Það er nú meira hvað hægt er að rugla um þessi höft.

Höftin eru ekkert að fara.  Þau fara ekki fyrr en Ísland tekur lán og borgar skuldir sínar.

Það er bara þannig.

Þá kunna einhverjir tveir framsóknarmenn að segja:  Hvað með Sigmund?

Þá er því til að svara:  Lol.


mbl.is Eyða áhættu við afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

80% Stöðugleikaútgönguskatt, hrægammarnir fá sitt tvöfalt og málið er dautt.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 18:27

2 identicon

Forsetinn myndi aldrei skrifa uppá lántöku fyrir ólögvörðum hrægammakröfum.☺

GB (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það ekki þversögn að "taka lán og borga skuldir"?

Hvað kemur annars uppgjör slitabúa föllnu bankana ríkinu við?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2015 kl. 20:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland hefur náttúrulega eitthvað upp á að hlaupa.  Er með gjaldeyrissjóð.

En málið snýst um, að Íslandi kemur þetta við að því leiti, að ríkið verður að skaffa alvörupening til að greiða þessa skuld.  

Auðvitað má alltaf deila um skilmála, greiðslutíma o.s.frv.  Má alltaf deila um það.

En það skynsamlegasta í stöðunni er að fara hefðbundnu leiðina í harmóníu við alþjóðavenjur og leikreglur.

Sumir Íslendingar virðast halda að það sé gróði í því að standa í illindum og prangi allskonar.

Það er það ekki.  Enginn gróði í því og ef einhver vill þá kalla það prinsippatriði eða hugsjón, - þá veit eg eigi hversu eftirsóknarverð eða fögur sú hugsjón er að taka annara manna eigur.  Eg hélt að það hefði aldrei þótt til fyrirmyndar á Íslandi.

Við höfum meir að segja núna alveg fyrir okkur hvaða leið er vænlegust.  Sjáið Írland, Portúgal og fl.  Allt í gúddý bara.  Blússandi gúddý.

Sjáum Grikkland sem hefur hagað sér óábyrgt ítrekað.  Allt í þvílíka ruglinu vegna lýðskrums.

Fyrir lítil fámenn örríki eins og Ísland, - þá skiptir höfuðmáli að spila eftir leikreglunum.  Það er alveg krúsíalt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2015 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En málið snýst um, að Íslandi kemur þetta við að því leiti, að ríkið verður að skaffa alvörupening til að greiða þessa skuld.

Hvaða skuld ertu að meina?

Er það skuld íslenska ríkisins? Eða einkaaðila?

Þurfa einkaaðilar ekki að greiða sínar skuldir sjálfir?

Ef það er tilfellið að einkaaðilar þurfi ekki að borga sínar skuldir sjálfir þá væri ágætt að fá það á hreint.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2015 kl. 23:00

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, höftin eru tvíþætt eða orsakir íslensku haftana eiga tvær rætur:

1. Gjaldmiðillinn sem Ísland notast við eru einhver ónýtasti gjalmiðill varðandi utanríkisviðskipti í heiminum ever.  Í skilningi utanríkisverslunar er ísl. krónan bara eins og vaðmál e.þ.h.  Hvergi litið á krónu sem gjaldmiðil.

2. Við hrunið tók Ísland eigur erlendra aðila í gíslingu.  Og afsökunin var ónýtur gjaldmiðill.  Þeir yrðu að taka í gíslingu vegna þess að annars færi krónan á hliðina.

Í þessu tilfelli hefur lítið uppá sig að fara í orðhengla eða lagaleg tækniatriði.  Vegna þess einfaldlega að það skiptir öllu máli að halda einbeitni, horfa af raunsæi og yfirvegun yfir sviðið.  Meta kosti og galla.  

Ísland sem ríki hefur auðvitað ákveðnar skildur til að sjá svoum að fólk fái eigur sínar.  Það er ekki raunsætt að ætla að borga bara skuldina í íslenskum krónum því það leiddi til margra vandræða td. þrýsting á krónu sem útilokaði afléttingu hafta og svo koll af kolli.

Íslandi sem ríki ber skilda til að sjá svo um að alvörumynt sé til staðar eða í raun leysa hnútinn.

Eg hef fært fram rök sem ættu í raun að vera hafin yfir gagnrýni, að mínu mati.  Mín rök eru svo sterk að þau slá allt annað út.

Þau rök forsætisráðherra sem hann hefur fært fram, æsingur og sérkenniegur tónn sem erfitt er að átta sig á, - þau rök eru alveg merkingarlaus.  Nema þá sem eitthvað útspil í pólitísku lýðskrumsspili.

Vekur athygli hve forsætisráðherra var óstilltur í tali.  Ég veit það ekki, - en eitthverntíman hefði þótt skrítilegt að forsætisráðherra landsins talaði svona.

Forsætisráðherra á alltaf að vera stilltastur allra.  Annað er skalegt fyrir ríki. Þetta er gegnumgangandi hefð, allaveg í N-V Evrópu.  En meir að segja í Grikklandi er forsætisráðherra miklu stilltari an aðrir í ríkisstjórn.  Meir að segja þeir hafa vit á því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2015 kl. 23:38

7 identicon

Ómar minn, ALLIR stjórnarandstöðuforingjarnir hafa skipt um skoðun, og þessi skoðun sem þeir lögðu þér til, er úreld.
Nú finnst þeim öllum sniðugt að setja á útgönguskatt.

Hræðilegt fyrir þig, því nú þarft þú líka að skipta um skoðun.
Viðurkenndu það bara, Simundur Davíð og Bjarni Ben eru flottir!!

Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband