafnar-tilbodi-um-makrilkvota-a-thessu-ari

,,Sá makrílkvóti sem íslensk stjórnvöld gefa út á þessu ári ætti að miðast við þá veiðiráðgjöf sem nú er í gildi, segir formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna. (...) Þetta þýðir 150 þúsund tonna kvóta fyrir íslendinga."

http://www.ruv.is/frett/vill-mida-makrilkvota-vid-radgjof


Bloggfærslur 16. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband