Skilur einhver hvert ráðamenn eru að fara með þessi þrotabú sín?

Eigi skil eg það.  Þetta tal allt er ekkert sannfærandi.  Byrjaði með floppinu á leiksýningunni í Hörpu sem af flestum var talin hlægileg skrautsýning efnis- og innihaldslaus.  Síðan hafa yfirlýsingar annara ráðamanna í kjölfarið ekki heldur verið sannfærandi.  Lítur soldið mikið út sem almennt snakk.  Ekki eru þeir að fara að afnema höftin svo mikið er víst.   Núna verða að fara að koma fram staðreyndirnar.  Nú er eiginlega tími staðreynda en ekki almenns snakks.   Show me the money.  Og um leið og þeir eru sýndir, þá vaknar umsvifalaust önnur spurning:  Afhverju er ekki hægt að fá meira?  Hver segir að þetta sé nógu góður samningur hjá framsjöllum?


mbl.is Hittum tvisvar í mark með einni kúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf góða vel skjalfesta sýningu, stórbokkalegar yfirlýsingar og mikið sjálfshól. Eigendur krafnanna verða með auðveldum hætti að getað sýnt fram á þvinganir, nauðung og mismunun þegar þeir eru farnir með peningana og leita til dómstóla til að fá stöðugleikaskattinn og útgöngugjaldið endurgreitt. Þeir eru nefnilega svo óforskammaðir að líta ekki á sig sem illa innrætta hrægamma og skítuga útlendinga sem sjálfsagt sé að féfletta með öllum ráðum eins og okkur hefur verið kennt.

Espolin (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband